Sigmundur Davíð segir vogunarsjóði verðlaunaða fyrir að ganga ekki til samninga Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 13:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Formaður Miðflokksins segir ekki hafa verið staðið við að kröfuhafar myndu ekki njóta þess að fara ekki eftir stefnu stjórnvalda um losun fjármagnshafta og losun aflandskróna úr kerfinu. Fjármálaráðherra segir þvert á móti að áætlanir stjórnvalda hafi allar gengið eftir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í losun aflandskróna í tengslum við losun gjaldeyrishafta eftir hrunið á Alþingi í dag. En í vikunni tilkynnti Seðlabankinn að allar hömlur á losun um 80 milljarða aflandskróna hefðu verið afnumdar. Vildi Sigmundur Davíð meina að ekki hafi verið farið eftir áætlunum stjórnvalda að því leyti að vogunarsjóðir og aðrir gætu ekki fengið betri kjör ef þeir biðu af sér fyrri aðgerðir stjórnvalda. „Og nú hefur komið fram að stjórnvöld hyggist losa um restina af þessum aflandskrónueignum. Með öðrum orðum; þeir sem tóku ekkert mark á stefnu íslenskra stjórnvalda, þeir sem hlustuðu ekki á áformin, þeir sem trúðu því ekki að stjórnvöld myndu standa við það sem þau sögðust myndu gera ef menn væru ekki tilbúnir til samninga, þeir hagnast mest,” sagði Sigmundur Davíð.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelmFjármálaráðherra sagði áætlanir stjórnvalda um losun hafta og þar með aflandskróna hefðu gengið fullkomlega eftir sem birtist í vaxandi trausti á íslenska ríkið og efnahagsmál. Þær aðgerðir sem nú væru hafnar væru eins konar lokaaðgerðir í eðlilegu framhaldi af fyrri aðgerðum stjórnvalda. „Þegar háttvirtur þingmaður segir að það sem hafi átt að gerast ef menn hlustuðu ekki á stjórnvöld hafi verið eitthvað allt annað en þetta spyr ég hvað er háttvirtur þingmaður að tala um? Er háttvirtur þingmaður að tala um þjóðnýtingu eignanna? Er háttvirtur þingmaður að tala um að halda hér restunum af höftunum út í hið óendanlega af því bara,” spurði Bjarni. Nú hafi ríkið ekki bara getu til að stíga lokaskrefið heldur megi færa fyrir því rök að ríkið þurfi að stíga það skref. Formaður Miðflokksins tók undir með ráðherra að á heildina litið hefðu aðgerðir stjórnvalda gengið vonum framar. Hins vegar hafi skilaboðin til vogunarsjóða verið að þeir gætu ekki vænst betri kjara ef þeir gengju ekki til samninga við ríkið. „Skilaboðin voru þau að ef menn væru ekki tilbúnir að taka þátt í því sem þyrfti að gerast til að hægt væri að losa höftin, færu þeir ekki betur út úr því en aðrir. En nú er niðurstaðan sú að veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Þeir keyptu þessar eignir á umtalsverðum afslætti og stjórnvöld á endanum gáfust upp. Það var ekkert að marka það að menn yrðu læstir hér inni ef þeir létu ekki undan,” sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði skilaboðin hafa verið að eigendur aflandskróna myndu mæta afgangi gengju þeir ekki til samninga. „Í því fólst engin hótun um að menn myndu koma miklu ver frá því. Enda ekki í sjálfu sér lögmætt að stilla mönnum þannig upp við vegg. Að stjórnvöld ætluðu að ganga þannig frá hnútunum að hirða af mönnum eignir,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir ekki hafa verið staðið við að kröfuhafar myndu ekki njóta þess að fara ekki eftir stefnu stjórnvalda um losun fjármagnshafta og losun aflandskróna úr kerfinu. Fjármálaráðherra segir þvert á móti að áætlanir stjórnvalda hafi allar gengið eftir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í losun aflandskróna í tengslum við losun gjaldeyrishafta eftir hrunið á Alþingi í dag. En í vikunni tilkynnti Seðlabankinn að allar hömlur á losun um 80 milljarða aflandskróna hefðu verið afnumdar. Vildi Sigmundur Davíð meina að ekki hafi verið farið eftir áætlunum stjórnvalda að því leyti að vogunarsjóðir og aðrir gætu ekki fengið betri kjör ef þeir biðu af sér fyrri aðgerðir stjórnvalda. „Og nú hefur komið fram að stjórnvöld hyggist losa um restina af þessum aflandskrónueignum. Með öðrum orðum; þeir sem tóku ekkert mark á stefnu íslenskra stjórnvalda, þeir sem hlustuðu ekki á áformin, þeir sem trúðu því ekki að stjórnvöld myndu standa við það sem þau sögðust myndu gera ef menn væru ekki tilbúnir til samninga, þeir hagnast mest,” sagði Sigmundur Davíð.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelmFjármálaráðherra sagði áætlanir stjórnvalda um losun hafta og þar með aflandskróna hefðu gengið fullkomlega eftir sem birtist í vaxandi trausti á íslenska ríkið og efnahagsmál. Þær aðgerðir sem nú væru hafnar væru eins konar lokaaðgerðir í eðlilegu framhaldi af fyrri aðgerðum stjórnvalda. „Þegar háttvirtur þingmaður segir að það sem hafi átt að gerast ef menn hlustuðu ekki á stjórnvöld hafi verið eitthvað allt annað en þetta spyr ég hvað er háttvirtur þingmaður að tala um? Er háttvirtur þingmaður að tala um þjóðnýtingu eignanna? Er háttvirtur þingmaður að tala um að halda hér restunum af höftunum út í hið óendanlega af því bara,” spurði Bjarni. Nú hafi ríkið ekki bara getu til að stíga lokaskrefið heldur megi færa fyrir því rök að ríkið þurfi að stíga það skref. Formaður Miðflokksins tók undir með ráðherra að á heildina litið hefðu aðgerðir stjórnvalda gengið vonum framar. Hins vegar hafi skilaboðin til vogunarsjóða verið að þeir gætu ekki vænst betri kjara ef þeir gengju ekki til samninga við ríkið. „Skilaboðin voru þau að ef menn væru ekki tilbúnir að taka þátt í því sem þyrfti að gerast til að hægt væri að losa höftin, færu þeir ekki betur út úr því en aðrir. En nú er niðurstaðan sú að veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Þeir keyptu þessar eignir á umtalsverðum afslætti og stjórnvöld á endanum gáfust upp. Það var ekkert að marka það að menn yrðu læstir hér inni ef þeir létu ekki undan,” sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði skilaboðin hafa verið að eigendur aflandskróna myndu mæta afgangi gengju þeir ekki til samninga. „Í því fólst engin hótun um að menn myndu koma miklu ver frá því. Enda ekki í sjálfu sér lögmætt að stilla mönnum þannig upp við vegg. Að stjórnvöld ætluðu að ganga þannig frá hnútunum að hirða af mönnum eignir,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira