Allir verða líffæragjafar eftir áramót Sunna Sæmundsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 26. desember 2018 21:13 Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum. Á síðustu vikum hefur embætti landlæknis staðið fyrir kynningarfundum um nýja fyrirkomulagið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Ekki bara á Landsspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem líffæragjafir eiga sér stað heldur líka á öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Þetta varðar jú almenning allan og heilbrigðisstarfsmenn eru mikilvægur tengiliður þar að lútandi“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans í viðtali við fréttastofu. Þeir sem ekki vilja gefa líffæri þurfa að skrá afstöðu en það er hægt að gera á síðu heilsuveru og hjá embætti landlæknis, þá geta þeir sem ekki eru tölvufærir haft samband við heilsugæslu. Haldnir verða kynningarfundir fyrir almenning í byrjun árs. Samkvæmt núgildandi lögum hefur fólk þurft að skrá sig sem líffæragjafa og þar sem fáir hafa gert það hafa aðstandendur oft staðið uppi með ákvörðunina á erfiðri stundu. Þegar líffæragjafir hófust hér á landi árið 1992 synjuðu aðstandendur aðgerðinni í um 40% tilfella en hlutfall synjana hefur lækkað niður í 15% á síðustu árum. Þrátt fyrir nýju lögin munu aðstandendur þó enn geta hafnað líffæragjöf. „Nýja löggjöfin vonandi auðveldar aðstandendum þar sem við höfum í raun og veru löggjöfina sem einskonar samfélagsáttmála um að allir vilji vera líffæragjafar. Engu að síður er mjög mikilvægt að þetta sé rætt innan allra fjölskyldna, að allir einstaklingar ræði þetta við sína nánustu svo að þeim sé fullkomlega ljóst hver er vilji viðkomandi,“ sagði Runólfur. Í dag þurfa um 25-30 einstaklingar líffæraígræðslu á hverju ári, þeirri eftirspurninni hefur verið annað en talið er að þörfin muni aukast á næstu árum. „Sjúkdómum sem valda líffærabilunum hefur fjölgað, tíðni fer vaxandi. Þess vegna má búast við því að á næstu árum að þörfin og eftirspurnin eftir líffæraígræðslum verði meiri. Þess vegna þurfum við fleiri gjafa, jafnvel þó að vel hafi gengið síðustu ár þá er ekkert sjálfgefið að svo verði áfram“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum. Á síðustu vikum hefur embætti landlæknis staðið fyrir kynningarfundum um nýja fyrirkomulagið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Ekki bara á Landsspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem líffæragjafir eiga sér stað heldur líka á öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Þetta varðar jú almenning allan og heilbrigðisstarfsmenn eru mikilvægur tengiliður þar að lútandi“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans í viðtali við fréttastofu. Þeir sem ekki vilja gefa líffæri þurfa að skrá afstöðu en það er hægt að gera á síðu heilsuveru og hjá embætti landlæknis, þá geta þeir sem ekki eru tölvufærir haft samband við heilsugæslu. Haldnir verða kynningarfundir fyrir almenning í byrjun árs. Samkvæmt núgildandi lögum hefur fólk þurft að skrá sig sem líffæragjafa og þar sem fáir hafa gert það hafa aðstandendur oft staðið uppi með ákvörðunina á erfiðri stundu. Þegar líffæragjafir hófust hér á landi árið 1992 synjuðu aðstandendur aðgerðinni í um 40% tilfella en hlutfall synjana hefur lækkað niður í 15% á síðustu árum. Þrátt fyrir nýju lögin munu aðstandendur þó enn geta hafnað líffæragjöf. „Nýja löggjöfin vonandi auðveldar aðstandendum þar sem við höfum í raun og veru löggjöfina sem einskonar samfélagsáttmála um að allir vilji vera líffæragjafar. Engu að síður er mjög mikilvægt að þetta sé rætt innan allra fjölskyldna, að allir einstaklingar ræði þetta við sína nánustu svo að þeim sé fullkomlega ljóst hver er vilji viðkomandi,“ sagði Runólfur. Í dag þurfa um 25-30 einstaklingar líffæraígræðslu á hverju ári, þeirri eftirspurninni hefur verið annað en talið er að þörfin muni aukast á næstu árum. „Sjúkdómum sem valda líffærabilunum hefur fjölgað, tíðni fer vaxandi. Þess vegna má búast við því að á næstu árum að þörfin og eftirspurnin eftir líffæraígræðslum verði meiri. Þess vegna þurfum við fleiri gjafa, jafnvel þó að vel hafi gengið síðustu ár þá er ekkert sjálfgefið að svo verði áfram“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira