Vill heimavist í borgina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. desember 2018 08:00 "Það er svo margt í reglum þingsins sem er gert ráð fyrir að fólk viti,“ segir Lilja Rannveig. Mynd/Alex Björn Bülow Stefánsson Borgfirðingurinn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þreytti frumraun sína sem alþingismaður síðustu vikuna fyrir jólafrí þingsins og segir það hafa verið áhugavert. „Það er virkilega spennandi að komast inn á þing. Ég sat mikið í salnum til þess bara að upplifa það og líka til að læra. Það er svo margt í reglum þingsins sem er gert ráð fyrir að fólk viti en tekur smá tíma að átta sig á. Það kemur í hænuskrefum.“ Lilja Rannveig er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, hún er 22 ára og með þeim allra yngstu sem hafa sest á þing hér á landi. Jómfrúarræða hennar fjallaði um nauðsyn þess að nemendur af landsbyggðinni eigi þess kost að dvelja á heimavist á höfuðborgarsvæðinu og njóti þannig jafnréttis til náms á við þá sem þar búa. Skyldi hún hafa verið með ræðuna tilbúna í skúffunni lengi? „Mér hefur að minnsta kosti lengi verið þetta málefni hugleikið og skrifaði grein um það í Fréttablaðið vorið 2016. Það eru tólf heimavistir á landinu fyrir framhaldsskólanema, en engin þeirra á höfuðborgarsvæðinu, þar sem framboð náms er þó mest,“ segir Lilja Rannveig sem gerði meira en að halda ræðu um efnið á Alþingi. Hún bar líka fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra beitti sér fyrir uppbyggingu slíkrar heimavistar.Haukur Axel í afmælisheimsókninni með föður sínum, Ólafi Daða Birgissyni.Lilja Rannveig var við nám í Verslunarskólanum á sínum tíma. „Mig langaði í Versló og barðist fyrir því að geta verið þar. Ég bjó á fjórum stöðum á fjórum árum. Mínar aðstæður voru ágætar en ég kynntist fólki utan af landi sem var ekki jafn heppið og tók eftir að margt af því hætti, fór heim aftur og jafnvel í eitthvert nám sem það langaði ekkert í. Allir nemendagarðar á höfuðborgarsvæðinu eru ætlaðir fyrir háskólanema og leigumarkaðurinn syðra er rándýr og erfiður.“ Nú lærir Lilja Rannveig til kennara, í fjarnámi og er skólaliði í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi, auk þess að sinna syninum Hauki Axel Ólafssyni sem varð eins árs fyrir nokkrum dögum og kom í afmælisheimsókn á Alþingi. „Haukur er fyrirburi og við foreldrarnir eyddum síðustu jólum á vökudeildinni með honum. Hann er kallaður „varaþingmaður“ af sumum vegna þess að ég var ólétt í kosningabaráttunni!“ Unnusta sínum, Ólafi Daða Birgissyni, kynntist Lilja Rannveig í Versló. Nú búa þau í Bakkakoti í Stafholtstungum, þar sem hún ólst upp. Hún segir þau ekki vera með búskap en aðstoða foreldra hennar af og til við að sinna kindum og hestum. „Mamma og pabbi eru í næsta húsi og amma og afi í öðru,“ lýsir hún. „Þannig að eftir að við fluttum heim eru fjórir ættliðir á einum bletti.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Borgfirðingurinn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þreytti frumraun sína sem alþingismaður síðustu vikuna fyrir jólafrí þingsins og segir það hafa verið áhugavert. „Það er virkilega spennandi að komast inn á þing. Ég sat mikið í salnum til þess bara að upplifa það og líka til að læra. Það er svo margt í reglum þingsins sem er gert ráð fyrir að fólk viti en tekur smá tíma að átta sig á. Það kemur í hænuskrefum.“ Lilja Rannveig er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, hún er 22 ára og með þeim allra yngstu sem hafa sest á þing hér á landi. Jómfrúarræða hennar fjallaði um nauðsyn þess að nemendur af landsbyggðinni eigi þess kost að dvelja á heimavist á höfuðborgarsvæðinu og njóti þannig jafnréttis til náms á við þá sem þar búa. Skyldi hún hafa verið með ræðuna tilbúna í skúffunni lengi? „Mér hefur að minnsta kosti lengi verið þetta málefni hugleikið og skrifaði grein um það í Fréttablaðið vorið 2016. Það eru tólf heimavistir á landinu fyrir framhaldsskólanema, en engin þeirra á höfuðborgarsvæðinu, þar sem framboð náms er þó mest,“ segir Lilja Rannveig sem gerði meira en að halda ræðu um efnið á Alþingi. Hún bar líka fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra beitti sér fyrir uppbyggingu slíkrar heimavistar.Haukur Axel í afmælisheimsókninni með föður sínum, Ólafi Daða Birgissyni.Lilja Rannveig var við nám í Verslunarskólanum á sínum tíma. „Mig langaði í Versló og barðist fyrir því að geta verið þar. Ég bjó á fjórum stöðum á fjórum árum. Mínar aðstæður voru ágætar en ég kynntist fólki utan af landi sem var ekki jafn heppið og tók eftir að margt af því hætti, fór heim aftur og jafnvel í eitthvert nám sem það langaði ekkert í. Allir nemendagarðar á höfuðborgarsvæðinu eru ætlaðir fyrir háskólanema og leigumarkaðurinn syðra er rándýr og erfiður.“ Nú lærir Lilja Rannveig til kennara, í fjarnámi og er skólaliði í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi, auk þess að sinna syninum Hauki Axel Ólafssyni sem varð eins árs fyrir nokkrum dögum og kom í afmælisheimsókn á Alþingi. „Haukur er fyrirburi og við foreldrarnir eyddum síðustu jólum á vökudeildinni með honum. Hann er kallaður „varaþingmaður“ af sumum vegna þess að ég var ólétt í kosningabaráttunni!“ Unnusta sínum, Ólafi Daða Birgissyni, kynntist Lilja Rannveig í Versló. Nú búa þau í Bakkakoti í Stafholtstungum, þar sem hún ólst upp. Hún segir þau ekki vera með búskap en aðstoða foreldra hennar af og til við að sinna kindum og hestum. „Mamma og pabbi eru í næsta húsi og amma og afi í öðru,“ lýsir hún. „Þannig að eftir að við fluttum heim eru fjórir ættliðir á einum bletti.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira