Popovich kominn með fleiri sigra en Pat Riley Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. desember 2018 07:30 Greg Popovich vísir/getty Greg Popovich varð í nótt fjórði sigursælasti þjálfari NBA deildarinnar í körfubolta þegar San Antonio Spurs vann 111-86 sigur á Phoenix Suns. Hér þýðir orðið sigursælasti sá sem hefur sigrað flesta leiki, ekki unnið flesta titla eins og oft er einnig átt við með orðinu. Sigurinn var sá 1211. á ferli Popovich og tók hann þar með fram úr Pat Riley á listanum yfir flesta sigra á ferlinum. Spurs vann sinn þriðja sigur í röð og er liðið hálfnað með sex leikja heimaleikjahrinu. Liðið situr 10. í Vesturdeildinni með 14 töp og 14 sigra í vetur. Popovich hefur þjálfað San Antonio síðustu 22 ár og er hann sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi hjá sama félaginu í fjóru stóru íþróttagreinum Bandaríkjanna; körfubolta, hafnarbolta, íshokkí og amerískum fótbolta. Enginn í sögu körfuboltans hefur náð 1200 sigrum eins fljótt og Popovich, hann þurfti aðeins 1743 leiki til þess. Bryn Forbes nældi sér í sína fyrstu tvöföldu tvennu á ferlinum með 24 stig og 11 fráköst. LaMarcus Aldridge var með 18 stig í sigrinum sem var aldrei í hættu í seinni hálfleik, munurinn varð mestur 25 stig.Congrats to @spurs Coach Gregg Popovich for moving up to 4th on the ALL-TIME WINS list! #GoSpursGopic.twitter.com/oJpODG6wW0 — NBA (@NBA) December 12, 2018 Í Houston skoraði James Harden 29 stig fyrir heimamenn í Rockets sem höfðu betur gegn Portland Trail Blazers 111-104. Sjö leikmenn í liði Rockets náðu tveggja stiga tölu í stigaskori í liðssigri sem batt enda á þriggja leikja tapgöngu Rockets. Chris Paul náði þrefaldri tvennu með 11 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.James Harden (29 PTS) & Damian Lillard (34 PTS) duel in Houston, as the @HoustonRockets come away victorious! #Rocketspic.twitter.com/UBndhbSJAX — NBA (@NBA) December 12, 2018 Toronto Raptors vann stórsigur á LA Clippers 123-99 í Los Angeles. Serge Ibaka var atkvæðamestur fyrir Raptors með 25 stig og 9 fráköst.Serge Ibaka guides the @Raptors to victory in LA with a game-high 25 PTS, 9 REB, 3 BLK! #WeTheNorthpic.twitter.com/MFc9na3Fkr — NBA (@NBA) December 12, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Portland Trail Blazers 111-104 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 111-89 LA Clippers - Toronto Raptors 99-123 NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Greg Popovich varð í nótt fjórði sigursælasti þjálfari NBA deildarinnar í körfubolta þegar San Antonio Spurs vann 111-86 sigur á Phoenix Suns. Hér þýðir orðið sigursælasti sá sem hefur sigrað flesta leiki, ekki unnið flesta titla eins og oft er einnig átt við með orðinu. Sigurinn var sá 1211. á ferli Popovich og tók hann þar með fram úr Pat Riley á listanum yfir flesta sigra á ferlinum. Spurs vann sinn þriðja sigur í röð og er liðið hálfnað með sex leikja heimaleikjahrinu. Liðið situr 10. í Vesturdeildinni með 14 töp og 14 sigra í vetur. Popovich hefur þjálfað San Antonio síðustu 22 ár og er hann sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi hjá sama félaginu í fjóru stóru íþróttagreinum Bandaríkjanna; körfubolta, hafnarbolta, íshokkí og amerískum fótbolta. Enginn í sögu körfuboltans hefur náð 1200 sigrum eins fljótt og Popovich, hann þurfti aðeins 1743 leiki til þess. Bryn Forbes nældi sér í sína fyrstu tvöföldu tvennu á ferlinum með 24 stig og 11 fráköst. LaMarcus Aldridge var með 18 stig í sigrinum sem var aldrei í hættu í seinni hálfleik, munurinn varð mestur 25 stig.Congrats to @spurs Coach Gregg Popovich for moving up to 4th on the ALL-TIME WINS list! #GoSpursGopic.twitter.com/oJpODG6wW0 — NBA (@NBA) December 12, 2018 Í Houston skoraði James Harden 29 stig fyrir heimamenn í Rockets sem höfðu betur gegn Portland Trail Blazers 111-104. Sjö leikmenn í liði Rockets náðu tveggja stiga tölu í stigaskori í liðssigri sem batt enda á þriggja leikja tapgöngu Rockets. Chris Paul náði þrefaldri tvennu með 11 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.James Harden (29 PTS) & Damian Lillard (34 PTS) duel in Houston, as the @HoustonRockets come away victorious! #Rocketspic.twitter.com/UBndhbSJAX — NBA (@NBA) December 12, 2018 Toronto Raptors vann stórsigur á LA Clippers 123-99 í Los Angeles. Serge Ibaka var atkvæðamestur fyrir Raptors með 25 stig og 9 fráköst.Serge Ibaka guides the @Raptors to victory in LA with a game-high 25 PTS, 9 REB, 3 BLK! #WeTheNorthpic.twitter.com/MFc9na3Fkr — NBA (@NBA) December 12, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Portland Trail Blazers 111-104 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 111-89 LA Clippers - Toronto Raptors 99-123
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira