Foreldrarnir í Bjärred höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2018 11:25 Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. Getty Foreldrar í sænska bænum Bjärred á Skáni, sem fundust ásamt dætrum sínum látin á heimili fjölskyldunnar í janúar síðastliðinn, höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði. Þetta greindi sænska lögregla frá á blaðamannafundi í morgun. Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. „Ástæðan er sú að börnin höfðu fengið þá greiningu að vera með sjúkdóminn ME, krónískan þreytusjúkdóm,“ sagði lögreglumaðurinn Stefan Svensson í morgun þar sem hann greindi frá niðurstöðu rannsóknar lögreglu.Lágu í rúmum sínum Svensson sagði að fyrstu lögreglumenn hafi komið að einbýlishúsi fjölskyldunnar þann 9. janúar og brutu þá rúður til að komast inn. Höfðu þeir þá séð lík mannsins á gólfinu í húsinu. Síðar fundust þrjú lík til viðbótar í húsinu – konunnar og dætranna, ellefu og fjórtán ára. Þær voru allar í rúmum sínum. Svensson segir að fyrir liggi að stúlkurnar hafi látið lífið af völdum kyrkingar eða kæfingar. „Ekkert bendir til að börnin hafi verið meðvituð um hvað myndi eiga sér stað.“ Fjölskyldufaðirinn hafði svipt sig lífi, en konan verið kyrkt. Ekkert bendi til þess að utanaðkomandi hafi átt þátt í dauða fólksins.Sljóvgandi lyf Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að báðir foreldrarnir hafi í sameiningu átt þátt í morðunum á dætrunum. Hafi foreldrarnir innbyrt mikið magn sljóvgandi lyfja áður en þau létu til skarar skríða, en í líki annarrar dótturinnar fundist einnig leifar af sljóvgandi. Lögregla var kölluð til hússins þann 9. janúar síðastliðinn. Kennari, sem hélt utan um heimakennslu stúlknanna, hafði þá mætt um morguninn en enginn kom til dyra. Börnin sóttu ekki skóla af læknisfræðilegum ástæðum. Fjölskyldufaðirinn átti að stýra ráðstefnu þennan sama dag, en þegar hann skilaði sér ekki til vinnu kölluðu samstarfsmenn hans til lögreglu sem mættu um klukkustund síðar og brutu sér þá leið inn í húsið.Þrjú skjöl Á fréttamannafundinum sagði lögregla að foreldrarnir hafi skilið eftir þrjú skjöl – erfðaskrá, kveðjubréf og skjal til fjölskyldu þar sem farið var yfir einhver praktísk atriði. „Ekkert okkar mun nokkurn tímann geta lifað lífinu í eiginlegri merkingu,“ á að hafa komið fram í bréfi foreldranna. Eldri dóttirin hafði fengið greiningu ME-sjúkdómsins árið 2015, en sú yngri tveimur árum síðar. Lögregla sagði ekkert benda til að foreldrarnir hafi ekki verið sammála um ákvörðun sína. Hafi hún verið tekin á haustmánuðum 2017. Á heimasíðu ME-félagsins á Íslandi segir að einkenni sjúkdómsins lýsi sér aðallega sem skert virkni í heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni fruma. ME hafi verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) síðan árið 1969. Talið er að um 17 milljónir þjáist af ME í heiminum í dag. Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23 Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Foreldrar í sænska bænum Bjärred á Skáni, sem fundust ásamt dætrum sínum látin á heimili fjölskyldunnar í janúar síðastliðinn, höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði. Þetta greindi sænska lögregla frá á blaðamannafundi í morgun. Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. „Ástæðan er sú að börnin höfðu fengið þá greiningu að vera með sjúkdóminn ME, krónískan þreytusjúkdóm,“ sagði lögreglumaðurinn Stefan Svensson í morgun þar sem hann greindi frá niðurstöðu rannsóknar lögreglu.Lágu í rúmum sínum Svensson sagði að fyrstu lögreglumenn hafi komið að einbýlishúsi fjölskyldunnar þann 9. janúar og brutu þá rúður til að komast inn. Höfðu þeir þá séð lík mannsins á gólfinu í húsinu. Síðar fundust þrjú lík til viðbótar í húsinu – konunnar og dætranna, ellefu og fjórtán ára. Þær voru allar í rúmum sínum. Svensson segir að fyrir liggi að stúlkurnar hafi látið lífið af völdum kyrkingar eða kæfingar. „Ekkert bendir til að börnin hafi verið meðvituð um hvað myndi eiga sér stað.“ Fjölskyldufaðirinn hafði svipt sig lífi, en konan verið kyrkt. Ekkert bendi til þess að utanaðkomandi hafi átt þátt í dauða fólksins.Sljóvgandi lyf Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að báðir foreldrarnir hafi í sameiningu átt þátt í morðunum á dætrunum. Hafi foreldrarnir innbyrt mikið magn sljóvgandi lyfja áður en þau létu til skarar skríða, en í líki annarrar dótturinnar fundist einnig leifar af sljóvgandi. Lögregla var kölluð til hússins þann 9. janúar síðastliðinn. Kennari, sem hélt utan um heimakennslu stúlknanna, hafði þá mætt um morguninn en enginn kom til dyra. Börnin sóttu ekki skóla af læknisfræðilegum ástæðum. Fjölskyldufaðirinn átti að stýra ráðstefnu þennan sama dag, en þegar hann skilaði sér ekki til vinnu kölluðu samstarfsmenn hans til lögreglu sem mættu um klukkustund síðar og brutu sér þá leið inn í húsið.Þrjú skjöl Á fréttamannafundinum sagði lögregla að foreldrarnir hafi skilið eftir þrjú skjöl – erfðaskrá, kveðjubréf og skjal til fjölskyldu þar sem farið var yfir einhver praktísk atriði. „Ekkert okkar mun nokkurn tímann geta lifað lífinu í eiginlegri merkingu,“ á að hafa komið fram í bréfi foreldranna. Eldri dóttirin hafði fengið greiningu ME-sjúkdómsins árið 2015, en sú yngri tveimur árum síðar. Lögregla sagði ekkert benda til að foreldrarnir hafi ekki verið sammála um ákvörðun sína. Hafi hún verið tekin á haustmánuðum 2017. Á heimasíðu ME-félagsins á Íslandi segir að einkenni sjúkdómsins lýsi sér aðallega sem skert virkni í heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni fruma. ME hafi verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) síðan árið 1969. Talið er að um 17 milljónir þjáist af ME í heiminum í dag.
Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23 Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23
Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32