Vaxtakostnaður 700 milljónir Sveinn Arnarsson skrifar 12. desember 2018 06:45 Göngin opna 12. janúar næstkomandi. Fréttablaðið/Auðunn Vaxtakostnaður vegna Vaðlaheiðarganga verður um 700 milljónir á næstu árum ef marka má orð formanns stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. um framvindu verkefnisins. Opna á göngin formlega þann 12. janúar næstkomandi en forsvarsmenn ganganna vonast eftir að geta hleypt umferð um göngin fyrir jól. Stjórn Vaðlaheiðarganga kynnti veggjaldafyrirkomulag ganganna á fundi í gær. Stakt gjald fyrir fólksbifreið mun verða 1.500 krónur en ódýrast verður að kaupa hundrað ferðir á 700 krónur ferðina. Gjald fyrir stórar bifreiðar, yfir 3.500 kíló, verður 6.000 krónur.Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga.Ekki verður mönnuð gjaldstöð í göngunum heldur verður ný tækni notuð þar sem hægt er að kaupa staka ferð í gegnum snjallforrit. Einnig er hægt að skrá sig í áskrift og kaupa ferðir fyrirfram á vefsíðu fyrirtækisins, veggjald.is. Hver einstaklingur getur skráð sig fyrir þremur bifreiðum. Raftákn og Efla hafa hannað kerfi sem gerir kaup á fargjöldum auðveldari fyrir einstaklinga. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir að endanlegur kostnaður við göngin muni liggja í kringum 17 milljarða króna og samkvæmt útreikningum fyrirtækisins ætti að vera hægt að greiða upp lánið á um 28 árum. Einnig sagði hann að vextir af langtímalánum verði ekki hærri en 4,2 prósent.Frá kynningarfundinum í gær.„Þegar verður komin reynsla á rekstur ganganna munum við fara í langtímafjármögnun og þá fyrst vitum við hvaða vextir bjóðast okkur. Væntingar okkar eru hins vegar að þeir verði ekki meiri en 4,2 prósent,“ segir Hilmar. „Við byggjum okkar áætlun á spá Vegagerðarinnar um umferð og svo gerum við ráð fyrir sömu aukningu og Vegagerðin árlega.“ Ef vextir af 17 milljörðum verða um fjögur prósent er líklegt að vaxtakostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna króna. Mikill vatnselgur í göngunum, með bæði heitu og köldu vatni, gerði gangamönnum erfitt um vik. Vatnselgurinn kom ekki fram í tilraunaborunum á sínum tíma þrátt fyrir að bergið í Vaðlaheiðargöngum hafi verið meira rannsakað en í Hvalfjarðargöngunum á sínum tíma. Umferð um svæðið hefur aukist um 60 prósent frá því ákveðið var að hefja framkvæmdir við göngin. Sú aukning, sem er að miklu leyti vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu, kemur sér afar vel fyrir framkvæmdaraðila en án hennar væri ljóst að tekjurnar myndu aldrei standa undir kostnaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vaxtakostnaður vegna Vaðlaheiðarganga verður um 700 milljónir á næstu árum ef marka má orð formanns stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. um framvindu verkefnisins. Opna á göngin formlega þann 12. janúar næstkomandi en forsvarsmenn ganganna vonast eftir að geta hleypt umferð um göngin fyrir jól. Stjórn Vaðlaheiðarganga kynnti veggjaldafyrirkomulag ganganna á fundi í gær. Stakt gjald fyrir fólksbifreið mun verða 1.500 krónur en ódýrast verður að kaupa hundrað ferðir á 700 krónur ferðina. Gjald fyrir stórar bifreiðar, yfir 3.500 kíló, verður 6.000 krónur.Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga.Ekki verður mönnuð gjaldstöð í göngunum heldur verður ný tækni notuð þar sem hægt er að kaupa staka ferð í gegnum snjallforrit. Einnig er hægt að skrá sig í áskrift og kaupa ferðir fyrirfram á vefsíðu fyrirtækisins, veggjald.is. Hver einstaklingur getur skráð sig fyrir þremur bifreiðum. Raftákn og Efla hafa hannað kerfi sem gerir kaup á fargjöldum auðveldari fyrir einstaklinga. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir að endanlegur kostnaður við göngin muni liggja í kringum 17 milljarða króna og samkvæmt útreikningum fyrirtækisins ætti að vera hægt að greiða upp lánið á um 28 árum. Einnig sagði hann að vextir af langtímalánum verði ekki hærri en 4,2 prósent.Frá kynningarfundinum í gær.„Þegar verður komin reynsla á rekstur ganganna munum við fara í langtímafjármögnun og þá fyrst vitum við hvaða vextir bjóðast okkur. Væntingar okkar eru hins vegar að þeir verði ekki meiri en 4,2 prósent,“ segir Hilmar. „Við byggjum okkar áætlun á spá Vegagerðarinnar um umferð og svo gerum við ráð fyrir sömu aukningu og Vegagerðin árlega.“ Ef vextir af 17 milljörðum verða um fjögur prósent er líklegt að vaxtakostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna króna. Mikill vatnselgur í göngunum, með bæði heitu og köldu vatni, gerði gangamönnum erfitt um vik. Vatnselgurinn kom ekki fram í tilraunaborunum á sínum tíma þrátt fyrir að bergið í Vaðlaheiðargöngum hafi verið meira rannsakað en í Hvalfjarðargöngunum á sínum tíma. Umferð um svæðið hefur aukist um 60 prósent frá því ákveðið var að hefja framkvæmdir við göngin. Sú aukning, sem er að miklu leyti vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu, kemur sér afar vel fyrir framkvæmdaraðila en án hennar væri ljóst að tekjurnar myndu aldrei standa undir kostnaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46
Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15
Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45