Engin viðurlög en gengið út frá því að hlutverk Alþingis sé virt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. desember 2018 11:56 Steingrímur J. Sigfússon þingforseti segir mikilvægt að þeir sem boðaðir séu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis svari kallinu. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis segir að almennt sé treyst á að menn bregðist vel við fundarboði hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. Sjaldgæft sé að það sé ekki gert. Formaður og þingmaður Miðflokksins svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum nefndarinnar. Ekkert verður af opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem hefjast átti klukkan tíu í morgun vegna þess að hvortki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins né Gunnar Bragi Sveinssson þingmaður flokksins svöruðu ítekuðum fundarboðum nefndarinnar. Á opna fundinum átti að ræða fund þeirra Sigmundar Davíðs, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna Benediktssonar um áhuga Gunnars Braga á því að gegna sendiherrastöðu. Á upptökunum af samræðum þingmanna á Klaustur Bar heyrast Gunnar Bragi og Sigmundur halda því fram að Gunnar Bragi hafi fengið vilyrði fyrir því að hann fengi sendiherrastöðu í skiptum fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í utanríkisráðherratíð sinni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir sjaldgæft að fundarboð nefnda sé ekki virt. Hann minnir á að Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð eru kallaðir fyrir nefndina sem fyrrverandi ráðherrar.Gunnar Bragi skipaði Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra og tjáði þingmönnum á Klausturbar að hann teldi sig eiga inni greiða á móti. Síðan hefur hann sagt þau orð sína hafa verið lygi.Vísir„Það er alveg ljóst að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er sá aðili sem er samkvæmt lögum lykilaðili í eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdavaldinu. Það er sérstaklega kveðið á um að nefndin skuli hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur með framkvæmdavaldinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er í mjög sterkri stöðu,“ segir Steingrímur. Það sé alveg ljóst að það taki bæði til starfandi ráðherra og fyrrverandi ráðherra vegna þeirra embættisathafna sem nefndin hefur ákveðið að skoða. Í þessu samhengi skipti ekki máli að um þingmenn sé að ræða. „Við göngum almennt út frá því að menn bregðist vel við og verði við slíku þegar nefndin óskar eftir að fá þá á sinn fund. Vonandi tekst að koma á þessum fundi í framhaldinu þótt það hafi ekki gengið í fyrstu atrennu,“ segir Steingrímur. Auðvitað geti einhverjar aðstæður hindrað einstaka fundi.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelm„En við göngum almennt út frá því að menn taki þetta hlutverk Alþingis alvarlega og virði það. Þessi ákvæði voru öll sömul styrkt mikið í framhaldi af rannsóknarskýrslu Alþingis, talsvert lagt í það að styrkja Alþingi hvað varðar þennan eftirlitssþátt.“ Auðvitað sé mikilvægur hluti af því að menn mæti fyrir nefndina óski hún eftir því og hafi gilt tilefni til. Hann reiknar með því að nefndin haldi áfram að reyna að ná í Gunnar Braga og Sigmund Davíð, það sé þó ekki í hans höndum enda nefndin óháð í sínum störfum. Hann segir engin viðurlög við því að mæta ekki, ekki í beinum skilningi. „En það er auðvitað alveg ljóst að það má beita þrýstingi í þeim efnum ef þess þarf. En það eru ekki bein viðurlög eða refsiákvæði, enda almennt ekki þörf fyrir slíkt.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Forseti Alþingis segir að almennt sé treyst á að menn bregðist vel við fundarboði hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. Sjaldgæft sé að það sé ekki gert. Formaður og þingmaður Miðflokksins svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum nefndarinnar. Ekkert verður af opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem hefjast átti klukkan tíu í morgun vegna þess að hvortki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins né Gunnar Bragi Sveinssson þingmaður flokksins svöruðu ítekuðum fundarboðum nefndarinnar. Á opna fundinum átti að ræða fund þeirra Sigmundar Davíðs, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna Benediktssonar um áhuga Gunnars Braga á því að gegna sendiherrastöðu. Á upptökunum af samræðum þingmanna á Klaustur Bar heyrast Gunnar Bragi og Sigmundur halda því fram að Gunnar Bragi hafi fengið vilyrði fyrir því að hann fengi sendiherrastöðu í skiptum fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í utanríkisráðherratíð sinni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir sjaldgæft að fundarboð nefnda sé ekki virt. Hann minnir á að Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð eru kallaðir fyrir nefndina sem fyrrverandi ráðherrar.Gunnar Bragi skipaði Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra og tjáði þingmönnum á Klausturbar að hann teldi sig eiga inni greiða á móti. Síðan hefur hann sagt þau orð sína hafa verið lygi.Vísir„Það er alveg ljóst að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er sá aðili sem er samkvæmt lögum lykilaðili í eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdavaldinu. Það er sérstaklega kveðið á um að nefndin skuli hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur með framkvæmdavaldinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er í mjög sterkri stöðu,“ segir Steingrímur. Það sé alveg ljóst að það taki bæði til starfandi ráðherra og fyrrverandi ráðherra vegna þeirra embættisathafna sem nefndin hefur ákveðið að skoða. Í þessu samhengi skipti ekki máli að um þingmenn sé að ræða. „Við göngum almennt út frá því að menn bregðist vel við og verði við slíku þegar nefndin óskar eftir að fá þá á sinn fund. Vonandi tekst að koma á þessum fundi í framhaldinu þótt það hafi ekki gengið í fyrstu atrennu,“ segir Steingrímur. Auðvitað geti einhverjar aðstæður hindrað einstaka fundi.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelm„En við göngum almennt út frá því að menn taki þetta hlutverk Alþingis alvarlega og virði það. Þessi ákvæði voru öll sömul styrkt mikið í framhaldi af rannsóknarskýrslu Alþingis, talsvert lagt í það að styrkja Alþingi hvað varðar þennan eftirlitssþátt.“ Auðvitað sé mikilvægur hluti af því að menn mæti fyrir nefndina óski hún eftir því og hafi gilt tilefni til. Hann reiknar með því að nefndin haldi áfram að reyna að ná í Gunnar Braga og Sigmund Davíð, það sé þó ekki í hans höndum enda nefndin óháð í sínum störfum. Hann segir engin viðurlög við því að mæta ekki, ekki í beinum skilningi. „En það er auðvitað alveg ljóst að það má beita þrýstingi í þeim efnum ef þess þarf. En það eru ekki bein viðurlög eða refsiákvæði, enda almennt ekki þörf fyrir slíkt.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira