„Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2018 13:31 Guterres gerði sér aðra ferð til Katowice til að hvetja samninganefndir aðildarríkjanna til dáða. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði samningamenn ríkja heims að það væri ekki aðeins siðlaust heldur einnig stórskaðlegt fyrir jörðina auki þau ekki aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsráðstefna SÞ í Póllandi er nú á lokametrunum. Sumir sjá teikn um að viðræður ríkjanna á COP24-ráðstefnunni í Katowice í Póllandi gangi illa í því að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, hafi gert sér aðra ferð þangað í dag til að knýja á um hún verði leidd farsællega til lykta, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðalverkefni fundarins nú er að samþykkja reglur um hvernig aðildarríki Parísarsamkomulagsins halda utan um losun sína á gróðurhúsalofttegundum og aðgerðir til að draga úr henni. Nokkur ríki eru sögð hafa lofað því að herða loftslagsaðgerðir sínar fyrir árið 2020. Guterres lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að auka metnaðinn. Nýlega gaf milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar út vísindaskýrslu þar sem fram kom að ríki heims þyrftu að margfalda aðgerðir sínar ef þau ætluðu að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. „Að sóa þessu tækifæri myndi skaða síðasta og besta tækifæri okkar til að koma í veg fyrir óðaloftslagsbreytingar. Það væri ekki aðeins siðlaust, það væri stórskaðlegt,“ sagði Guterres í ræðu á ráðstefnunni og hvatti fulltrúa ríkjanna til að miðla málum og hraða viðræðunum. Varaði framkvæmdastjórinn við því að enn væru stór pólitíska mál óleyst á fundinum.Olíuríkin sett strik í reikninginn Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabía og Kúveit hafa rofið samstöðu ríkjanna í Póllandi en þau neituðu meðal annars að fallast á orðalag í ályktun um vísindaskýrsluna um 1,5°C-markmiðið. Á móti kemur að Evrópusambandið ásamt Kanada, Bretlandi, Noregi ásamt fjölda annarra ríkja segjast ætla að þrýsta á um að landsmarkmið þeirra verði hert enn frá því sem þau hafa boðað. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun fyrir 2030. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lýsti því yfir á ráðstefnunni í gær að Ísland ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Bandaríkin Loftslagsmál Rússland Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði samningamenn ríkja heims að það væri ekki aðeins siðlaust heldur einnig stórskaðlegt fyrir jörðina auki þau ekki aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsráðstefna SÞ í Póllandi er nú á lokametrunum. Sumir sjá teikn um að viðræður ríkjanna á COP24-ráðstefnunni í Katowice í Póllandi gangi illa í því að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, hafi gert sér aðra ferð þangað í dag til að knýja á um hún verði leidd farsællega til lykta, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðalverkefni fundarins nú er að samþykkja reglur um hvernig aðildarríki Parísarsamkomulagsins halda utan um losun sína á gróðurhúsalofttegundum og aðgerðir til að draga úr henni. Nokkur ríki eru sögð hafa lofað því að herða loftslagsaðgerðir sínar fyrir árið 2020. Guterres lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að auka metnaðinn. Nýlega gaf milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar út vísindaskýrslu þar sem fram kom að ríki heims þyrftu að margfalda aðgerðir sínar ef þau ætluðu að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. „Að sóa þessu tækifæri myndi skaða síðasta og besta tækifæri okkar til að koma í veg fyrir óðaloftslagsbreytingar. Það væri ekki aðeins siðlaust, það væri stórskaðlegt,“ sagði Guterres í ræðu á ráðstefnunni og hvatti fulltrúa ríkjanna til að miðla málum og hraða viðræðunum. Varaði framkvæmdastjórinn við því að enn væru stór pólitíska mál óleyst á fundinum.Olíuríkin sett strik í reikninginn Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabía og Kúveit hafa rofið samstöðu ríkjanna í Póllandi en þau neituðu meðal annars að fallast á orðalag í ályktun um vísindaskýrsluna um 1,5°C-markmiðið. Á móti kemur að Evrópusambandið ásamt Kanada, Bretlandi, Noregi ásamt fjölda annarra ríkja segjast ætla að þrýsta á um að landsmarkmið þeirra verði hert enn frá því sem þau hafa boðað. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun fyrir 2030. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lýsti því yfir á ráðstefnunni í gær að Ísland ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.
Bandaríkin Loftslagsmál Rússland Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00