„Mjög þungt hljóð í félagsmönnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2018 16:51 WOW air sagði upp hundruð starfsmanna í dag. Vísir/Vilhelm Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, segir mjög þungt hljóð í félagsmönnum eftir daginn í dag en fjörutíu fastráðnir flugliðar hjá WOW air misstu vinnuna í dag auk tuga annarra sem voru með tímabundna sem verða ekki endurnýjaðir. Alls misstu á fjórða hundrað starfsmanna WOW vinnuna í dag; 111 fastráðnir starfsmenn og yfir 200 verktakar og starfsmenn á tímabundnum samningum fá þá samninga ekki endurnýjaða. „Þetta er ekki skemmtilegur dagur,“ segir Orri í samtali við Vísi. Hann segir uppsagnirnar koma á vondum tíma, svona rétt fyrir jól. „Það er mjög þungt hljóð í félagsmönnum. Þetta er rétt fyrir jól og kemur á vondum tíma. Hugur okkar er hjá félagsmönnum og við höfum virkjað okkar trúnaðarmenn.“ Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, sagði að dagurinn væri sá erfiðasti í sögu fyrirtækisins. Það væri hins vegar nauðsynlegt að grípa til hagræðingaraðgerða, uppsagna, fækkunar flugvéla og einföldunar á leiðakerfi, til að tryggja framtíð félagsins. WOW air á nú í samningaviðræðum við Indigo Partners um að það fjárfesti í flugfélaginu. Skúli sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki lægi fyrir hvenær þeim viðræðum myndi ljúka. Vinnan í viðræðunum gangi hins vegar vel. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, sagði í samtali við Vísi í dag að hann teldi Skúla ekki hafa langan tíma til þess að semja við Indigo. „Ég myndi segja að þetta þyrfti að klárast allavega fyrir áramót,“ sagði Sveinn. WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, segir mjög þungt hljóð í félagsmönnum eftir daginn í dag en fjörutíu fastráðnir flugliðar hjá WOW air misstu vinnuna í dag auk tuga annarra sem voru með tímabundna sem verða ekki endurnýjaðir. Alls misstu á fjórða hundrað starfsmanna WOW vinnuna í dag; 111 fastráðnir starfsmenn og yfir 200 verktakar og starfsmenn á tímabundnum samningum fá þá samninga ekki endurnýjaða. „Þetta er ekki skemmtilegur dagur,“ segir Orri í samtali við Vísi. Hann segir uppsagnirnar koma á vondum tíma, svona rétt fyrir jól. „Það er mjög þungt hljóð í félagsmönnum. Þetta er rétt fyrir jól og kemur á vondum tíma. Hugur okkar er hjá félagsmönnum og við höfum virkjað okkar trúnaðarmenn.“ Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, sagði að dagurinn væri sá erfiðasti í sögu fyrirtækisins. Það væri hins vegar nauðsynlegt að grípa til hagræðingaraðgerða, uppsagna, fækkunar flugvéla og einföldunar á leiðakerfi, til að tryggja framtíð félagsins. WOW air á nú í samningaviðræðum við Indigo Partners um að það fjárfesti í flugfélaginu. Skúli sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki lægi fyrir hvenær þeim viðræðum myndi ljúka. Vinnan í viðræðunum gangi hins vegar vel. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, sagði í samtali við Vísi í dag að hann teldi Skúla ekki hafa langan tíma til þess að semja við Indigo. „Ég myndi segja að þetta þyrfti að klárast allavega fyrir áramót,“ sagði Sveinn.
WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
„Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum