Gisele fær ekki ósk sína uppfyllta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 15:30 Tom Brady og Gisele. Vísir/Getty Tom Brady, sigursælasti leikstjórnandi allra tíma í NFL-deildinni er ekki á sínu síðasta tímabili í boltanum. Brady ætlar að mæta aftur með New England Patriots á næstu leiktíð. Brady sagði frá því í viðtali við Jim Gray á Westwood One að hann ætli sér að koma aftur á næsta ári. „Ég trúi því algjörlega að ég komi aftur á næsta tímabili. Ég hef talað um það áður. Mitt markmið er ekki aðeins að spila á næsta ári heldur lengra en það. Ég mun reyna mitt besta til að ná því. Það verður vissulega krefjandi,“ sagði Tom Brady en Washington Post segir frá.Tom Brady says he "absolutely" believes he’ll be back in 2019. Sorry Gisele. https://t.co/svsgaopDme — Post Sports (@PostSports) December 27, 2018Fyrirsætan Gisele Bündchen er eiginkona Tom Brady og hefur verið að reyna að fá manninn sinn til að leggja á skóna á hilluna. Hún talaði um það opinberlega í viðtali við Ellen DeGeneres fyrr í þessum mánuði. Brady er orðinn 41 árs gamall og hefur unnið allt á sínum ferli þar af NFL-titilinn fimm sinnum. „Ég er búinn að ná því að gera það sem ég elska í nítján ár. Ég vakna spenntur á hverjum degi að fara í vinnuna. Ég hef ekki fengið betri gjöf á ævinni. Ég elska að spila fótbolta,“ sagði Brady. Hann heldur upp á 42 ára afmælið sitt áður en næsta tímabil hefst. Það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir að Tom Brady haldi áfram, fyrir utan stór meiðsli, er ef að hann vinnur sjötta titilinn með New England Patriots eftir áramót. Þá væri líklega mjög freistandi að hætta. New England Patriots liðið er komið í úrslitakeppnina en hefur oft verið meira sannfærandi en í ár. Það getur hinsvegar allt gerst í úrslitakeppninni eins of dæmin hafa sýnt. NFL Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Sjá meira
Tom Brady, sigursælasti leikstjórnandi allra tíma í NFL-deildinni er ekki á sínu síðasta tímabili í boltanum. Brady ætlar að mæta aftur með New England Patriots á næstu leiktíð. Brady sagði frá því í viðtali við Jim Gray á Westwood One að hann ætli sér að koma aftur á næsta ári. „Ég trúi því algjörlega að ég komi aftur á næsta tímabili. Ég hef talað um það áður. Mitt markmið er ekki aðeins að spila á næsta ári heldur lengra en það. Ég mun reyna mitt besta til að ná því. Það verður vissulega krefjandi,“ sagði Tom Brady en Washington Post segir frá.Tom Brady says he "absolutely" believes he’ll be back in 2019. Sorry Gisele. https://t.co/svsgaopDme — Post Sports (@PostSports) December 27, 2018Fyrirsætan Gisele Bündchen er eiginkona Tom Brady og hefur verið að reyna að fá manninn sinn til að leggja á skóna á hilluna. Hún talaði um það opinberlega í viðtali við Ellen DeGeneres fyrr í þessum mánuði. Brady er orðinn 41 árs gamall og hefur unnið allt á sínum ferli þar af NFL-titilinn fimm sinnum. „Ég er búinn að ná því að gera það sem ég elska í nítján ár. Ég vakna spenntur á hverjum degi að fara í vinnuna. Ég hef ekki fengið betri gjöf á ævinni. Ég elska að spila fótbolta,“ sagði Brady. Hann heldur upp á 42 ára afmælið sitt áður en næsta tímabil hefst. Það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir að Tom Brady haldi áfram, fyrir utan stór meiðsli, er ef að hann vinnur sjötta titilinn með New England Patriots eftir áramót. Þá væri líklega mjög freistandi að hætta. New England Patriots liðið er komið í úrslitakeppnina en hefur oft verið meira sannfærandi en í ár. Það getur hinsvegar allt gerst í úrslitakeppninni eins of dæmin hafa sýnt.
NFL Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Sjá meira