Aukið gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2018 13:22 Katrín Jakobsdóttir og ráðherrarnir í ríkisstjórn fögnuðu eins árs afmæli stjórnarsamstarfsins á Fullveldisdaginn. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi standa að frumvarpi sem ætlað er að treysta rekstrargrundvöll stjórnmálasamtaka og jafna stöðu lítilla og stórra flokka. Hert er á reglum um upplýsingaskyldu og hvaða lögaðilar styrkja stjórnmálasamtök. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í morgun var tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun funda Alþingis en stefnt er að því að Alþingi ljúku störfum fyrir jólaleyfi í dag. „Tillagan er svohljóðandi. Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nausyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín. En þetta er lögformlegt skilyrði fyrir því að Alþingi geti gert hlé á fundum sínum. Þá voru greidd atkvæði að lokinni annarri umræðu um frumvarp formanna allra flokka á þingi um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Forsætisráðherra sagði frumvarpið fela í sér aukið gagnsæi varðandi fjármál stjórnmálaflokka. „Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli. Sömuleiðis er kveðið á um að stjórnmálasamtökum, kjörnum fulltrúum og frambjóðendum verði óheimilt að taka þátt í birtingu efnis eða auglýsinga án þess að nöfn þeirra komi fram. Sem er fyrsta skrefið í baráttu stjórnmálahreyfinganna gegn nafnlausum áróðri í tengslum við kosningar og stjórnmálabaráttu,“ sagði Katrín. Þá eru nýmæli að birta skuli nöfn allra lögaðila sem styrkja stjórnmálastarfsemi. „Ástæða þess að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi standa saman að þessu frumvarpi er nauðsyn þess að efla starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka. Efla lýðræðið. Á Íslandi eru færri þingmenn með færri starfsmenn en á hinum Norðurlöndunum og í þokkabót fá stjórnmálaflokkar á Íslandi lægri fjárframlög,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Framkvæmdavaldið á íslandi væri mjög sterkt og í yfirburðarstöðu gagnvart löggjafarvaldinu. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir frumvarpið til mikilla bóta fyrir fulltrúalýðræðið á Íslandi. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka. Kveðum á um að birta ársreikninga flokka og fleira,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi standa að frumvarpi sem ætlað er að treysta rekstrargrundvöll stjórnmálasamtaka og jafna stöðu lítilla og stórra flokka. Hert er á reglum um upplýsingaskyldu og hvaða lögaðilar styrkja stjórnmálasamtök. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í morgun var tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun funda Alþingis en stefnt er að því að Alþingi ljúku störfum fyrir jólaleyfi í dag. „Tillagan er svohljóðandi. Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nausyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín. En þetta er lögformlegt skilyrði fyrir því að Alþingi geti gert hlé á fundum sínum. Þá voru greidd atkvæði að lokinni annarri umræðu um frumvarp formanna allra flokka á þingi um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Forsætisráðherra sagði frumvarpið fela í sér aukið gagnsæi varðandi fjármál stjórnmálaflokka. „Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli. Sömuleiðis er kveðið á um að stjórnmálasamtökum, kjörnum fulltrúum og frambjóðendum verði óheimilt að taka þátt í birtingu efnis eða auglýsinga án þess að nöfn þeirra komi fram. Sem er fyrsta skrefið í baráttu stjórnmálahreyfinganna gegn nafnlausum áróðri í tengslum við kosningar og stjórnmálabaráttu,“ sagði Katrín. Þá eru nýmæli að birta skuli nöfn allra lögaðila sem styrkja stjórnmálastarfsemi. „Ástæða þess að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi standa saman að þessu frumvarpi er nauðsyn þess að efla starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka. Efla lýðræðið. Á Íslandi eru færri þingmenn með færri starfsmenn en á hinum Norðurlöndunum og í þokkabót fá stjórnmálaflokkar á Íslandi lægri fjárframlög,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Framkvæmdavaldið á íslandi væri mjög sterkt og í yfirburðarstöðu gagnvart löggjafarvaldinu. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir frumvarpið til mikilla bóta fyrir fulltrúalýðræðið á Íslandi. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka. Kveðum á um að birta ársreikninga flokka og fleira,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira