Telur sparnað Sjúkratrygginga lífshættulegan sjúklingum Sveinn Arnarsson skrifar 13. desember 2018 06:00 Grensás er endurhæfingardeild þar sem markmiðið er að gera einstaklinga eins sjálfbjarga líkamlega, andlega og félagslega og hægt er. Fréttablaðið/Ernir Sérfræðilæknir við Grensásdeild Landspítala telur að nýr rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands um þvagleggi, sem tók gildi 1. nóvember, ógni heilsu þeirra sem þurfa að nýta sér slík lækningatól. Hann telur sparnað í útboði Sjúkratrygginga valda því að sjúklingar njóti ekki góðs af tveggja áratuga vísindastarfi í greininni. Sjúkratryggingar Íslands telja þá þvagleggi sem nú eru á boðstólum samkvæmt nýjum rammasamningi uppfylla þarfir notenda. „Nýir samningar um þvagleggi og þvagvörur tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn í kjölfar útboðs sem byggðist á kröfulýsingu fagfólks,“ segir Björk Pálsdóttir, sviðsstjóri hjálpartækjasviðs Sjúkratrygginga. „Sjúkratryggingar Íslands sömdu við fjögur fyrirtæki um vörur sem uppfylltu kröfur útboðsins. Það er mat Sjúkratrygginga að þessar vörur fullnægi að öllu leyti þörfum notenda.“ Þvagleggir sem margir skjólstæðingar Sjúkratrygginga hafa reitt sig á hafa nú verið teknir út úr rammasamningi og ekki er lengur greitt fyrir þá þar sem þeir eru taldir of dýrir.Páll Ingvarsson læknir.Fréttablaðið/ValliPáll E. Ingvarsson, sérfræðilæknir við Grensásdeild, er ósammála þessum fullyrðingum Sjúkratrygginga um að hér séu á ferðinni nægjanlega góðir þvagleggir. „Bylting varð í þessum efnum upp úr 1985 þegar fundin var upp aðferð með að hafa plastþræði á yfirborði leggsins með lágt viðnám við þvagrásina sjálfa. Með aukinni þróun varð mun minni sýkingarhætta. Síðan hefur verið áframhaldandi þróun sem hefur verið til bóta fyrir sjúklinga með liprari leggi sem hægt er að flytja með sér, og leggi sem hægt er að opna og loka aftur.“ Með þessum breytingum með liprari og notendavænni leggjum eru lífsgæði einstaklinga bætt að sögn Páls, þar sem einstaklingar eru hreyfanlegri og þessir lipru leggir skipti sköpum um hvort einstaklingar geta unnið utan heimilis. Mun auðveldara er að losa þvagblöðru með leggjum sem hægt er að loka og opna að vild þar sem hægt er að gera það nánast hvar sem er. „Þetta snýst sem sagt um lífsgæði sjúklinga og frelsi þeirra,“ segir Páll. „Þar að auki fyrir þá sem eru með skerta handafærni, þá skiptir öllu máli að hafa þessa þægilegu leggi. Það skiptir því sköpum hvort sjúklingar séu lausir við sýkingar. Þetta getur valdið endurteknum sýkingum, blóðeitrunum og nýrnabilun. Hafa ber í huga að endurteknar þvagfærasýkingar og nýrnabilanir voru helstu ástæður þess að sjúklingar dóu af fötlun sinni fyrir aldur fram.“ Hann telur að þessi þróun sé því að einhverju leyti lífshættuleg sjúklingum sem þurfi á þessu að halda í daglegu lífi. „Nú erum við að bakka um hálfa leið því einhver snillingur hefur ætlað sér að spara þessi ósköp sem eru um 50 til 60 krónur á hvern þvaglegg,“ segir Páll. „Með þessum meinta sparnaði erum við að útsetja sjúklinga fyrir sýkingarhættu og aukinni óheilsu þar sem aukin hætta er á endurteknum þvagfærasýkingum sem halda fólki frá vinnu, ásamt aukinni hættu á blóðeitrunum sem getur verið lífshættulegt. Allt þetta til að spara um 50 krónur á hvern legg.“ Sjálfsbjörg hefur óskað eftir því við velferðarnefnd Alþingis að hún kalli eftir útskýringum frá ráðuneyti velferðarmála og Sjúkratryggingar Íslands á því hvers vegna mörgum vörum var hafnað í rammasamningsútboðinu. Í bréfi Sjálfsbjargar til formanns velferðarnefndar segir að þetta séu með „eindæmum forkastanleg vinnubrögð sem Sjálfsbjörg taldi að hún myndi aldrei sjá“. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Sérfræðilæknir við Grensásdeild Landspítala telur að nýr rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands um þvagleggi, sem tók gildi 1. nóvember, ógni heilsu þeirra sem þurfa að nýta sér slík lækningatól. Hann telur sparnað í útboði Sjúkratrygginga valda því að sjúklingar njóti ekki góðs af tveggja áratuga vísindastarfi í greininni. Sjúkratryggingar Íslands telja þá þvagleggi sem nú eru á boðstólum samkvæmt nýjum rammasamningi uppfylla þarfir notenda. „Nýir samningar um þvagleggi og þvagvörur tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn í kjölfar útboðs sem byggðist á kröfulýsingu fagfólks,“ segir Björk Pálsdóttir, sviðsstjóri hjálpartækjasviðs Sjúkratrygginga. „Sjúkratryggingar Íslands sömdu við fjögur fyrirtæki um vörur sem uppfylltu kröfur útboðsins. Það er mat Sjúkratrygginga að þessar vörur fullnægi að öllu leyti þörfum notenda.“ Þvagleggir sem margir skjólstæðingar Sjúkratrygginga hafa reitt sig á hafa nú verið teknir út úr rammasamningi og ekki er lengur greitt fyrir þá þar sem þeir eru taldir of dýrir.Páll Ingvarsson læknir.Fréttablaðið/ValliPáll E. Ingvarsson, sérfræðilæknir við Grensásdeild, er ósammála þessum fullyrðingum Sjúkratrygginga um að hér séu á ferðinni nægjanlega góðir þvagleggir. „Bylting varð í þessum efnum upp úr 1985 þegar fundin var upp aðferð með að hafa plastþræði á yfirborði leggsins með lágt viðnám við þvagrásina sjálfa. Með aukinni þróun varð mun minni sýkingarhætta. Síðan hefur verið áframhaldandi þróun sem hefur verið til bóta fyrir sjúklinga með liprari leggi sem hægt er að flytja með sér, og leggi sem hægt er að opna og loka aftur.“ Með þessum breytingum með liprari og notendavænni leggjum eru lífsgæði einstaklinga bætt að sögn Páls, þar sem einstaklingar eru hreyfanlegri og þessir lipru leggir skipti sköpum um hvort einstaklingar geta unnið utan heimilis. Mun auðveldara er að losa þvagblöðru með leggjum sem hægt er að loka og opna að vild þar sem hægt er að gera það nánast hvar sem er. „Þetta snýst sem sagt um lífsgæði sjúklinga og frelsi þeirra,“ segir Páll. „Þar að auki fyrir þá sem eru með skerta handafærni, þá skiptir öllu máli að hafa þessa þægilegu leggi. Það skiptir því sköpum hvort sjúklingar séu lausir við sýkingar. Þetta getur valdið endurteknum sýkingum, blóðeitrunum og nýrnabilun. Hafa ber í huga að endurteknar þvagfærasýkingar og nýrnabilanir voru helstu ástæður þess að sjúklingar dóu af fötlun sinni fyrir aldur fram.“ Hann telur að þessi þróun sé því að einhverju leyti lífshættuleg sjúklingum sem þurfi á þessu að halda í daglegu lífi. „Nú erum við að bakka um hálfa leið því einhver snillingur hefur ætlað sér að spara þessi ósköp sem eru um 50 til 60 krónur á hvern þvaglegg,“ segir Páll. „Með þessum meinta sparnaði erum við að útsetja sjúklinga fyrir sýkingarhættu og aukinni óheilsu þar sem aukin hætta er á endurteknum þvagfærasýkingum sem halda fólki frá vinnu, ásamt aukinni hættu á blóðeitrunum sem getur verið lífshættulegt. Allt þetta til að spara um 50 krónur á hvern legg.“ Sjálfsbjörg hefur óskað eftir því við velferðarnefnd Alþingis að hún kalli eftir útskýringum frá ráðuneyti velferðarmála og Sjúkratryggingar Íslands á því hvers vegna mörgum vörum var hafnað í rammasamningsútboðinu. Í bréfi Sjálfsbjargar til formanns velferðarnefndar segir að þetta séu með „eindæmum forkastanleg vinnubrögð sem Sjálfsbjörg taldi að hún myndi aldrei sjá“.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira