Klíf í brattann Þórlindur Kjartansson skrifar 28. desember 2018 08:00 Eftir því sem lífsgæðunum fleygir fram breytast áhyggjur mannanna og metnaður. Fyrir örfáum kynslóðum höfðu foreldrar áhyggjur af því hvort börnin þeirra lifðu bernskuna af. Svo fóru foreldrar að hafa áhyggjur af því hvort börnin hefðu nóg að borða, því næst að þau slösuðu sig—næsta kynslóð vildi forða börnunum frá því að meiða sig, sú þar næsta hafði áhyggjur af því að börn yrðu fyrir óþægindum—og nú til dags hafa foreldrar einna mestar áhyggjur af því að börnunum þeirra leiðist. Auðvitað eru enn til ýmis alvöruvandamál; fátækt og átakanlegur heilsubrestur hrjáir enn of marga. En flest njótum við í þessum heimshluta þeirra fáheyrðu forréttinda að áhyggjuefnin eru af léttvægari gerðinni. Þessi staðreynd endurspeglar góða og jákvæða þróun, þrátt fyrir alla rómantík um fortíðina þá vill enginn snúa aftur til þeirra tíma þegar barnadauði var mikill, vinna flestra erfið og slítandi og fólk þurfti að líða ýmiss konar skort á raunverulegum lífsnauðsynjum. Hvað þá að við vildum kalla yfir okkur hörmungar, stríð eða eldgos, til þess eins að vekja upp í okkur dyggðir, eins og hugrekki og fórnfýsi. Þær ágætu dyggðir eru nefnilega þess eðlis að þegar velmegun og öryggi ríkja reynir lítið á þær. Gallinn er hins vegar sá að það er erfitt að vita hvort þær séu enn til staðar þegar maður telur sig lítið þurfa á þeim að halda. Metnaðarlaust áramótaheit Allsnægtirnar eru nefnilega ekki líklegar til þess að draga fram það allra besta í fari okkar. Og það vita allir þeir sem rannsakað hafa hamingjuna að því fer víðs fjarri að hún felist í innantómri vellíðan eða lífsnautnum. Sumir virðast meira að segja hafa komist að þeirri niðurstöðu að það séu einmitt þessar gömlu dyggðir—eins og hugrekki og fórnfýsi—sem líklegastar eru til þess að gera menn raunverulega sátta við tilveruna. Og að það sé jafnvel þess virði að þjálfa upp í sér getuna til þess að umbera skort og óþægindi—svo maður sé óhræddur við að glata einhverju af þeim munaði sem einkennir líf okkar flestra. Það er ýmist meðvitað eða ómeðvitað sem áramótaheit fela einmitt gjarnan í sér að gefa upp á bátinn einhvern óþarfan lúxus; eða að fara út fyrir þægindarammann með einum eða öðrum hætti. Innst inni vitum við að við höfum gott af því. Líklega er metnaðarminnsta áramótheit sem ég man eftir það sem skólabróðir minn strengdi skömmu fyrir aldamót. Það fólst nánast áþreifanleg fegurð í því að líf þessa unga manns virtist svo áreynslulaust að honum kom ekkert betra til hugar en að strengja þess heit að halda sig við sömu tegundina af sígarettum út næsta ár. Það eykur enn á sjarmann yfir þessari minningu að jafnvel þrátt fyrir hið yfirþyrmandi metnaðarleysi í heitstrengingunum þá má bóka að allt hafi verið margsvikið, yfirgefið, gleymt og grafið löngu fyrir þrettándann. Þótt áramótaheitið metnaðarlausa hafi ekki verið sett fram í fullri alvöru þá fólst mikill sannleikur í því að skólabróðir minn hafði um þær mundir ekki áhuga á að leggja á sig meira erfiði eða óþægindi. Heiður eða þægindi En það er hollt að hugsa til þess að þegar mikið liggur við þá er óhjákvæmilegt að komast að því hvort hugrekkisvöðvinn í sálinni sé slappur eða sterkur. Í söngleiknum Söngvaseiði (Sound of Music) segir frá von Trapp fjölskyldunni austurrísku og nunnunni Maríu sem er send að herragarði höfuðsmanns til að hugsa um börnin hans sjö. Kvikmyndin er skemmtileg en undirtónninn grafalvarlegur. Söngvaseiður fjallar nefnilega um hugrekki. Nunnan María þarf að sigrast á ótta sínum og kvíða þegar hún er send til þess að gæta hinna óstýrilátu barna höfuðsmannsins, og hún þarf að sýna hugrekki þegar hún óhlýðnast valdboði hans ítrekað í þágu barnanna. Þau sýna bæði hugrekki í ástinni sem blómstrar á milli þeirra. En umfram allt sýna þau hugrekki andspænis þeim ægilega veruleika sem heltók Austurríki á þeim tíma sem sagan gerist. Þýskir nasistar og austurrískir fylgismenn þeirra undirbjuggu jarðveginn fyrir sameiningu ríkjanna tveggja undir hakakrossinum. Höfuðsmaðurinn von Trapp vill ekkert með nasista hafa og segir það hverjum sem heyra vill og rífur sundur fána þriðja ríkisins sem hafinn hafði verið á loft yfir heimili hans. Þegar hann fær svo fyrirskipun frá Berlín um að honum beri að fara til Bremerhaven og taka við stjórn flota í þýska hernum þá reynir á. Að hafna herkvaðningunni fæli í sér dauðadóm yfir honum sjálfum og fjölskyldunni. En að taka boðinu var í huga höfuðsmannsins einfaldlega óhugsandi. Von Trapp fjöskyldan yfirgaf því ríkmannlegt líf sitt, öll þægindi og lífsgæði og flúði brosandi og allslaus á fæti yfir Alpana, til þess eins að höfuðsmaðurinn gæti haldið heiðri sínum. Þau vissu öll að sársaukinn var þess virði. Út fyrir þægindarammann Við komumst ekki hjá því í lífinu að mæta erfiðleikum. Jafnvel í velmegun nútímans mætum við sársauka, sjúkdómum, sorg og dauða. Allir þessir óhjákvæmilegu erfiðleikar lífsins verða þó bærilegri þeim sem hafa til að bera hugrekki, þeim sem ekki bugast heldur berjast. Við notum oft áramótin til að hugsa um hvernig við getum gert líf okkar betra og einfaldara. Það er stórgóð hefð. Allt sem felur í sér fórn, óþægindi eða skort krefst hugrekkis. Hvort sem það er að hætta að reykja eða drekka, hreyfa sig meira, eyða minni peningum eða borða hollara; það er ekki bara sjálfsaginn, heldur hugrekkið sem kemur manni í gegnum erfiðustu skaflana. Áramótaheitin þurfa kannski ekki að umbylta lífi manns, en það er gott að hugsa til þess að þegar maður stígur viljandi ögn út fyrir þægindarammann þá er maður líka að þjálfa sig til þess að þola betur ágjafir og áföll; verða sterkari og gagnlegri öllum þeim sem á mann treysta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem lífsgæðunum fleygir fram breytast áhyggjur mannanna og metnaður. Fyrir örfáum kynslóðum höfðu foreldrar áhyggjur af því hvort börnin þeirra lifðu bernskuna af. Svo fóru foreldrar að hafa áhyggjur af því hvort börnin hefðu nóg að borða, því næst að þau slösuðu sig—næsta kynslóð vildi forða börnunum frá því að meiða sig, sú þar næsta hafði áhyggjur af því að börn yrðu fyrir óþægindum—og nú til dags hafa foreldrar einna mestar áhyggjur af því að börnunum þeirra leiðist. Auðvitað eru enn til ýmis alvöruvandamál; fátækt og átakanlegur heilsubrestur hrjáir enn of marga. En flest njótum við í þessum heimshluta þeirra fáheyrðu forréttinda að áhyggjuefnin eru af léttvægari gerðinni. Þessi staðreynd endurspeglar góða og jákvæða þróun, þrátt fyrir alla rómantík um fortíðina þá vill enginn snúa aftur til þeirra tíma þegar barnadauði var mikill, vinna flestra erfið og slítandi og fólk þurfti að líða ýmiss konar skort á raunverulegum lífsnauðsynjum. Hvað þá að við vildum kalla yfir okkur hörmungar, stríð eða eldgos, til þess eins að vekja upp í okkur dyggðir, eins og hugrekki og fórnfýsi. Þær ágætu dyggðir eru nefnilega þess eðlis að þegar velmegun og öryggi ríkja reynir lítið á þær. Gallinn er hins vegar sá að það er erfitt að vita hvort þær séu enn til staðar þegar maður telur sig lítið þurfa á þeim að halda. Metnaðarlaust áramótaheit Allsnægtirnar eru nefnilega ekki líklegar til þess að draga fram það allra besta í fari okkar. Og það vita allir þeir sem rannsakað hafa hamingjuna að því fer víðs fjarri að hún felist í innantómri vellíðan eða lífsnautnum. Sumir virðast meira að segja hafa komist að þeirri niðurstöðu að það séu einmitt þessar gömlu dyggðir—eins og hugrekki og fórnfýsi—sem líklegastar eru til þess að gera menn raunverulega sátta við tilveruna. Og að það sé jafnvel þess virði að þjálfa upp í sér getuna til þess að umbera skort og óþægindi—svo maður sé óhræddur við að glata einhverju af þeim munaði sem einkennir líf okkar flestra. Það er ýmist meðvitað eða ómeðvitað sem áramótaheit fela einmitt gjarnan í sér að gefa upp á bátinn einhvern óþarfan lúxus; eða að fara út fyrir þægindarammann með einum eða öðrum hætti. Innst inni vitum við að við höfum gott af því. Líklega er metnaðarminnsta áramótheit sem ég man eftir það sem skólabróðir minn strengdi skömmu fyrir aldamót. Það fólst nánast áþreifanleg fegurð í því að líf þessa unga manns virtist svo áreynslulaust að honum kom ekkert betra til hugar en að strengja þess heit að halda sig við sömu tegundina af sígarettum út næsta ár. Það eykur enn á sjarmann yfir þessari minningu að jafnvel þrátt fyrir hið yfirþyrmandi metnaðarleysi í heitstrengingunum þá má bóka að allt hafi verið margsvikið, yfirgefið, gleymt og grafið löngu fyrir þrettándann. Þótt áramótaheitið metnaðarlausa hafi ekki verið sett fram í fullri alvöru þá fólst mikill sannleikur í því að skólabróðir minn hafði um þær mundir ekki áhuga á að leggja á sig meira erfiði eða óþægindi. Heiður eða þægindi En það er hollt að hugsa til þess að þegar mikið liggur við þá er óhjákvæmilegt að komast að því hvort hugrekkisvöðvinn í sálinni sé slappur eða sterkur. Í söngleiknum Söngvaseiði (Sound of Music) segir frá von Trapp fjölskyldunni austurrísku og nunnunni Maríu sem er send að herragarði höfuðsmanns til að hugsa um börnin hans sjö. Kvikmyndin er skemmtileg en undirtónninn grafalvarlegur. Söngvaseiður fjallar nefnilega um hugrekki. Nunnan María þarf að sigrast á ótta sínum og kvíða þegar hún er send til þess að gæta hinna óstýrilátu barna höfuðsmannsins, og hún þarf að sýna hugrekki þegar hún óhlýðnast valdboði hans ítrekað í þágu barnanna. Þau sýna bæði hugrekki í ástinni sem blómstrar á milli þeirra. En umfram allt sýna þau hugrekki andspænis þeim ægilega veruleika sem heltók Austurríki á þeim tíma sem sagan gerist. Þýskir nasistar og austurrískir fylgismenn þeirra undirbjuggu jarðveginn fyrir sameiningu ríkjanna tveggja undir hakakrossinum. Höfuðsmaðurinn von Trapp vill ekkert með nasista hafa og segir það hverjum sem heyra vill og rífur sundur fána þriðja ríkisins sem hafinn hafði verið á loft yfir heimili hans. Þegar hann fær svo fyrirskipun frá Berlín um að honum beri að fara til Bremerhaven og taka við stjórn flota í þýska hernum þá reynir á. Að hafna herkvaðningunni fæli í sér dauðadóm yfir honum sjálfum og fjölskyldunni. En að taka boðinu var í huga höfuðsmannsins einfaldlega óhugsandi. Von Trapp fjöskyldan yfirgaf því ríkmannlegt líf sitt, öll þægindi og lífsgæði og flúði brosandi og allslaus á fæti yfir Alpana, til þess eins að höfuðsmaðurinn gæti haldið heiðri sínum. Þau vissu öll að sársaukinn var þess virði. Út fyrir þægindarammann Við komumst ekki hjá því í lífinu að mæta erfiðleikum. Jafnvel í velmegun nútímans mætum við sársauka, sjúkdómum, sorg og dauða. Allir þessir óhjákvæmilegu erfiðleikar lífsins verða þó bærilegri þeim sem hafa til að bera hugrekki, þeim sem ekki bugast heldur berjast. Við notum oft áramótin til að hugsa um hvernig við getum gert líf okkar betra og einfaldara. Það er stórgóð hefð. Allt sem felur í sér fórn, óþægindi eða skort krefst hugrekkis. Hvort sem það er að hætta að reykja eða drekka, hreyfa sig meira, eyða minni peningum eða borða hollara; það er ekki bara sjálfsaginn, heldur hugrekkið sem kemur manni í gegnum erfiðustu skaflana. Áramótaheitin þurfa kannski ekki að umbylta lífi manns, en það er gott að hugsa til þess að þegar maður stígur viljandi ögn út fyrir þægindarammann þá er maður líka að þjálfa sig til þess að þola betur ágjafir og áföll; verða sterkari og gagnlegri öllum þeim sem á mann treysta.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun