Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2018 21:20 Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. Vísir/Vilhelm Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur umhverfis og samgöngunefndar á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu meirihlutann á þingi um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. Þingmenn komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis í kvöld undir liðnum fundarstjórn forseta og sitt sýndist hverjum. „Enn og aftur verðum við vitni að því hér á þinginu að undir lokin stendur til að keyra í gegn stórt, flókið, vandasamt og veigamikið mál,“ segir Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar sem telur ríkisstjórnina vera að setja upp sýningu á afli. „Sýning á því að maður hafi valdið og maður kunni að beita því.“Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar.vísir/vilhelmAlbertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að með breytingartillögum frumvarpsins sé hér komið nánast ný samgönguáætlun. „Það verður ða gefa meira ráðrúm til samráðs og samtals áður en þetta verður þvingað í gegn en því miður virðist vera hér aftur dæmi um samráðsleysi þessa ríkisstjórnar.“Segir vinnubrögðin vera fúsk Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar sagði að ríkisstjórnin hefði greininlega engan áhuga á samráði og vönduðum vinnubrögðum eins og boðað hefði verið í stjórnarsáttmála. „Maður fer að lýsa eftir þverpólitísku samstarfi þessarar ríkistjórnar sem svo oft er talað um á hátíðarstundum en við höfum ekki orðið vör við þetta ennþá hjá minnihlutanum“ Hann segir að þvert á móti virðist ríkisstjórnin leita uppi átök þegar friður hefði verið í boði. Stjórnarandstaðan hafi ítrekað boðið upp á að leysa málið í samstarfi við ríkisstjórnina því um væri að ræða risavaxið mál fyrir þjóðina. Ríkisstjórnin hafi greinilega ekki áhuga á vandvirkni. „Það er sennilegast kannski vegna þess að hún vill ekki ræða þær skattahækkanir sem hér er verið að boða sem fela í sér fyrir almenning í landinu og ekki hvað síst íbúa suðvestur hornsins. Skattahækkanir sem eru margfaldar á við áformaðar kolefnisgjaldshækkanir sem sumir flokkar mótmæltu svo hatrammlega.“ Þorsteinn segir að vinnubrögðin séu fúsk. „Sjálfstæðisflokkurinn segist vera búinn að ræða þetta við þúsund manns í Valhöll en mér telst til að það séu þá um það bil 350 þúsund manns liðlega sem á eftir að kynna þetta mál fyrir. Það er allnokkuð. Það er alveg ljóst að í þessum áformum er algjörlega óljóst hvernig staðið verður að fjarmögnun á ríkisframlagi til borgarlínu það er algjörlega óljóst hvernig og staðið verður að nokkurri stofnvegaframkvæmd hér á suðvesturhorninu, ekki stafkrókur á blaði í rauninni hvernig það verður útfært og algjörlega óljóst hvort það takist að fjármagna það yfir höfuð. Svona er okkur ætlað að klára þessa samgönguáætlun. Þetta er fúsk, herra forseti.“ Halldóra segir vinnubrögðin vera óheiðarleg Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir að vinnubrögð ríkisstjórnarinnar séu óþolandi. Henni hafi blöskrað að heyra Jón Gunnarsson formann umhverfis og samgöngunefndar segja í kvöldfréttum að breytingartillögurnar hefðu legið fyrir síðan í september. „Þessar breytingartillögur hafa ekkert legið fyrir síðan í september. Þetta er bara nýtilkomið. Við eigum bara að gúddera þetta og afgreiða þetta í flýti í gegnum þingið. Hvers vegna? Hvers vegna þarf að flýta sér svona mikið? Það er allt í uppnámi út af þessu. Þetta er bara óheiðarlegt forseti, það er óheiðarlegt að koma svona fram gagnvart minnihlutanum og gagnvart almenningi í landinu að ráðast í svona ofboðslega miklar og stórar breytingar í máli sem er alls ekki búið að eiga nægilega mikið samtal og umræðu um í samfélaginu og svo á bara að þrýsta þessu í gegn.“Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/vilhelmAf og frá að ráðast í kerfisbreytingar í flýti Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagðist vera tilneydd til að horfa á ríkisstjórnina viðra óhreina þvottinn sinn. „Í nýafstöðnu viðtali starfandi formanns umhverfis og samgöngunefndar háttvits þingmanns Jóns Gunnarssonar hafi svolítið kristallast það sem um ræðir hérna þegar hann svarar þeirri spurningu hvort það þurfi ekki að ræða þessi veggjöld eitthvað við land og þjóð. Það þurfi ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rætt þetta við fullt af fólki. Ég held að þarna hafi hreinlega opnast gluggi og við stöndum fyrir utan, tilneydd að horfa á ríkisstjórnina viðra óhreina þvottinn sinn.“ Jón Steindór Valdimarsson þingamaður Viðreisnar sagði að veggjöld gætu eflaust verið góð hugmynd en það væri af og frá að ráðast í kerfisbreytingu þar sem skattheimtu af umferð er gjörbylt í landinu á nokkrum næturfundum á Alþingi. „Til þess þarf yfirvegun, til þess þarf að horfa til áforma ríkisstjórnarinnar og fögrum orðum í stjórnarsáttmála. Ef farið væri eftir þeim þá væri gaman að lifa.“Jón Gunnarsson þingmaður SjálfstæðisflokksinsVísir/VilhelmVísar ásökunum á bug og segir málið hafa verið rætt Jón Gunnarsson formaður umhverfis og samgöngunefndar sagði að menn væru helst til stóryrtir á Alþingi. „Þau saka undirritaðan um einhvern yfirgang og frekju í þessu máli. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þau sjónarmið eru viðruð hér í salnum,“ sagði Jón og uppskar hlátur úr sal. „Og þá hlær háttvirtur Píratinn. Þetta skemmtir þeim og það er kannski það sem þeir eru að reyna að gera, skemmta skrattanum með þessari uppákomu hér.“ Jón segir að málið sé búið að hljóta ítarlega umræðu. „Það er hægt að snúa hér út úr allri málsmeðferð í þinginu. Það er búið að funda hér með nánast öllum sveitarfélögum á landinu eða fulltrúum þeirra, það er búið að funda hér með öllum samtökum sem að þessu málum koma. Það er nánast undantekningarlaust sem að þessi leið hefur verið rædd við menn og hvort þeir gætu hugsað sér að flýta framkvæmdum með því að fara þessa leið. Þetta hefur verið auðvitað í samfélagslegri umræðu í langan tíma og var sett fram í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ útskýrir Jón. „Þetta er nú öll frekjan og yfirgangurinn í undirrituðum eða meirihlutanum því það vill nú svo til að við erum saman í þessu í meirihlutanum. Þetta er ekki bundið við eina persónu enda getur engin ein persóna keyrt mál hér í gegn í þinginu og talandi um dónaskap hæstvirtur forseti þá held ég að hann hafi endurspeglast hér í ræðum þeirra áðan sem ég hef ekki náð að hlusta á allar en þær sem ég hef hlustað á eru frá mönnum sem hafa ekki setið þessa nefndarfundi.“ Alþingi Tengdar fréttir Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30 „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Fleiri fréttir Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Sjá meira
Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur umhverfis og samgöngunefndar á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu meirihlutann á þingi um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. Þingmenn komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis í kvöld undir liðnum fundarstjórn forseta og sitt sýndist hverjum. „Enn og aftur verðum við vitni að því hér á þinginu að undir lokin stendur til að keyra í gegn stórt, flókið, vandasamt og veigamikið mál,“ segir Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar sem telur ríkisstjórnina vera að setja upp sýningu á afli. „Sýning á því að maður hafi valdið og maður kunni að beita því.“Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar.vísir/vilhelmAlbertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að með breytingartillögum frumvarpsins sé hér komið nánast ný samgönguáætlun. „Það verður ða gefa meira ráðrúm til samráðs og samtals áður en þetta verður þvingað í gegn en því miður virðist vera hér aftur dæmi um samráðsleysi þessa ríkisstjórnar.“Segir vinnubrögðin vera fúsk Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar sagði að ríkisstjórnin hefði greininlega engan áhuga á samráði og vönduðum vinnubrögðum eins og boðað hefði verið í stjórnarsáttmála. „Maður fer að lýsa eftir þverpólitísku samstarfi þessarar ríkistjórnar sem svo oft er talað um á hátíðarstundum en við höfum ekki orðið vör við þetta ennþá hjá minnihlutanum“ Hann segir að þvert á móti virðist ríkisstjórnin leita uppi átök þegar friður hefði verið í boði. Stjórnarandstaðan hafi ítrekað boðið upp á að leysa málið í samstarfi við ríkisstjórnina því um væri að ræða risavaxið mál fyrir þjóðina. Ríkisstjórnin hafi greinilega ekki áhuga á vandvirkni. „Það er sennilegast kannski vegna þess að hún vill ekki ræða þær skattahækkanir sem hér er verið að boða sem fela í sér fyrir almenning í landinu og ekki hvað síst íbúa suðvestur hornsins. Skattahækkanir sem eru margfaldar á við áformaðar kolefnisgjaldshækkanir sem sumir flokkar mótmæltu svo hatrammlega.“ Þorsteinn segir að vinnubrögðin séu fúsk. „Sjálfstæðisflokkurinn segist vera búinn að ræða þetta við þúsund manns í Valhöll en mér telst til að það séu þá um það bil 350 þúsund manns liðlega sem á eftir að kynna þetta mál fyrir. Það er allnokkuð. Það er alveg ljóst að í þessum áformum er algjörlega óljóst hvernig staðið verður að fjarmögnun á ríkisframlagi til borgarlínu það er algjörlega óljóst hvernig og staðið verður að nokkurri stofnvegaframkvæmd hér á suðvesturhorninu, ekki stafkrókur á blaði í rauninni hvernig það verður útfært og algjörlega óljóst hvort það takist að fjármagna það yfir höfuð. Svona er okkur ætlað að klára þessa samgönguáætlun. Þetta er fúsk, herra forseti.“ Halldóra segir vinnubrögðin vera óheiðarleg Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir að vinnubrögð ríkisstjórnarinnar séu óþolandi. Henni hafi blöskrað að heyra Jón Gunnarsson formann umhverfis og samgöngunefndar segja í kvöldfréttum að breytingartillögurnar hefðu legið fyrir síðan í september. „Þessar breytingartillögur hafa ekkert legið fyrir síðan í september. Þetta er bara nýtilkomið. Við eigum bara að gúddera þetta og afgreiða þetta í flýti í gegnum þingið. Hvers vegna? Hvers vegna þarf að flýta sér svona mikið? Það er allt í uppnámi út af þessu. Þetta er bara óheiðarlegt forseti, það er óheiðarlegt að koma svona fram gagnvart minnihlutanum og gagnvart almenningi í landinu að ráðast í svona ofboðslega miklar og stórar breytingar í máli sem er alls ekki búið að eiga nægilega mikið samtal og umræðu um í samfélaginu og svo á bara að þrýsta þessu í gegn.“Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/vilhelmAf og frá að ráðast í kerfisbreytingar í flýti Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagðist vera tilneydd til að horfa á ríkisstjórnina viðra óhreina þvottinn sinn. „Í nýafstöðnu viðtali starfandi formanns umhverfis og samgöngunefndar háttvits þingmanns Jóns Gunnarssonar hafi svolítið kristallast það sem um ræðir hérna þegar hann svarar þeirri spurningu hvort það þurfi ekki að ræða þessi veggjöld eitthvað við land og þjóð. Það þurfi ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rætt þetta við fullt af fólki. Ég held að þarna hafi hreinlega opnast gluggi og við stöndum fyrir utan, tilneydd að horfa á ríkisstjórnina viðra óhreina þvottinn sinn.“ Jón Steindór Valdimarsson þingamaður Viðreisnar sagði að veggjöld gætu eflaust verið góð hugmynd en það væri af og frá að ráðast í kerfisbreytingu þar sem skattheimtu af umferð er gjörbylt í landinu á nokkrum næturfundum á Alþingi. „Til þess þarf yfirvegun, til þess þarf að horfa til áforma ríkisstjórnarinnar og fögrum orðum í stjórnarsáttmála. Ef farið væri eftir þeim þá væri gaman að lifa.“Jón Gunnarsson þingmaður SjálfstæðisflokksinsVísir/VilhelmVísar ásökunum á bug og segir málið hafa verið rætt Jón Gunnarsson formaður umhverfis og samgöngunefndar sagði að menn væru helst til stóryrtir á Alþingi. „Þau saka undirritaðan um einhvern yfirgang og frekju í þessu máli. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þau sjónarmið eru viðruð hér í salnum,“ sagði Jón og uppskar hlátur úr sal. „Og þá hlær háttvirtur Píratinn. Þetta skemmtir þeim og það er kannski það sem þeir eru að reyna að gera, skemmta skrattanum með þessari uppákomu hér.“ Jón segir að málið sé búið að hljóta ítarlega umræðu. „Það er hægt að snúa hér út úr allri málsmeðferð í þinginu. Það er búið að funda hér með nánast öllum sveitarfélögum á landinu eða fulltrúum þeirra, það er búið að funda hér með öllum samtökum sem að þessu málum koma. Það er nánast undantekningarlaust sem að þessi leið hefur verið rædd við menn og hvort þeir gætu hugsað sér að flýta framkvæmdum með því að fara þessa leið. Þetta hefur verið auðvitað í samfélagslegri umræðu í langan tíma og var sett fram í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ útskýrir Jón. „Þetta er nú öll frekjan og yfirgangurinn í undirrituðum eða meirihlutanum því það vill nú svo til að við erum saman í þessu í meirihlutanum. Þetta er ekki bundið við eina persónu enda getur engin ein persóna keyrt mál hér í gegn í þinginu og talandi um dónaskap hæstvirtur forseti þá held ég að hann hafi endurspeglast hér í ræðum þeirra áðan sem ég hef ekki náð að hlusta á allar en þær sem ég hef hlustað á eru frá mönnum sem hafa ekki setið þessa nefndarfundi.“
Alþingi Tengdar fréttir Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30 „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Fleiri fréttir Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Sjá meira
Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30
„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04
Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00