Slóvenska undrið nálægt þrennu og Rose frábær á heimaslóðum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. desember 2018 07:30 Luka Doncic er magnaður leikmaður. getty/Thearon W. Henderson Slóvenska körfuboltaundrið Luka Doncic heldur áfram að heilla í NBA-deildinni en hann fór á kostum enn og aftur fyrir Dallas Mavericks í nótt er liðið lagði New Orleans Pelicans, 122-119, á heimavelli. Nýliðinn leiddi sína menn til sigurs með frábærum leik en hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar og var grátlega nálægt þrennu er Dallas komst hjá því að tapa sjöunda leiknum í röð. Doncic átti erfiðan dag fyrir utan þriggja stiga línuna og brenndi af öllum fimm skotum sínum þar en hann var duglegur að komast á vítalínuna og hitti úr fyrstu ellefu skotum sínum þaðan áður en hann brenndi af síðasta vítaskoti sínu í leiknum. Þrátt fyrir að vera með einn mest spennandi leikmann deildarinnar er Dallas-liðið ekki gott en það er í tólfta sæti vestursins með 16 sigra og 17 töp en New Orleans heldur áfram að valda vonbrigðum og er í næst neðsta sæti vestursins.Derrick Rose sneri aftur á heimaslóðir í nótt í annað sinn er Minnesota Timberwolves heimsótti Chicago Bulls og hafði sigur, 119-94, en Rose er að eiga mikið og gott endurkomutímabil. Rose var valinn besti leikmaður deildarinnar eitt af sínum sjö árum sem leikmaður Chicago og hann minnti sína gömlu stuðningsmenn á sig í nótt með 24 stigum og átta fráköstum. Karl-Anthony Towns átti stórleik undir körfunni og skoraði 20 stig og tók 20 fráköst fyrir Úlfana sem eru samt sem áður við botninn í vestrinu með 16 sigra og 17 töp. Það sýnir kannski muninn á austurdeildinni og vesturdeildinni að Chicago er í sama sæti og Minnesota í austrinu en aðeins með níu sigra og 26 töp og er eitt allra slakasta lið NBA-deildarinnar.Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Washington Wizards 106-95 Orlando Magic - Phoenix Suns 120-122 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 121-129 Brooklyn Nets - Charlotte Hornets 134-132 Miami Heat - Toronto Raptors 104-106 Chicago Bulls - Minnesota Timberwolves 94-119 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 95-87 Dallas Maverics - New Orleans Pelicans 122-119 LA Clippers - Sacramento Kings 127-118 NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Slóvenska körfuboltaundrið Luka Doncic heldur áfram að heilla í NBA-deildinni en hann fór á kostum enn og aftur fyrir Dallas Mavericks í nótt er liðið lagði New Orleans Pelicans, 122-119, á heimavelli. Nýliðinn leiddi sína menn til sigurs með frábærum leik en hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar og var grátlega nálægt þrennu er Dallas komst hjá því að tapa sjöunda leiknum í röð. Doncic átti erfiðan dag fyrir utan þriggja stiga línuna og brenndi af öllum fimm skotum sínum þar en hann var duglegur að komast á vítalínuna og hitti úr fyrstu ellefu skotum sínum þaðan áður en hann brenndi af síðasta vítaskoti sínu í leiknum. Þrátt fyrir að vera með einn mest spennandi leikmann deildarinnar er Dallas-liðið ekki gott en það er í tólfta sæti vestursins með 16 sigra og 17 töp en New Orleans heldur áfram að valda vonbrigðum og er í næst neðsta sæti vestursins.Derrick Rose sneri aftur á heimaslóðir í nótt í annað sinn er Minnesota Timberwolves heimsótti Chicago Bulls og hafði sigur, 119-94, en Rose er að eiga mikið og gott endurkomutímabil. Rose var valinn besti leikmaður deildarinnar eitt af sínum sjö árum sem leikmaður Chicago og hann minnti sína gömlu stuðningsmenn á sig í nótt með 24 stigum og átta fráköstum. Karl-Anthony Towns átti stórleik undir körfunni og skoraði 20 stig og tók 20 fráköst fyrir Úlfana sem eru samt sem áður við botninn í vestrinu með 16 sigra og 17 töp. Það sýnir kannski muninn á austurdeildinni og vesturdeildinni að Chicago er í sama sæti og Minnesota í austrinu en aðeins með níu sigra og 26 töp og er eitt allra slakasta lið NBA-deildarinnar.Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Washington Wizards 106-95 Orlando Magic - Phoenix Suns 120-122 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 121-129 Brooklyn Nets - Charlotte Hornets 134-132 Miami Heat - Toronto Raptors 104-106 Chicago Bulls - Minnesota Timberwolves 94-119 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 95-87 Dallas Maverics - New Orleans Pelicans 122-119 LA Clippers - Sacramento Kings 127-118
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira