Thatcher hafði efasemdir um Mandela eftir þeirra fyrsta símtal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2018 13:15 Nelson Mandela og Margaret Thatcher hittust í júlí 1990. vísir/getty Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafði efasemdir um Nelson Mandela, frelsishetju Suður-Afríku, eftir þeirra fyrsta símtal árið 1990, nokkrum mánuðum eftir að Mandela losnaði úr fangelsi í heimalandi sínu. Í skjölum sem breska þjóðskjalasafnið hefur gert opinber kemur fram að Thatcher hafi lýst Mandela sem frekar þröngsýnum manni eftir þetta fyrsta símtal. Þá hafi hún einnig lýst vonbrigðum sínum með samtalið. Aðdragandanum að fundi þeirra Mandela og Thatcher, sem fram fór í júlí 1990, fimm mánuðum eftir að Mandela var látinn laus, er lýst í þessum skjölum forsætisráðherrans sem nú hafa verið gerð opinber. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar segir að Mandela, sem þá var 71 árs, hafi mikið viljað hitta Thatcher til þess að ræða refsiaðgerðir Bretlands gegn Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda milli hvítra og svartra íbúa landsins (apartheid). Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyVildi hitta Thatcher strax í júní Í skjölunum er því lýst að Thatcher hafði boðið Mandela til fundar og hádegisverðar í byrjun júlí. Þann 16. júní fékk hins vegar ráðgjafi Thatcher í utanríkismálum, Charles Powell, símtal frá Mandela. Er símtalinu lýst á þann veg að Mandela hafi sótt það hart að hitta á Thatcher morguninn eftir áður en hann hélt frá London áleiðis til Kanada. Powell hélt að það myndi ekki ganga en bauðst til að koma sjálfur til fundar eða koma á símtali við Thatcher. „Hann var frekar harður á því að tala við þig beint,“ sagði Powell við Thatcher sem hringdi svo í Mandela morguninn eftir. Í símtalinu varaði Mandela við því að ef Bretland myndi slaka á refsiaðgerðum sínum gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku þá myndi það hafa þveröfug áhrif hvað það varðaði að binda endi á aðskilnaðarstefnuna. Thatcher hvatti aftur á móti til þess að ANC, stjórnmálaflokkurinn sem Mandela var í, myndi láta af vopnaðri baráttu sinni. Sagði hún að Bretland hefði þjáðst vegna Írska lýðveldishersins, IRA. „Forsætisráðherrann sagði við mig eftir símtalið að hún hefði verið svolítið vonsvikin með Mandela sem virtist vera frekar þröngsýnn,“ stendur í minnisblaði Powell um símtalið. Þar sagði jafnframt að halda ætti símtalinu leyndu, það er að segja ekki fjölmiðlum frá því. Afríka Bretland Kanada Suður-Afríka Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafði efasemdir um Nelson Mandela, frelsishetju Suður-Afríku, eftir þeirra fyrsta símtal árið 1990, nokkrum mánuðum eftir að Mandela losnaði úr fangelsi í heimalandi sínu. Í skjölum sem breska þjóðskjalasafnið hefur gert opinber kemur fram að Thatcher hafi lýst Mandela sem frekar þröngsýnum manni eftir þetta fyrsta símtal. Þá hafi hún einnig lýst vonbrigðum sínum með samtalið. Aðdragandanum að fundi þeirra Mandela og Thatcher, sem fram fór í júlí 1990, fimm mánuðum eftir að Mandela var látinn laus, er lýst í þessum skjölum forsætisráðherrans sem nú hafa verið gerð opinber. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar segir að Mandela, sem þá var 71 árs, hafi mikið viljað hitta Thatcher til þess að ræða refsiaðgerðir Bretlands gegn Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda milli hvítra og svartra íbúa landsins (apartheid). Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyVildi hitta Thatcher strax í júní Í skjölunum er því lýst að Thatcher hafði boðið Mandela til fundar og hádegisverðar í byrjun júlí. Þann 16. júní fékk hins vegar ráðgjafi Thatcher í utanríkismálum, Charles Powell, símtal frá Mandela. Er símtalinu lýst á þann veg að Mandela hafi sótt það hart að hitta á Thatcher morguninn eftir áður en hann hélt frá London áleiðis til Kanada. Powell hélt að það myndi ekki ganga en bauðst til að koma sjálfur til fundar eða koma á símtali við Thatcher. „Hann var frekar harður á því að tala við þig beint,“ sagði Powell við Thatcher sem hringdi svo í Mandela morguninn eftir. Í símtalinu varaði Mandela við því að ef Bretland myndi slaka á refsiaðgerðum sínum gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku þá myndi það hafa þveröfug áhrif hvað það varðaði að binda endi á aðskilnaðarstefnuna. Thatcher hvatti aftur á móti til þess að ANC, stjórnmálaflokkurinn sem Mandela var í, myndi láta af vopnaðri baráttu sinni. Sagði hún að Bretland hefði þjáðst vegna Írska lýðveldishersins, IRA. „Forsætisráðherrann sagði við mig eftir símtalið að hún hefði verið svolítið vonsvikin með Mandela sem virtist vera frekar þröngsýnn,“ stendur í minnisblaði Powell um símtalið. Þar sagði jafnframt að halda ætti símtalinu leyndu, það er að segja ekki fjölmiðlum frá því.
Afríka Bretland Kanada Suður-Afríka Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira