Bára gæti fengið háa sekt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. desember 2018 12:34 Þingmenn Miðflokksins á Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Vísir/Bára Halldórsdóttir Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. Forstjóri Persónuverndar segir að ef mál falla undir persónuverndarlög geta sektir hlaupið á háum upphæðum. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem teknir voru upp á Klausturbarnum 20. nóvember réðu sér lögmann sem sendi Persónuvernd erindi um upptökuna þar sem krafist var að stofnunin rannsakaði hver hefði tekið þá upp. Rúmum sólarhring síðar steig Bára Halldórsdóttir fram í fjölmiðlum og sagðist hafa tekið samtal þingmannanna sex upp. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að í framhaldinu hafi verið sent erindi til stofnunarinnar þar sem óskað var svara um hvort enn væri farið fram á umfjöllun Persónuverndar um málið og hvort farið sé fram á að hún beiti valdheimildum sínum og þá hverjum.Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, sem sátu á Klaustur ásamt Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.VísirReimar Pétursson, lögmaður þingmannanna, svaraði nefndinni í gær. „Þessu var svarað strax samdægurs af lögmanni fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins. Þar var ítrekuð krafa að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að þeirri upptöku sem hér um ræðir. Þess er krafist að atvik máls verði rannsökuð til hlítar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, og stofnunin beiti heimildum til stjórnvaldssekta gagnvart hinum brotlega. Helga segir stjórn stofnunarinnar taki málið nú fyrir og kanni hvort málið falli undir persónuverndarlög. Stjórnarfundur sé í næstu viku en hún telji að ekki takist þó að afgreiða þetta tiltekna mál á þeim fundi. Fleiri mál séu á borði nefndarinnar sem þurfi að ljúka. Málið sé þó unnið eins hratt og hægt sé. Hún segir að sektir í svona málum geti verið háar. „Ef mál falla undir persónuverndarlög þá geta sektirnar verið þónokkrar samkvæmt nýsamþykktum persónuverndarlögum. Þær geta hlaupið á háum upphæðum.“Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar.Vísir/ArnarBára hefur sjálf sagst hafa talið mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki. Þetta kom fram í Víglínunni um helgina. Þar sagðist hún ekki vera hrædd við að þingmennirnir færu í mál við hana á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Hún veltir því fyrir sér hvort þeir ætli sér að taka af henni; hundinn eða orðsporið því hún sé öryrki sem hafi lítið á milli handanna. „Það var nauðsynlegt að koma þessu á framfæri og ef ég á að fara á sakaskrá fyrir eitthvað þá held ég ekki að þetta sé það versta sem ég gæti gert.“ Þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem hún verði vitni að særandi tali í garð öryrkja og kvenna af hálfu þingmanna. Viðkvæðið sé oft þannig að konur séu of háværar og að troða sér inn á annarra manna svið og að öryrkjar séu einskis virði. Þá þyki henni það afar særandi þegar stjórnmálamenn etji hennar samfélagshópi, öryrkjum, á móti útlendingum „og öðrum sem hafa það alveg jafn slæmt og maður sjálfur.“Klippa: Víglínan Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. Forstjóri Persónuverndar segir að ef mál falla undir persónuverndarlög geta sektir hlaupið á háum upphæðum. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem teknir voru upp á Klausturbarnum 20. nóvember réðu sér lögmann sem sendi Persónuvernd erindi um upptökuna þar sem krafist var að stofnunin rannsakaði hver hefði tekið þá upp. Rúmum sólarhring síðar steig Bára Halldórsdóttir fram í fjölmiðlum og sagðist hafa tekið samtal þingmannanna sex upp. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að í framhaldinu hafi verið sent erindi til stofnunarinnar þar sem óskað var svara um hvort enn væri farið fram á umfjöllun Persónuverndar um málið og hvort farið sé fram á að hún beiti valdheimildum sínum og þá hverjum.Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, sem sátu á Klaustur ásamt Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.VísirReimar Pétursson, lögmaður þingmannanna, svaraði nefndinni í gær. „Þessu var svarað strax samdægurs af lögmanni fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins. Þar var ítrekuð krafa að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að þeirri upptöku sem hér um ræðir. Þess er krafist að atvik máls verði rannsökuð til hlítar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, og stofnunin beiti heimildum til stjórnvaldssekta gagnvart hinum brotlega. Helga segir stjórn stofnunarinnar taki málið nú fyrir og kanni hvort málið falli undir persónuverndarlög. Stjórnarfundur sé í næstu viku en hún telji að ekki takist þó að afgreiða þetta tiltekna mál á þeim fundi. Fleiri mál séu á borði nefndarinnar sem þurfi að ljúka. Málið sé þó unnið eins hratt og hægt sé. Hún segir að sektir í svona málum geti verið háar. „Ef mál falla undir persónuverndarlög þá geta sektirnar verið þónokkrar samkvæmt nýsamþykktum persónuverndarlögum. Þær geta hlaupið á háum upphæðum.“Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar.Vísir/ArnarBára hefur sjálf sagst hafa talið mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki. Þetta kom fram í Víglínunni um helgina. Þar sagðist hún ekki vera hrædd við að þingmennirnir færu í mál við hana á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Hún veltir því fyrir sér hvort þeir ætli sér að taka af henni; hundinn eða orðsporið því hún sé öryrki sem hafi lítið á milli handanna. „Það var nauðsynlegt að koma þessu á framfæri og ef ég á að fara á sakaskrá fyrir eitthvað þá held ég ekki að þetta sé það versta sem ég gæti gert.“ Þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem hún verði vitni að særandi tali í garð öryrkja og kvenna af hálfu þingmanna. Viðkvæðið sé oft þannig að konur séu of háværar og að troða sér inn á annarra manna svið og að öryrkjar séu einskis virði. Þá þyki henni það afar særandi þegar stjórnmálamenn etji hennar samfélagshópi, öryrkjum, á móti útlendingum „og öðrum sem hafa það alveg jafn slæmt og maður sjálfur.“Klippa: Víglínan
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43
Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04
Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00