Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2018 14:52 Guðmundur Ingi umhverfisráðherra í pontu á COP24-loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir Orkuskipti í samgöngum og aukin kolefnisbinding voru á meðal þess sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lofaði að Íslandi myndi gera til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu í ræðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Harmaði hann að jöklar Íslands færu hopandi. Í upphafi ræðu sinnar lýsti ráðherrann upplifun sinni af tveimur jökultungum sem saman römmuðu inni hjartalaga fjall á Miðhálendi Íslands í kringum aldamótin. „Nú með bráðnun jöklanna hefur lögun fjallsins breyst. Hjartað er að mást út,“ sagði Guðmundur Ingi. Lýsti hann nýrri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Ísland hefði þegar náð fullum orkuskiptum í endurnýjanlega orkugjafa í raforkuframleiðslu og húshitun. Þau skipti hefðu kostað Íslendinga en fjárfestingin hafi haft mikla kosti í för með sér. Næst standi fyrir dyrum orkuskipti í samgöngum. Hvatti ráðherrann ríkis heims til dáða og ganga lengra í að draga úr losun „Ísland mun standa við Parísarskuldbindingar sínar fyrir 2030 en við verðum líka að horfa lengra fram á veginn. Langtímamarkmið íslands er að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040,“ sagði Guðmundur Ingi. Til þess að mannkynið næði kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina eins og nauðsynlegt er til að markmið Parísarsamkomulagsins náist sagði ráðherrann að sum ríki þyrftu að vera fyrri til. „Þróuð ríki ættu að setja fordæmi og vera í fararbroddi í að ná kolefnishlutleysi,“ sagði hann.Verra í vændum taki ríki ekki mark á vísindunum Umhverfisráðherra virtist skjóta óbeint á nokkur olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabíu og Kúveit sem lögðust gegn samþykkt um vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins. „Ísland fagnar skýrslunni og telur að hún sé ómissandi leiðarljós fyrir vinnuna framundan,“ sagði ráðherrann. Ríkin fjögur vildu ekki nota orðalagið „að fagna“ í ályktun fundarins um skýrsluna og lögðu þess í stað til að talað væri um að hann „tæki eftir“ henni. Sagði Guðmundur Ingi að loftslagsbreytingar væru nú þegar raunveruleiki og veðuröfgar væru orðnar að venjulegu ástandi. Verra sé í vændum taki ríki heims ekki mark á vísindunum og auki metnað sinn. „Hjartalagaða jökulfjallið sem ég sá við aldamótin verður kannski bráðum horfið en það er svo mörgu sem við getum bjargað. Við höfum enn tíma. Saman getum við lagt hjartað í þetta,“ sagði ráðherrann. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Orkuskipti í samgöngum og aukin kolefnisbinding voru á meðal þess sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lofaði að Íslandi myndi gera til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu í ræðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Harmaði hann að jöklar Íslands færu hopandi. Í upphafi ræðu sinnar lýsti ráðherrann upplifun sinni af tveimur jökultungum sem saman römmuðu inni hjartalaga fjall á Miðhálendi Íslands í kringum aldamótin. „Nú með bráðnun jöklanna hefur lögun fjallsins breyst. Hjartað er að mást út,“ sagði Guðmundur Ingi. Lýsti hann nýrri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Ísland hefði þegar náð fullum orkuskiptum í endurnýjanlega orkugjafa í raforkuframleiðslu og húshitun. Þau skipti hefðu kostað Íslendinga en fjárfestingin hafi haft mikla kosti í för með sér. Næst standi fyrir dyrum orkuskipti í samgöngum. Hvatti ráðherrann ríkis heims til dáða og ganga lengra í að draga úr losun „Ísland mun standa við Parísarskuldbindingar sínar fyrir 2030 en við verðum líka að horfa lengra fram á veginn. Langtímamarkmið íslands er að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040,“ sagði Guðmundur Ingi. Til þess að mannkynið næði kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina eins og nauðsynlegt er til að markmið Parísarsamkomulagsins náist sagði ráðherrann að sum ríki þyrftu að vera fyrri til. „Þróuð ríki ættu að setja fordæmi og vera í fararbroddi í að ná kolefnishlutleysi,“ sagði hann.Verra í vændum taki ríki ekki mark á vísindunum Umhverfisráðherra virtist skjóta óbeint á nokkur olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabíu og Kúveit sem lögðust gegn samþykkt um vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins. „Ísland fagnar skýrslunni og telur að hún sé ómissandi leiðarljós fyrir vinnuna framundan,“ sagði ráðherrann. Ríkin fjögur vildu ekki nota orðalagið „að fagna“ í ályktun fundarins um skýrsluna og lögðu þess í stað til að talað væri um að hann „tæki eftir“ henni. Sagði Guðmundur Ingi að loftslagsbreytingar væru nú þegar raunveruleiki og veðuröfgar væru orðnar að venjulegu ástandi. Verra sé í vændum taki ríki heims ekki mark á vísindunum og auki metnað sinn. „Hjartalagaða jökulfjallið sem ég sá við aldamótin verður kannski bráðum horfið en það er svo mörgu sem við getum bjargað. Við höfum enn tíma. Saman getum við lagt hjartað í þetta,“ sagði ráðherrann.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00
Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00