Erfitt að minnka mengun vegna sprengiefnasölu hjálparsveita Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. desember 2018 06:30 Í mörg horn er að líta á gamlárskvöldi í Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt brennustæði á gamlárskvöld í Gulaþingi og í Smárahvammi. Við það tilefni rifjaði Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, upp að mengunarmælingar í Dalsmára hefðu leitt í ljós Evrópumet í svifryki um síðustu áramót. Vitnar Sigurbjörg þar til skýrslu sem lögð var fram í bæjarráði Kópavogs um miðjan september síðastliðinn þar sem vísað var til þeirrar niðurstöðu háskólaprófessora að líklega hefði klukkustundargildi svifryksmengunar á brennustaðnum við Dalsmára verið það hæsta sem mælst hefði í Evrópu. Lagt var til að fundinn yrði nýr staður fyrir brennu og flugeldasýningu sem ekki væri í dalverpum og í nálægð við íbúabyggð. „Það er óskynsamlegt að safna fólki saman við slíkar aðstæður og því er mikilvægt að finna brennunni nýjan stað, ef ekki þessi áramót þá í það minnsta þau næstu,“ bókaði Sigurbjörg. „Svifryk getur borist í blóðstraum og lungu fólks, og börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir því.“ Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, bókaði þá að halda þyrfti því til haga að Evrópumetið hefði verið sett í kringum miðnætti en ekki á þeim tíma sem brennan er haldin. „Hins vegar er erfitt að sjá hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að flugeldum sé skotið upp á þessum tímamótum nema með inngripi stjórnvalda og þess áhrifaþáttar að björgunarsveitir þurfa enn að fjármagna sig með sölu á mengandi sprengiefni,“ segir í bókun Karenar. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Loftmengun í hæstu hæðum í aðdraganda flugeldahátíðar Mengunin er þegar talin hættuleg en búist er við því að hún aukist þegar fólk byrjar að skjóta upp flugeldum í tilefni af ljósahátíð hindúa. 5. nóvember 2018 08:33 Segja brennu og rakettur stressa hross og vilja nýja staðsetningu Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. 19. október 2018 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt brennustæði á gamlárskvöld í Gulaþingi og í Smárahvammi. Við það tilefni rifjaði Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, upp að mengunarmælingar í Dalsmára hefðu leitt í ljós Evrópumet í svifryki um síðustu áramót. Vitnar Sigurbjörg þar til skýrslu sem lögð var fram í bæjarráði Kópavogs um miðjan september síðastliðinn þar sem vísað var til þeirrar niðurstöðu háskólaprófessora að líklega hefði klukkustundargildi svifryksmengunar á brennustaðnum við Dalsmára verið það hæsta sem mælst hefði í Evrópu. Lagt var til að fundinn yrði nýr staður fyrir brennu og flugeldasýningu sem ekki væri í dalverpum og í nálægð við íbúabyggð. „Það er óskynsamlegt að safna fólki saman við slíkar aðstæður og því er mikilvægt að finna brennunni nýjan stað, ef ekki þessi áramót þá í það minnsta þau næstu,“ bókaði Sigurbjörg. „Svifryk getur borist í blóðstraum og lungu fólks, og börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir því.“ Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, bókaði þá að halda þyrfti því til haga að Evrópumetið hefði verið sett í kringum miðnætti en ekki á þeim tíma sem brennan er haldin. „Hins vegar er erfitt að sjá hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að flugeldum sé skotið upp á þessum tímamótum nema með inngripi stjórnvalda og þess áhrifaþáttar að björgunarsveitir þurfa enn að fjármagna sig með sölu á mengandi sprengiefni,“ segir í bókun Karenar.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Loftmengun í hæstu hæðum í aðdraganda flugeldahátíðar Mengunin er þegar talin hættuleg en búist er við því að hún aukist þegar fólk byrjar að skjóta upp flugeldum í tilefni af ljósahátíð hindúa. 5. nóvember 2018 08:33 Segja brennu og rakettur stressa hross og vilja nýja staðsetningu Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. 19. október 2018 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00
Loftmengun í hæstu hæðum í aðdraganda flugeldahátíðar Mengunin er þegar talin hættuleg en búist er við því að hún aukist þegar fólk byrjar að skjóta upp flugeldum í tilefni af ljósahátíð hindúa. 5. nóvember 2018 08:33
Segja brennu og rakettur stressa hross og vilja nýja staðsetningu Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. 19. október 2018 07:00