Eðlilegar skýringar á minnkandi útgáfu vegabréfa Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. desember 2018 08:00 Á sumrin myndast oft langar raðir eftir afgreiðslu vegabréfa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í nóvembermánuði voru gefin út 1.455 íslensk vegabréf en til samanburðar voru þau 2.576 í nóvember á síðasta ári. Er um að ræða 43,5 prósenta fækkun milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Sé litið til þróunarinnar frá 2011 eru nýliðnir september, október og nóvember þrír minnstu mánuðirnir þegar kemur að fjölda útgefinna vegabréfa. Að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, setts sviðsstjóra Þjóðskrársviðs, á þessi fækkun sér eðlilegar skýringar. „Meginástæðan fyrir þessari minnkun undanfarið er sú að nýlega voru fimm ár síðan gildistíma vegabréfa var breytt úr fimm árum í tíu. Samkvæmt þessu er endurnýjunarþörfin að klárast. Við vitum þörfina og getum áætlað hana fram í tímann.“ Júlía segir einnig að fleiri kjósi að vera fyrr í því en áður að endurnýja vegabréf sín. „Það er á ákveðnum stöðum erlendis farið að gera kröfur um lengri gildistíma. Þannig að fleiri eru farnir að koma og endurnýja vegabréf sín þótt það sé jafnvel ár eftir af gildistímanum. Fólk er líka farið að ferðast lengra þannig að það skiptir máli að vera með vegabréf með gildistíma sem nær mun lengra en dvalartíminn.“ Útgáfa vegabréfa sveiflast nokkuð jafnt eftir árstíðum en flest eru gefin út á tímabilinu frá maí til júlí. „Ástandið í þjóðfélaginu hverju sinni hefur auðvitað líka áhrif. Það varð til að mynda eðlilega fall í útgáfu vegabréfa 2009. Svo varð ákveðin holskefla í kringum EM 2016 en þá fóru áætlanir aðeins úr skorðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Í nóvembermánuði voru gefin út 1.455 íslensk vegabréf en til samanburðar voru þau 2.576 í nóvember á síðasta ári. Er um að ræða 43,5 prósenta fækkun milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Sé litið til þróunarinnar frá 2011 eru nýliðnir september, október og nóvember þrír minnstu mánuðirnir þegar kemur að fjölda útgefinna vegabréfa. Að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, setts sviðsstjóra Þjóðskrársviðs, á þessi fækkun sér eðlilegar skýringar. „Meginástæðan fyrir þessari minnkun undanfarið er sú að nýlega voru fimm ár síðan gildistíma vegabréfa var breytt úr fimm árum í tíu. Samkvæmt þessu er endurnýjunarþörfin að klárast. Við vitum þörfina og getum áætlað hana fram í tímann.“ Júlía segir einnig að fleiri kjósi að vera fyrr í því en áður að endurnýja vegabréf sín. „Það er á ákveðnum stöðum erlendis farið að gera kröfur um lengri gildistíma. Þannig að fleiri eru farnir að koma og endurnýja vegabréf sín þótt það sé jafnvel ár eftir af gildistímanum. Fólk er líka farið að ferðast lengra þannig að það skiptir máli að vera með vegabréf með gildistíma sem nær mun lengra en dvalartíminn.“ Útgáfa vegabréfa sveiflast nokkuð jafnt eftir árstíðum en flest eru gefin út á tímabilinu frá maí til júlí. „Ástandið í þjóðfélaginu hverju sinni hefur auðvitað líka áhrif. Það varð til að mynda eðlilega fall í útgáfu vegabréfa 2009. Svo varð ákveðin holskefla í kringum EM 2016 en þá fóru áætlanir aðeins úr skorðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira