Michael Jordan húðskammaði einn leikmann Charlotte Hornets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2018 23:30 Michael Jordan. Vísir/Getty Michael Jordan, að flestra mati besti körfuboltamaður allra tíma, bauð upp á eina stutta en hnitmiðaða skammarræðu í leik síns liðs í NBA-deildinni. Jordan er löngu hættur að spila sjálfur en hann er enn hluti af NBA-deildinni sem aðaleigandi og stjórnarformaður Charlotte Hornets. Charlotte Hornets liðið vann 108-107 sigur á Detriot Pistons í nótt og er nú komið einum sigurleik yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall og upp í sjötta sætið í Austurdeildinni. Það munaði þó litlu að einn leikmaður liðsins hafi klúðrað kvöldinu og sá fékk að heyra það frá herra Jordan. Sá heitir Malik Monk og fékk líka fleira en eitt orð í eyra frá MJ. Michael Jordan var þekktur fyrir fagmennsku inn á körfuboltavellinum og meiri keppnismann er erfitt að finna. Hann sá því fulla ástæðu til að tala yfir hausamótunum á Malik Monk.Michael Jordan went Full Disappointed Dad Mode on Malik Monk, smacking him upside the head after Monk picked up a silly tech for running on the court too soon to celebrate Jeremy Lamb's game-winner. pic.twitter.com/nOKDczgHxt — Michael Lee (@MrMichaelLee) December 13, 2018 Eins og sjá má hér fyrir ofan þá hegðar Michael Jordan sér eins og vonsvikinn faðir þegar hann tekur strákinn í gegn. Sem betur fer fyrir Malik Monk þá tókst leikmönnum Detoit Pistons ekki að skora úr lokaskoti sínu og Charlotte Hornets vann því mikilvægan sigur. Hér fyrir neðan má sjá ástæðuna fyrir því að Michael Jordan var svona ósáttur með Malik Monk. Jeremy Lamb setti niður þriggja stiga körfur en Malik Monk fékk tæknivillu fyrir að hlaupa inn á völlinn í miðjum æsingnum.Here’s Jeremy Lamb’s 3 pointer to put the #Hornets up 2. You can see Malik Monk run on the court in excitement. Results in a tech. pic.twitter.com/niyHXm2B4C — Ashley Holder (@AshNoelleTV) December 13, 2018Malik Monk spilaði í ellefu mínútur í þessum leik og var með 7 stig á þeim. Hann tapaði þremur boltum og hitti úr 3 af 9 skotum sínum. Malik Monk er bara tvítugur og á því enn eftir margt ólært í NBA-deildinni. Hann spilaði með Kentucky háskólanum en var valinn í nýliðavalinu sumarið 2017. Þetta er hans annað tímabil með Charlotte Hornets. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira
Michael Jordan, að flestra mati besti körfuboltamaður allra tíma, bauð upp á eina stutta en hnitmiðaða skammarræðu í leik síns liðs í NBA-deildinni. Jordan er löngu hættur að spila sjálfur en hann er enn hluti af NBA-deildinni sem aðaleigandi og stjórnarformaður Charlotte Hornets. Charlotte Hornets liðið vann 108-107 sigur á Detriot Pistons í nótt og er nú komið einum sigurleik yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall og upp í sjötta sætið í Austurdeildinni. Það munaði þó litlu að einn leikmaður liðsins hafi klúðrað kvöldinu og sá fékk að heyra það frá herra Jordan. Sá heitir Malik Monk og fékk líka fleira en eitt orð í eyra frá MJ. Michael Jordan var þekktur fyrir fagmennsku inn á körfuboltavellinum og meiri keppnismann er erfitt að finna. Hann sá því fulla ástæðu til að tala yfir hausamótunum á Malik Monk.Michael Jordan went Full Disappointed Dad Mode on Malik Monk, smacking him upside the head after Monk picked up a silly tech for running on the court too soon to celebrate Jeremy Lamb's game-winner. pic.twitter.com/nOKDczgHxt — Michael Lee (@MrMichaelLee) December 13, 2018 Eins og sjá má hér fyrir ofan þá hegðar Michael Jordan sér eins og vonsvikinn faðir þegar hann tekur strákinn í gegn. Sem betur fer fyrir Malik Monk þá tókst leikmönnum Detoit Pistons ekki að skora úr lokaskoti sínu og Charlotte Hornets vann því mikilvægan sigur. Hér fyrir neðan má sjá ástæðuna fyrir því að Michael Jordan var svona ósáttur með Malik Monk. Jeremy Lamb setti niður þriggja stiga körfur en Malik Monk fékk tæknivillu fyrir að hlaupa inn á völlinn í miðjum æsingnum.Here’s Jeremy Lamb’s 3 pointer to put the #Hornets up 2. You can see Malik Monk run on the court in excitement. Results in a tech. pic.twitter.com/niyHXm2B4C — Ashley Holder (@AshNoelleTV) December 13, 2018Malik Monk spilaði í ellefu mínútur í þessum leik og var með 7 stig á þeim. Hann tapaði þremur boltum og hitti úr 3 af 9 skotum sínum. Malik Monk er bara tvítugur og á því enn eftir margt ólært í NBA-deildinni. Hann spilaði með Kentucky háskólanum en var valinn í nýliðavalinu sumarið 2017. Þetta er hans annað tímabil með Charlotte Hornets.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira