Forræðishyggja á gamlárskvöld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. desember 2018 12:30 Skógræktarmenn óttast sóðaskap við Hvaleyrarvatn. Fréttablaðið/Ernir „Ef einhverjir hafa áhuga á að fara út fyrir bæinn og vera úti í náttúrunni að skjóta upp þá á bærinn að reyna að þjónusta þann hóp frekar en að banna,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar. Helga er annar tveggja fulltrúa sem greiddu atkvæði á móti þegar umhverfisráðið samþykkti beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um að loka veginum að Hvaleyrarvatni á gamlárskvöld og á þrettándanum. Skógræktarfélagsmenn segja vaxandi hópamyndun við vatnið á þessum tímamótum með slæmri umgengni og mögulegri eldhættu eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. „Sums staðar myndast hópar til þess að skjóta upp og það er rusl víða í bænum eftir ákveðna hópa. Ef íbúar vilja skjóta upp við Hvaleyrarvatn er spurning hvort við ættum ekki að þrífa upp eftir það frekar en að loka,“ segir Helga. Friðþjófur Helgi Karlsson, fulltrúi Samfylkingar, var hinn fulltrúinn í umhverfisráði sem var á móti banninu. Helga tilheyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks Málið var því ekki afgreitt eftir því hverjir tilheyra minnihluta eða meirihluta í bæjarstjórn.Friþjófur segir spurninguna vera þá hvort ekki ætti að loka á fleiri stöðum. „Hvað með Hamarinn þar sem er skotið upp? Fólk safnast saman á þessum tímamótum og fer bara þangað sem það vill. Það er alltaf spurning hvað við eigum að ganga langt í svona – sem er kannski forræðishyggja að einhverju leyti; hvar endar það? Hvar lokum við næst?“ Í beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var óskað eftir mun víðtækari lokun heldur en umhverfisráðið síðan samþykkti. „Við ætlum hér með að óska eftir því að Hvaleyrarvatnsvegi verði lokað milli jóla og nýárs og eitthvað fram í janúar vegna óláta og sóðaskapar sem hefur verið viðloðandi og farið vaxandi á síðastliðnum árum,“ sagði í erindi framkvæmdastjóra félagsins. Kvaðst framkvæmdastjórinn þegar hafa haft samband við lögregluna sem sýnt hafi málinu skilning en bent á bæinn. „Það virðist færast í vöxt að ungmenni fjölmenni að Hvaleyrarvatni til að skjóta upp flugeldum og tertum. Einnig hefur verið safnað drasli í bálkesti og kveikt í. Af þessu hefur skapast mikill sóðaskapur ásamt eld- og slysahættu,“ útskýrði framkvæmdastjórinn. Eins og Friðjón telur Helga eldhættu ekki til staðar á þessum árstíma. Umgengnin hafi vissulega ekki verið góð en það hafi verið á grunni jafnræðisreglu sem hún greiddi atkvæði gegn beiðninni. Fólk eigi að geta farið um þar sem því sýnist. Hún virði hins vegar lýðræðislega niðurstöðu í ráðinu. "Það sem varð ofan á er sjónarmið þeirra sem eru að sinna því ákaflega mikilvæga starfi að vernda þessa náttúruperlu sem svæðið í kring um Hvaleyrarvatn er,“ segir formaðurinn. Hafnarfjörður Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Ef einhverjir hafa áhuga á að fara út fyrir bæinn og vera úti í náttúrunni að skjóta upp þá á bærinn að reyna að þjónusta þann hóp frekar en að banna,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar. Helga er annar tveggja fulltrúa sem greiddu atkvæði á móti þegar umhverfisráðið samþykkti beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um að loka veginum að Hvaleyrarvatni á gamlárskvöld og á þrettándanum. Skógræktarfélagsmenn segja vaxandi hópamyndun við vatnið á þessum tímamótum með slæmri umgengni og mögulegri eldhættu eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. „Sums staðar myndast hópar til þess að skjóta upp og það er rusl víða í bænum eftir ákveðna hópa. Ef íbúar vilja skjóta upp við Hvaleyrarvatn er spurning hvort við ættum ekki að þrífa upp eftir það frekar en að loka,“ segir Helga. Friðþjófur Helgi Karlsson, fulltrúi Samfylkingar, var hinn fulltrúinn í umhverfisráði sem var á móti banninu. Helga tilheyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks Málið var því ekki afgreitt eftir því hverjir tilheyra minnihluta eða meirihluta í bæjarstjórn.Friþjófur segir spurninguna vera þá hvort ekki ætti að loka á fleiri stöðum. „Hvað með Hamarinn þar sem er skotið upp? Fólk safnast saman á þessum tímamótum og fer bara þangað sem það vill. Það er alltaf spurning hvað við eigum að ganga langt í svona – sem er kannski forræðishyggja að einhverju leyti; hvar endar það? Hvar lokum við næst?“ Í beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var óskað eftir mun víðtækari lokun heldur en umhverfisráðið síðan samþykkti. „Við ætlum hér með að óska eftir því að Hvaleyrarvatnsvegi verði lokað milli jóla og nýárs og eitthvað fram í janúar vegna óláta og sóðaskapar sem hefur verið viðloðandi og farið vaxandi á síðastliðnum árum,“ sagði í erindi framkvæmdastjóra félagsins. Kvaðst framkvæmdastjórinn þegar hafa haft samband við lögregluna sem sýnt hafi málinu skilning en bent á bæinn. „Það virðist færast í vöxt að ungmenni fjölmenni að Hvaleyrarvatni til að skjóta upp flugeldum og tertum. Einnig hefur verið safnað drasli í bálkesti og kveikt í. Af þessu hefur skapast mikill sóðaskapur ásamt eld- og slysahættu,“ útskýrði framkvæmdastjórinn. Eins og Friðjón telur Helga eldhættu ekki til staðar á þessum árstíma. Umgengnin hafi vissulega ekki verið góð en það hafi verið á grunni jafnræðisreglu sem hún greiddi atkvæði gegn beiðninni. Fólk eigi að geta farið um þar sem því sýnist. Hún virði hins vegar lýðræðislega niðurstöðu í ráðinu. "Það sem varð ofan á er sjónarmið þeirra sem eru að sinna því ákaflega mikilvæga starfi að vernda þessa náttúruperlu sem svæðið í kring um Hvaleyrarvatn er,“ segir formaðurinn.
Hafnarfjörður Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira