Að sækja í átök Hörður Ægisson skrifar 21. desember 2018 07:00 Hversu oft er hægt að lýsa yfir stríði? Hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar þarf tilefnið oft ekki að vera mikið. Þau ummæli fjármálaráðherra að áform um lækkun tekjuskatts yrðu endurskoðuð ef samið verður um óábyrgar launahækkanir jafngiltu, að mati formanns VR, stríðsyfirlýsingu. Þetta er orðið kunnuglegt stef. Ólíkt þeim sem nú ráða innan stéttarfélaganna – og skeyta lítt um hagfræðileg lögmál – þá ber stjórnvöldum skylda til að gæta að stöðugleika. Verði niðurstaða kjarasamninga í líkingu við þær launakröfur sem verkalýðsfélögin hafa sett fram munu afleiðingarnar birtast í frekari gengisveikingu og enn hærri verðbólgu. Við slíkar aðstæður er það ekki valkostur fyrir ríkisstjórnina og Seðlabankann að sitja aðgerðalaus hjá. Þetta vita flestir. Það kemur því ekki á óvart að samstaðan innan verkalýðshreyfingarinnar sé nú að bresta enda sjá orðið æ fleiri að þeir eiga ekki samleið með þeim sem tala hvað herskáast. Í huga þeirra virðast það vera átökin sem slík, byggt á óljósum hugmyndum um marxískt stéttastríð, sem eru markmiðið fremur en að ná kjarasamningum. Meginþorri almennings veit vel að þessi málstaður gengur í berhögg við hagsmuni launafólks. Hann hefur nú þegar orðið vitni að því á síðustu mánuðum þar sem gengi krónunnar hefur gefið verulega eftir og verðbólga aukist. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur réttilega bent á að „róttækni í orðum“ geti „hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu“. Forystufólk Eflingar og VR getur sagst vera ósammála því að málflutningur þess hafi átt þátt í veikingu krónunnar, án þess að færa fyrir því nein efnisleg rök, en það breytir engu um staðreyndir málsins – heldur opinberar aðeins innantómt lýðskrumið sem þau standa fyrir. Eftir fordæmalausa uppsveiflu eru nú að verða skörp skil og tímabil aðlögunar er hafið. Fyrirtækin halda að sér höndum og væntingar stjórnenda hafa sjaldnast mælst lægri. Í fyrsta sinn í nærri tíu ár gera stjórnendur nú ráð fyrir að þeir þurfi að fækka starfsfólki verulega á næstu árum. Þótt engin ástæða sé til að óttast djúpa niðursveiflu þá er staðan brothætt og vanhugsaðar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði, geta gert hana verri en efni standa til. Aðilar vinnumarkaðarins, bæði fulltrúar vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar, bera þess vegna ríka ábyrgð. Því miður rísa sumir þeirra ekki undir henni og fara fram með ósamrýmanlegar kröfur um tugprósenta launahækkanir á sama tíma og þess er krafist að vextir lækki og verðtrygging verði afnumin. Það er ekki heil brú í þessum málflutningi. Verkefnið sem við stöndum nú frammi fyrir er að eyðileggja ekki árangur liðinna ára. Það er hins vegar ekki, eins og má skilja af fulltrúum helstu verkalýðsfélaganna, að ráðast í pólitískar kerfisbreytingar og umbylta íslensku samfélagi. Til þess voru þeir ekki kjörnir, né hafa til þess nokkurt umboð, ekki fremur en þegar sama fólk bauð sig fram til Alþingis – og með sömu hugmyndir að leiðarljósi – undir merkjum stjórnmálaaflsins Dögunar og hlaut þriggja prósenta fylgi. Staðreyndin er sú, sem forysta hinnar nýju verkalýðshreyfingar mætti stundum hafa hugfast, að eftirspurn eftir hugmyndum hennar er minni en hún heldur. Vonandi finnur hún frið í hjarta yfir jólin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hversu oft er hægt að lýsa yfir stríði? Hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar þarf tilefnið oft ekki að vera mikið. Þau ummæli fjármálaráðherra að áform um lækkun tekjuskatts yrðu endurskoðuð ef samið verður um óábyrgar launahækkanir jafngiltu, að mati formanns VR, stríðsyfirlýsingu. Þetta er orðið kunnuglegt stef. Ólíkt þeim sem nú ráða innan stéttarfélaganna – og skeyta lítt um hagfræðileg lögmál – þá ber stjórnvöldum skylda til að gæta að stöðugleika. Verði niðurstaða kjarasamninga í líkingu við þær launakröfur sem verkalýðsfélögin hafa sett fram munu afleiðingarnar birtast í frekari gengisveikingu og enn hærri verðbólgu. Við slíkar aðstæður er það ekki valkostur fyrir ríkisstjórnina og Seðlabankann að sitja aðgerðalaus hjá. Þetta vita flestir. Það kemur því ekki á óvart að samstaðan innan verkalýðshreyfingarinnar sé nú að bresta enda sjá orðið æ fleiri að þeir eiga ekki samleið með þeim sem tala hvað herskáast. Í huga þeirra virðast það vera átökin sem slík, byggt á óljósum hugmyndum um marxískt stéttastríð, sem eru markmiðið fremur en að ná kjarasamningum. Meginþorri almennings veit vel að þessi málstaður gengur í berhögg við hagsmuni launafólks. Hann hefur nú þegar orðið vitni að því á síðustu mánuðum þar sem gengi krónunnar hefur gefið verulega eftir og verðbólga aukist. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur réttilega bent á að „róttækni í orðum“ geti „hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu“. Forystufólk Eflingar og VR getur sagst vera ósammála því að málflutningur þess hafi átt þátt í veikingu krónunnar, án þess að færa fyrir því nein efnisleg rök, en það breytir engu um staðreyndir málsins – heldur opinberar aðeins innantómt lýðskrumið sem þau standa fyrir. Eftir fordæmalausa uppsveiflu eru nú að verða skörp skil og tímabil aðlögunar er hafið. Fyrirtækin halda að sér höndum og væntingar stjórnenda hafa sjaldnast mælst lægri. Í fyrsta sinn í nærri tíu ár gera stjórnendur nú ráð fyrir að þeir þurfi að fækka starfsfólki verulega á næstu árum. Þótt engin ástæða sé til að óttast djúpa niðursveiflu þá er staðan brothætt og vanhugsaðar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði, geta gert hana verri en efni standa til. Aðilar vinnumarkaðarins, bæði fulltrúar vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar, bera þess vegna ríka ábyrgð. Því miður rísa sumir þeirra ekki undir henni og fara fram með ósamrýmanlegar kröfur um tugprósenta launahækkanir á sama tíma og þess er krafist að vextir lækki og verðtrygging verði afnumin. Það er ekki heil brú í þessum málflutningi. Verkefnið sem við stöndum nú frammi fyrir er að eyðileggja ekki árangur liðinna ára. Það er hins vegar ekki, eins og má skilja af fulltrúum helstu verkalýðsfélaganna, að ráðast í pólitískar kerfisbreytingar og umbylta íslensku samfélagi. Til þess voru þeir ekki kjörnir, né hafa til þess nokkurt umboð, ekki fremur en þegar sama fólk bauð sig fram til Alþingis – og með sömu hugmyndir að leiðarljósi – undir merkjum stjórnmálaaflsins Dögunar og hlaut þriggja prósenta fylgi. Staðreyndin er sú, sem forysta hinnar nýju verkalýðshreyfingar mætti stundum hafa hugfast, að eftirspurn eftir hugmyndum hennar er minni en hún heldur. Vonandi finnur hún frið í hjarta yfir jólin.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun