Allir verða líffæragjafar eftir áramót Sunna Sæmundsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 26. desember 2018 21:13 Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum. Á síðustu vikum hefur embætti landlæknis staðið fyrir kynningarfundum um nýja fyrirkomulagið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Ekki bara á Landsspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem líffæragjafir eiga sér stað heldur líka á öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Þetta varðar jú almenning allan og heilbrigðisstarfsmenn eru mikilvægur tengiliður þar að lútandi“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans í viðtali við fréttastofu. Þeir sem ekki vilja gefa líffæri þurfa að skrá afstöðu en það er hægt að gera á síðu heilsuveru og hjá embætti landlæknis, þá geta þeir sem ekki eru tölvufærir haft samband við heilsugæslu. Haldnir verða kynningarfundir fyrir almenning í byrjun árs. Samkvæmt núgildandi lögum hefur fólk þurft að skrá sig sem líffæragjafa og þar sem fáir hafa gert það hafa aðstandendur oft staðið uppi með ákvörðunina á erfiðri stundu. Þegar líffæragjafir hófust hér á landi árið 1992 synjuðu aðstandendur aðgerðinni í um 40% tilfella en hlutfall synjana hefur lækkað niður í 15% á síðustu árum. Þrátt fyrir nýju lögin munu aðstandendur þó enn geta hafnað líffæragjöf. „Nýja löggjöfin vonandi auðveldar aðstandendum þar sem við höfum í raun og veru löggjöfina sem einskonar samfélagsáttmála um að allir vilji vera líffæragjafar. Engu að síður er mjög mikilvægt að þetta sé rætt innan allra fjölskyldna, að allir einstaklingar ræði þetta við sína nánustu svo að þeim sé fullkomlega ljóst hver er vilji viðkomandi,“ sagði Runólfur. Í dag þurfa um 25-30 einstaklingar líffæraígræðslu á hverju ári, þeirri eftirspurninni hefur verið annað en talið er að þörfin muni aukast á næstu árum. „Sjúkdómum sem valda líffærabilunum hefur fjölgað, tíðni fer vaxandi. Þess vegna má búast við því að á næstu árum að þörfin og eftirspurnin eftir líffæraígræðslum verði meiri. Þess vegna þurfum við fleiri gjafa, jafnvel þó að vel hafi gengið síðustu ár þá er ekkert sjálfgefið að svo verði áfram“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum. Á síðustu vikum hefur embætti landlæknis staðið fyrir kynningarfundum um nýja fyrirkomulagið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Ekki bara á Landsspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem líffæragjafir eiga sér stað heldur líka á öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Þetta varðar jú almenning allan og heilbrigðisstarfsmenn eru mikilvægur tengiliður þar að lútandi“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans í viðtali við fréttastofu. Þeir sem ekki vilja gefa líffæri þurfa að skrá afstöðu en það er hægt að gera á síðu heilsuveru og hjá embætti landlæknis, þá geta þeir sem ekki eru tölvufærir haft samband við heilsugæslu. Haldnir verða kynningarfundir fyrir almenning í byrjun árs. Samkvæmt núgildandi lögum hefur fólk þurft að skrá sig sem líffæragjafa og þar sem fáir hafa gert það hafa aðstandendur oft staðið uppi með ákvörðunina á erfiðri stundu. Þegar líffæragjafir hófust hér á landi árið 1992 synjuðu aðstandendur aðgerðinni í um 40% tilfella en hlutfall synjana hefur lækkað niður í 15% á síðustu árum. Þrátt fyrir nýju lögin munu aðstandendur þó enn geta hafnað líffæragjöf. „Nýja löggjöfin vonandi auðveldar aðstandendum þar sem við höfum í raun og veru löggjöfina sem einskonar samfélagsáttmála um að allir vilji vera líffæragjafar. Engu að síður er mjög mikilvægt að þetta sé rætt innan allra fjölskyldna, að allir einstaklingar ræði þetta við sína nánustu svo að þeim sé fullkomlega ljóst hver er vilji viðkomandi,“ sagði Runólfur. Í dag þurfa um 25-30 einstaklingar líffæraígræðslu á hverju ári, þeirri eftirspurninni hefur verið annað en talið er að þörfin muni aukast á næstu árum. „Sjúkdómum sem valda líffærabilunum hefur fjölgað, tíðni fer vaxandi. Þess vegna má búast við því að á næstu árum að þörfin og eftirspurnin eftir líffæraígræðslum verði meiri. Þess vegna þurfum við fleiri gjafa, jafnvel þó að vel hafi gengið síðustu ár þá er ekkert sjálfgefið að svo verði áfram“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira