Inga Sæland veifaði peningabúnti í pontu Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2018 16:21 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, veifaði peningabúnti í pontu Alþingis í dag og tilkynnti að hún ætlaði að gefa peninginn, jólabónusinn sinn, til góðgerðarmála. Skoraði hún á aðra þingmenn að gera slíkt hið sama en eins og fjallað hefur verið nemur upphæðin 181 þúsund krónum. Bæði er um jólabónus og orlofsuppbót þingmanna að ræða en ýmsum blöskrar hversu há þessi upphæð er eins og Vísir greindi frá á dögunum. „Í morgun hafði samband við mig kona sem er að vinna hjá góðgerðarsamtökum. Það voru 120 einstaklingar sem komu til hennar í gær og þáðu gjafakort, Bónuskort. Hún sagði að það væri sárara en tárum tæki í rauninni hvað eymdin hefði vaxið ótrúlega mikið á árinu 2018,“ sagði Inga Sæland og hélt áfram. „Við fengum 181.000 krónur í jólabónus, við þingmenn. Ég veit hvað ég ætla að gefa í jólagjöf. Ég skal sýna ykkur það, hæstvirtur forseti.“ Hér tók Inga peningana úr vasana og sýndi þá í ræðustól. „Ég tók út jólabónusinn minn og ég skora á alla að gera slíkt hið sama því að við höfum efni á því að kaupa gjafakort fyrir fátækt fólk og rétta það til góðgerðarsamtaka og ganga á undan með góðu fordæmi. Gleðileg jól,“ sagði Inga og heyra mátti þingmenn taka undir með henni. Alþingi Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, veifaði peningabúnti í pontu Alþingis í dag og tilkynnti að hún ætlaði að gefa peninginn, jólabónusinn sinn, til góðgerðarmála. Skoraði hún á aðra þingmenn að gera slíkt hið sama en eins og fjallað hefur verið nemur upphæðin 181 þúsund krónum. Bæði er um jólabónus og orlofsuppbót þingmanna að ræða en ýmsum blöskrar hversu há þessi upphæð er eins og Vísir greindi frá á dögunum. „Í morgun hafði samband við mig kona sem er að vinna hjá góðgerðarsamtökum. Það voru 120 einstaklingar sem komu til hennar í gær og þáðu gjafakort, Bónuskort. Hún sagði að það væri sárara en tárum tæki í rauninni hvað eymdin hefði vaxið ótrúlega mikið á árinu 2018,“ sagði Inga Sæland og hélt áfram. „Við fengum 181.000 krónur í jólabónus, við þingmenn. Ég veit hvað ég ætla að gefa í jólagjöf. Ég skal sýna ykkur það, hæstvirtur forseti.“ Hér tók Inga peningana úr vasana og sýndi þá í ræðustól. „Ég tók út jólabónusinn minn og ég skora á alla að gera slíkt hið sama því að við höfum efni á því að kaupa gjafakort fyrir fátækt fólk og rétta það til góðgerðarsamtaka og ganga á undan með góðu fordæmi. Gleðileg jól,“ sagði Inga og heyra mátti þingmenn taka undir með henni.
Alþingi Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56