Samgöngur

Fréttamynd

Eldra fólk þurfi ekki að endur­nýja skír­teinið svo oft

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lagt fram þingsályktunartillögu með það fyrir augum að innviðaráðherra endurskoði umferðarlög með tilliti til endurnýjunar ökuskírteina hjá eldra fólki. Málið varði hagsmuni eldra fólks og geti dregið úr álagi á heilbrigðiskerfið. Allir virðast sammála um tímabærar breytingar á reglunum að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun

Á morgun, mánudaginn 22. september, verður frítt í Strætó bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilefnið er bíllausi dagurinn sem er hluti af Evrópsku samgönguvikunni, sem hófst 16. september.

Innlent
Fréttamynd

Móðir í Breið­holti hjólar 5.000 kíló­metra

Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól.

Skoðun
Fréttamynd

Svona gæti Sunda­braut litið út: Brú eða göng meðal val­kosta

Drög að aðalskipulagsbreytingu og umhverfismati vegna Sundabrautar voru kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Drögin sýna mögulegar útfærslur Sundabrautar þar sem ýmist er gert ráð fyrir brú eða göngum um Kleppsvík, en hvor útfærsla fyrir sig hefur áhrif á mögulega legu brautarinnar og útfærslu gatnamótatenginga.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsflugvél reynd í á­ætlunar­flugi í Noregi

Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum.

Erlent
Fréttamynd

Ekki hægt að byggja endur­bætur í Mjóddinni á frasapólitík

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir meirihlutann hafa sett endurbætur í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti rækilega á dagskrá. Stýrihópur hafi verið stofnaður vegna málsins og segir formaðurinn gagnrýni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um seinagang vera frasapólitík.

Innlent
Fréttamynd

Sam­gönguáætlun – skuld­binding, ekki kosninga­lof­orð

Samgönguáætlun er lögbundin langtímaáætlun ríkisins um samgöngur og fjarskipti og er samþykkt af Alþingi. Hún skiptist í annars vegar tólf ára stefnumarkandi áætlun, þar sem sett eru fram markmið og áherslur stjórnvalda, og hins vegar fjögurra ára framkvæmdaáætlun.

Skoðun
Fréttamynd

Skipagöng ó­lík­legri eftir að til­boð reyndust of há

Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika.

Erlent
Fréttamynd

Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för

Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri­beygja inn á Bústaða­veg gæti heyrt sögunni til

Til stendur að afnema ljósastýringu á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Til skoðunar er svokölluð „hægri inn og hægri út lausn“, sem myndi gera það að verkum að hvorki væri hægt að komast inn á né út af Bústaðavegi ef ekið er Reykjanesbrautina í norður. Fyrsti valkostur Vegagerðarinnar er þó brú yfir Reykjanesbraut til vinstri inn á Bústaðaveg. Enginn valkostur býður upp á vinstribeygju inn á Reykjanesbrautina af Bústaðavegi.

Innlent
Fréttamynd

Boðar fyrstu sam­gönguáætlunina í fimm ár á haustþingi

Innviðaráðherra ætlar að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á haustþingi þar sem jarðgöngum verður meðal annars forgangsraðað. Fimm ár eru frá því að síðasta samgönguáætlun var lögð fram en lög gera ráð fyrir að hún sé uppfærð á þriggja ára fresti.

Innlent
Fréttamynd

Hafna „ó­rök­studdum full­yrðingum“ Sigurðar Inga

Samgöngustofa hafnar órökstuddum fullyrðingum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi innviðaráðherra, um að stofnunin framfylgi ekki lögum um leigubifreiðaakstur. Þau segja starfsfólk vinna af heilindum og þau taki allri gagnrýni alvarlega. 

Innlent
Fréttamynd

Keldna­land – fjöl­menn hverfi í mótun

Í áratugi hafa verið áform um frekari uppbyggingu á Keldnalandi, um 115 hektara landsvæði að Keldum og Keldnaholti, eign sem ríkið lagði til sem hluta fjármögnunar samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga.

Skoðun