Leggja áherslu á að sett verði upp áætlun fyrir viðræðurnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2018 11:40 Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundur sameiginlegrar samninganefndar VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsakynnum sáttasemjara klukkan 11 í morgun. Í samtali við Vísi segist Vilhjálmur telja að sáttasemjari muni kalla eftir gögnum og upplýsingum, hverjar kröfur verkalýðsfélaganna séu og hvar deiluaðilar eru staddir í samningaferlinu. „Við munum leggja áherslu á að það verði sett á laggirnar einhvers konar plan um að reyna að hraða þessu ferli eins og kostur er því það er mikið í húfi,“ segir Vilhjálmur. Félögin gera kröfur um afturvirkni samninga frá 1. janúar 2019 og vilja að það verði ákveðið strax í upphafi viðræðna að svo verði. Vilhjálmur segist búast við því að samninganefndin muni impra á þessu atriði. Þetta skipti miklu máli því milljarðar séu í húfi fyrir launafólk fyrir hvern mánuð. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær að ákvörðun um afturvirkni og önnur stór atriði væri vanalega tekin í lok kjaraviðræðna. Hann velti upp þeirri spurningu að ef SA myndi fallast á kröfuna um afturvirkni þá mætti spyrja hvort félögin væru á móti tilbúin að gefa frá sér skuldbindandi yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki gera kröfu um afturvirkni ef þau boði til verkfalla. Vilhjálmur segir spurður út í þetta að það komi ekki til greina af hálfu félaganna að gefa frá sér verkfallsvopnið. „Við höfum svo sem ekki rætt það með formlegum hætti en ég get ekki ímyndað mér að það komi til greina enda er það eina vopnið sem íslenskt lágtekjufólk hefur,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Tengdar fréttir Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Félögin slitu sig nýverið úr samfloti með Starfsgreinasambandinu. Formaður VLFA væntir ekki stórtíðinda af fundinum en félögin muni ganga hart eftir svörum frá SA. 27. desember 2018 08:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundur sameiginlegrar samninganefndar VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsakynnum sáttasemjara klukkan 11 í morgun. Í samtali við Vísi segist Vilhjálmur telja að sáttasemjari muni kalla eftir gögnum og upplýsingum, hverjar kröfur verkalýðsfélaganna séu og hvar deiluaðilar eru staddir í samningaferlinu. „Við munum leggja áherslu á að það verði sett á laggirnar einhvers konar plan um að reyna að hraða þessu ferli eins og kostur er því það er mikið í húfi,“ segir Vilhjálmur. Félögin gera kröfur um afturvirkni samninga frá 1. janúar 2019 og vilja að það verði ákveðið strax í upphafi viðræðna að svo verði. Vilhjálmur segist búast við því að samninganefndin muni impra á þessu atriði. Þetta skipti miklu máli því milljarðar séu í húfi fyrir launafólk fyrir hvern mánuð. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær að ákvörðun um afturvirkni og önnur stór atriði væri vanalega tekin í lok kjaraviðræðna. Hann velti upp þeirri spurningu að ef SA myndi fallast á kröfuna um afturvirkni þá mætti spyrja hvort félögin væru á móti tilbúin að gefa frá sér skuldbindandi yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki gera kröfu um afturvirkni ef þau boði til verkfalla. Vilhjálmur segir spurður út í þetta að það komi ekki til greina af hálfu félaganna að gefa frá sér verkfallsvopnið. „Við höfum svo sem ekki rætt það með formlegum hætti en ég get ekki ímyndað mér að það komi til greina enda er það eina vopnið sem íslenskt lágtekjufólk hefur,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Tengdar fréttir Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Félögin slitu sig nýverið úr samfloti með Starfsgreinasambandinu. Formaður VLFA væntir ekki stórtíðinda af fundinum en félögin muni ganga hart eftir svörum frá SA. 27. desember 2018 08:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Félögin slitu sig nýverið úr samfloti með Starfsgreinasambandinu. Formaður VLFA væntir ekki stórtíðinda af fundinum en félögin muni ganga hart eftir svörum frá SA. 27. desember 2018 08:00