Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2018 15:58 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Stöð 2 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið svokallaða ítarlega og að hún fari vandlega yfir málið. „Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt að borgarráð kallaði eftir heildarúttekt á þessu því við eigum ekki að venjast því að farið sé fram úr fjárheimildum án þess að umboðs sé leitað. Það sem vekur athygli er að það er fleira en eitt og fleira en tvennt sem fer úrskeiðis. Það er mjög margt sem er ekki eins og það á að vera. Nú bíður okkar það verkefni að fara í umbætur til að tryggja að þetta gerist ekki aftur. Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar, hlýtur harða útreið í skýrslunni fyrir að gæta ekki aðhalds og sinna ekki upplýsingagjöf um verkið til sinna yfirmanna. Er það niðurstaða Innri endurskoðunar að sveitarstjórnarlög voru brotin í málinu og reglur borgarinnar. Segir Innri endurskoðun Braggann hafa týnst á milli stórra verkefna og öðlast sjálfstætt líf án eftirlits. Klippa: Borgarstjóri finnur til ábyrgðar í braggamálinuSegir skýrsluna bæta litlu við um ábyrgð Dagur var spurður að loknum kynningarfundi skýrslunnar hvort einhver þurfi að sæta ábyrgð vegna málsins. Sagði Dagur að frá því málið komst í hámæli hafa þeir sem höfðu umsjón með verkinu gengist við ábyrgð sinni og ekki hafi bæst mikið við það í skýrslunni. „En þó lítur þetta ekki bara að einstaklingum eða embættum heldur líka þeim ferlum sem við höfum til að gefa borgarstjóra og borgarráði glögga mynd af því ef það stefnir í framúrkeyrslu. Þarna eru ýmis umbótarverkefni sem við sjáum fyrir okkur að þurfi að ráðast í til að stjórnsýsla Reykjavíkurborgar varðandi utanumhald um öll verkefni sé til fyrirmyndar.“Bragginn í Nauthólsvík.Vísir/VilhelmFinnur til ábyrgðar Dagur sagðist aðspurður finna til ábyrgðar. „Ég er æðsti embættismaður borgarinnar. Ég er ekki sáttur þegar verkefni fara fram úr og ég finn til ábyrgðar gagnvart því að þetta verði ekki bara einhver skýrsla um Nauthólsveg 100 heldur að við förum nú saman, ég, formaður borgarráðs og fulltrúi minnihlutans, í það að gera tillögur að nauðsynlegum umbótum þannig að við lærum af þessum og tryggjum að svona gerist ekki aftur.“ Spurður hvort hann telji að álíka mál eigi sér stað í borgarkerfinu þessa stundina sagði Dagur borgaryfirvöld fara reglulega yfir fjárfestingar. „Og eitt af því sem þessi umræða hefur leitt af sér, ekki bara hjá borginni, heldur líka hjá ríkinu og mjög víða, er að framúrkeyrslur og kostnaðareftirlit er mjög mikið í umræðunni. Ég finn fyrir miklum metnaði hjá borgarráði og öllum borgarfulltrúum og borgarkerfinu að fara yfir mál. Við vitum að það getur komið upp að eitthvað óvænt gerist og það þarf að verja meira fé en áætlað var í upphafi en þá er mikilvægt að sækja heimildir til þess, útskýra hvers vegna og gefa þeim sem hafa endanlegt fjárstjórnarvald tækifæri til að kalla eftir endurskoðuðu áætlunum, einhverri nýrri stefnu eða jafnvel að segja stopp.“ Braggamálið Tengdar fréttir Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið svokallaða ítarlega og að hún fari vandlega yfir málið. „Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt að borgarráð kallaði eftir heildarúttekt á þessu því við eigum ekki að venjast því að farið sé fram úr fjárheimildum án þess að umboðs sé leitað. Það sem vekur athygli er að það er fleira en eitt og fleira en tvennt sem fer úrskeiðis. Það er mjög margt sem er ekki eins og það á að vera. Nú bíður okkar það verkefni að fara í umbætur til að tryggja að þetta gerist ekki aftur. Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar, hlýtur harða útreið í skýrslunni fyrir að gæta ekki aðhalds og sinna ekki upplýsingagjöf um verkið til sinna yfirmanna. Er það niðurstaða Innri endurskoðunar að sveitarstjórnarlög voru brotin í málinu og reglur borgarinnar. Segir Innri endurskoðun Braggann hafa týnst á milli stórra verkefna og öðlast sjálfstætt líf án eftirlits. Klippa: Borgarstjóri finnur til ábyrgðar í braggamálinuSegir skýrsluna bæta litlu við um ábyrgð Dagur var spurður að loknum kynningarfundi skýrslunnar hvort einhver þurfi að sæta ábyrgð vegna málsins. Sagði Dagur að frá því málið komst í hámæli hafa þeir sem höfðu umsjón með verkinu gengist við ábyrgð sinni og ekki hafi bæst mikið við það í skýrslunni. „En þó lítur þetta ekki bara að einstaklingum eða embættum heldur líka þeim ferlum sem við höfum til að gefa borgarstjóra og borgarráði glögga mynd af því ef það stefnir í framúrkeyrslu. Þarna eru ýmis umbótarverkefni sem við sjáum fyrir okkur að þurfi að ráðast í til að stjórnsýsla Reykjavíkurborgar varðandi utanumhald um öll verkefni sé til fyrirmyndar.“Bragginn í Nauthólsvík.Vísir/VilhelmFinnur til ábyrgðar Dagur sagðist aðspurður finna til ábyrgðar. „Ég er æðsti embættismaður borgarinnar. Ég er ekki sáttur þegar verkefni fara fram úr og ég finn til ábyrgðar gagnvart því að þetta verði ekki bara einhver skýrsla um Nauthólsveg 100 heldur að við förum nú saman, ég, formaður borgarráðs og fulltrúi minnihlutans, í það að gera tillögur að nauðsynlegum umbótum þannig að við lærum af þessum og tryggjum að svona gerist ekki aftur.“ Spurður hvort hann telji að álíka mál eigi sér stað í borgarkerfinu þessa stundina sagði Dagur borgaryfirvöld fara reglulega yfir fjárfestingar. „Og eitt af því sem þessi umræða hefur leitt af sér, ekki bara hjá borginni, heldur líka hjá ríkinu og mjög víða, er að framúrkeyrslur og kostnaðareftirlit er mjög mikið í umræðunni. Ég finn fyrir miklum metnaði hjá borgarráði og öllum borgarfulltrúum og borgarkerfinu að fara yfir mál. Við vitum að það getur komið upp að eitthvað óvænt gerist og það þarf að verja meira fé en áætlað var í upphafi en þá er mikilvægt að sækja heimildir til þess, útskýra hvers vegna og gefa þeim sem hafa endanlegt fjárstjórnarvald tækifæri til að kalla eftir endurskoðuðu áætlunum, einhverri nýrri stefnu eða jafnvel að segja stopp.“
Braggamálið Tengdar fréttir Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33
Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05