Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2018 19:00 Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. Samkvæmt Isavia hefur gefið út bráðabirgðaspá fyrir fyrstu þrjá mánuði á næsta ári. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að farþegum fækki alls um níu komma sex prósent á næsta ári. Vefurinn turisti.is sagði fyrst frá málinu. Ef það verður tilfellið fækkar um allt að 1800 farþega á degi hverjum. Tölurnar segja alls ekkert til um hvernig málin þróast út árið að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Þetta er spá sem ber að taka þannig. Það var t.d. búist við ákveðinni fækkun á þessu ári sem stóðst svo ekki. Yfirleitt gefur Isavia út spá fyrir allt árið en nú nær hún aðeins til þriggja mánaða því það er svo mikil hreyfing í flugmálum hér á landi og þetta hefur allt áhrif. Við fylgjumst með en höfum ekki gríðarlegar áhyggjur,“ segir Inga Hlín. Desember kemur hins vegar afar vel út og enn eitt árið verður slegið met í fjölda ferðamanna yfir jólin. Enda hefur Reykjavík nokkrum sinnum verið útnefnd einn af bestu áfangastöðum yfir jólin af bandaríska fjölmiðlinum CNN. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá að þetta er orðinn áfangastaður sem fólk hugsar til um jól og áramót. Hugsar til okkar vegna jólahefðanna og nú eru jólabækurnar okkar að vekja sífellt meiri eftirtekt erlendis,“ segir Inga Hlín. Ferðamenn sem ætla að dveljast hér á landi um jólin voru í skýjunum með þá ákvörðun þegar fréttastofa ræddi við þá í dag og ræddu um hversu fallegt landið væri, friðsælt og ein bar það saman við einhvers konar leikfangalandi úr bandarískri kvikmynd. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. Samkvæmt Isavia hefur gefið út bráðabirgðaspá fyrir fyrstu þrjá mánuði á næsta ári. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að farþegum fækki alls um níu komma sex prósent á næsta ári. Vefurinn turisti.is sagði fyrst frá málinu. Ef það verður tilfellið fækkar um allt að 1800 farþega á degi hverjum. Tölurnar segja alls ekkert til um hvernig málin þróast út árið að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Þetta er spá sem ber að taka þannig. Það var t.d. búist við ákveðinni fækkun á þessu ári sem stóðst svo ekki. Yfirleitt gefur Isavia út spá fyrir allt árið en nú nær hún aðeins til þriggja mánaða því það er svo mikil hreyfing í flugmálum hér á landi og þetta hefur allt áhrif. Við fylgjumst með en höfum ekki gríðarlegar áhyggjur,“ segir Inga Hlín. Desember kemur hins vegar afar vel út og enn eitt árið verður slegið met í fjölda ferðamanna yfir jólin. Enda hefur Reykjavík nokkrum sinnum verið útnefnd einn af bestu áfangastöðum yfir jólin af bandaríska fjölmiðlinum CNN. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá að þetta er orðinn áfangastaður sem fólk hugsar til um jól og áramót. Hugsar til okkar vegna jólahefðanna og nú eru jólabækurnar okkar að vekja sífellt meiri eftirtekt erlendis,“ segir Inga Hlín. Ferðamenn sem ætla að dveljast hér á landi um jólin voru í skýjunum með þá ákvörðun þegar fréttastofa ræddi við þá í dag og ræddu um hversu fallegt landið væri, friðsælt og ein bar það saman við einhvers konar leikfangalandi úr bandarískri kvikmynd.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira