Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. desember 2018 08:15 Hjördís (t.v.) pakkar jólagjöfum með sjálfboðaliðum. fréttablaðið/Stefán Dæmi eru um að fólk sem annars hefði tekið þátt í jólafagnaði Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld verji jólunum einsamalt af því það hefur enga leið til að komast niður í ráðhús þar sem jólagleðin fer fram. „Jú, þetta er eitt af því sem hamlar því að fólk geti skráð sig í jólamatinn, það hefur ekki bíl og strætó gengur ekki á þessum tíma,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, ritari hjá Hjálpræðishernum, um þá jaðarsettu einstaklinga sem búa í úthverfum og nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Strætó gengur til klukkan 15 á aðfangadag og akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða er opin til 17. „Eftir það geta notendur nýtt sér leigubíla eða samið beint við verktaka akstursþjónustunnar, en þá eru fargjöld ekki niðurgreidd,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn Fréttablaðsins. Einnig kemur fram í svarinu að engin ferð hafi verið farin til Hjálpræðishersins í fyrra og engar pantanir gerðar vegna aðfangadags þetta árið. Það þarf þó ekki að þýða að eftirspurnin sé lítil enda þjónustan aðeins opin til 17 eins og fyrr segir. „Við reyndum eitt árið að fá sjálfboðaliða til að skutla og sækja en það tók of langan tíma þannig að við höfum í rauninni ekki getað spáð í því. Fólk verður því annaðhvort að reyna að redda sér einhvern veginn eða þá bara ekki koma. Það er bara þannig,“ segir Hjördís. Um 250 manns hafa skráð sig í jólamat Hjálpræðishersins. Skráning hefur verið í gangi allan desember og var henni lokað á þriðjudag. Hjördís segir fjöldann svipaðan og undanfarin ár. „Þetta er jaðarsett fólk sem kemur til okkar. Fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun,“ segir Hjördís. Hælisleitendur og flóttafólk eru stækkandi hópur sem fagnar jólum með hernum en samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun eru yfir 600 hælisleitendur í þjónustu hjá stofnuninni og sveitarfélögum í Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ í dag. Þar af eru um 140 börn. Jólaveislan fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur eins og undanfarin tvö ár. „Þetta er eini styrkur borgarinnar til hersins, að leyfa okkur að vera í salnum á jólum,“ segir Hjördís. Á undan jólamatnum stendur herinn fyrir jólaballi í salnum og hefst það klukkan fjögur. Borðhaldið hefst svo þegar jólin ganga í garð, klukkan 18. Þegar Fréttablaðið ræddi við Hjördísi var verið að sækja síðustu aðföng til veislunnar og undirbúningur hennar langt kominn, búið að pakka inn gjöfum sem verða bæði gefnar í jólagleðinni í Ráðhúsinu en herinn fer einnig með gjafir í fangelsin, upp í Víðines og í fleiri búsetukjarna og gistiskýli. Birtist í Fréttablaðinu Jól Strætó Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Dæmi eru um að fólk sem annars hefði tekið þátt í jólafagnaði Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld verji jólunum einsamalt af því það hefur enga leið til að komast niður í ráðhús þar sem jólagleðin fer fram. „Jú, þetta er eitt af því sem hamlar því að fólk geti skráð sig í jólamatinn, það hefur ekki bíl og strætó gengur ekki á þessum tíma,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, ritari hjá Hjálpræðishernum, um þá jaðarsettu einstaklinga sem búa í úthverfum og nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Strætó gengur til klukkan 15 á aðfangadag og akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða er opin til 17. „Eftir það geta notendur nýtt sér leigubíla eða samið beint við verktaka akstursþjónustunnar, en þá eru fargjöld ekki niðurgreidd,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn Fréttablaðsins. Einnig kemur fram í svarinu að engin ferð hafi verið farin til Hjálpræðishersins í fyrra og engar pantanir gerðar vegna aðfangadags þetta árið. Það þarf þó ekki að þýða að eftirspurnin sé lítil enda þjónustan aðeins opin til 17 eins og fyrr segir. „Við reyndum eitt árið að fá sjálfboðaliða til að skutla og sækja en það tók of langan tíma þannig að við höfum í rauninni ekki getað spáð í því. Fólk verður því annaðhvort að reyna að redda sér einhvern veginn eða þá bara ekki koma. Það er bara þannig,“ segir Hjördís. Um 250 manns hafa skráð sig í jólamat Hjálpræðishersins. Skráning hefur verið í gangi allan desember og var henni lokað á þriðjudag. Hjördís segir fjöldann svipaðan og undanfarin ár. „Þetta er jaðarsett fólk sem kemur til okkar. Fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun,“ segir Hjördís. Hælisleitendur og flóttafólk eru stækkandi hópur sem fagnar jólum með hernum en samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun eru yfir 600 hælisleitendur í þjónustu hjá stofnuninni og sveitarfélögum í Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ í dag. Þar af eru um 140 börn. Jólaveislan fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur eins og undanfarin tvö ár. „Þetta er eini styrkur borgarinnar til hersins, að leyfa okkur að vera í salnum á jólum,“ segir Hjördís. Á undan jólamatnum stendur herinn fyrir jólaballi í salnum og hefst það klukkan fjögur. Borðhaldið hefst svo þegar jólin ganga í garð, klukkan 18. Þegar Fréttablaðið ræddi við Hjördísi var verið að sækja síðustu aðföng til veislunnar og undirbúningur hennar langt kominn, búið að pakka inn gjöfum sem verða bæði gefnar í jólagleðinni í Ráðhúsinu en herinn fer einnig með gjafir í fangelsin, upp í Víðines og í fleiri búsetukjarna og gistiskýli.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Strætó Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira