Rússneskur ríkisfjölmiðill braut hlutleysisreglur í umfjöllun um Skrípal Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 12:22 RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og þykir hafa slagsíðu í umfjöllun sem tengist hagsmunum Rússlands. Vísir/Getty Fjölmiðlanefnd Bretlands (Ofcom) hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússneska sjónvarpsstöðin RT hafi brotið hlutleysisreglur sjö sinnum á sex vikum þegar hún fjallaði um taugeiturstilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í vor, Sýrland og Úkraínu. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld.Ofcom telur í úrskurði sínum að umfjöllun miðilsins í mars og apríl, í kjölfar taugaeiturstilræðisins gegn Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu, hafi verið alvarlegt brot á breskum útvarpsreglum. Markmið stöðvarinnar sé að koma með annað sjónarhorn á fréttir, ekki síst þær sem tengjast Rússlandi. Stöðin hefði viðurkennt að það þýddi ekki að hún ætti að segja frá rússneskum sjónarmiðum eins og þau væru þau einu sem til væru. Nefndin hefur tilkynnt RT að hún íhugi að beita fyrirtækið refsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur heimildir til að þvinga fjölmiðla til að birta úrskurði sína og jafnvel til að afturkalla útsendingaleyfi.Greindu ekki nægilega frá andstæðum sjónarmiðum Bresk stjórnvöld hafa sakað ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta um að hafa staðið að baki tilræðinu gegn Skrípal-feðginunum í Salisbury í mars. Því hafa Rússar neitað harðlega. Önnur vestræn ríki hafa stutt ásakanir Breta. Úrskurður Ofcom varðar meðal annars tvö tilfelli þar sem Skrípaltilræðið var rætt, þar á meðal í umræðuþættinum Spútnik sem George Galloway, breskur fyrrverandi þingmaður, stýrði. Þar ræddi Galloway við fyrrverandi ráðgjafa Kremlarstjórnar um hversu ólíklegt þeir teldu að Pútín forseti hefði skipað fyrir um morð á Skrípal. Í hinum tilfellunum var fjallað um afstöðu úkraínskra stjórnvalda til nasismans og meðferð hennar á rómafólki annars vegar og átökin í Sýrlandi hins vegar. Ofcom taldi að RT hefði ekki greint nægilega frá andmælum við gagnrýni á úkraínsk stjórnvöld og hefði fjallað einhliða um málefni Sýrlands. Fulltrúar RT segjast vonsviknir með niðurstöðu Ofcom og þeir ætli að ákveða næstu skref bráðlega. Gagnrýndu þeir nefndina fyrir að taka ekki nægilegt tillit til andmæla þeirra. Í andsvörum sínum til nefndarinnar færðu þeir meðal annars rök fyrir því að áhorfendur sínir fengju að heyra rússnesk sjónarmið „ósíuð af bresku útvarpi“ þegar kæmi að málum sem tengdust ágreiningi á milli breskra og rússneskra stjórnvalda.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá einn af þáttunum sem Ofcom taldi að hefði brotið gegn reglum um hlutleysi. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Fjölmiðlanefnd Bretlands (Ofcom) hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússneska sjónvarpsstöðin RT hafi brotið hlutleysisreglur sjö sinnum á sex vikum þegar hún fjallaði um taugeiturstilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í vor, Sýrland og Úkraínu. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld.Ofcom telur í úrskurði sínum að umfjöllun miðilsins í mars og apríl, í kjölfar taugaeiturstilræðisins gegn Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu, hafi verið alvarlegt brot á breskum útvarpsreglum. Markmið stöðvarinnar sé að koma með annað sjónarhorn á fréttir, ekki síst þær sem tengjast Rússlandi. Stöðin hefði viðurkennt að það þýddi ekki að hún ætti að segja frá rússneskum sjónarmiðum eins og þau væru þau einu sem til væru. Nefndin hefur tilkynnt RT að hún íhugi að beita fyrirtækið refsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur heimildir til að þvinga fjölmiðla til að birta úrskurði sína og jafnvel til að afturkalla útsendingaleyfi.Greindu ekki nægilega frá andstæðum sjónarmiðum Bresk stjórnvöld hafa sakað ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta um að hafa staðið að baki tilræðinu gegn Skrípal-feðginunum í Salisbury í mars. Því hafa Rússar neitað harðlega. Önnur vestræn ríki hafa stutt ásakanir Breta. Úrskurður Ofcom varðar meðal annars tvö tilfelli þar sem Skrípaltilræðið var rætt, þar á meðal í umræðuþættinum Spútnik sem George Galloway, breskur fyrrverandi þingmaður, stýrði. Þar ræddi Galloway við fyrrverandi ráðgjafa Kremlarstjórnar um hversu ólíklegt þeir teldu að Pútín forseti hefði skipað fyrir um morð á Skrípal. Í hinum tilfellunum var fjallað um afstöðu úkraínskra stjórnvalda til nasismans og meðferð hennar á rómafólki annars vegar og átökin í Sýrlandi hins vegar. Ofcom taldi að RT hefði ekki greint nægilega frá andmælum við gagnrýni á úkraínsk stjórnvöld og hefði fjallað einhliða um málefni Sýrlands. Fulltrúar RT segjast vonsviknir með niðurstöðu Ofcom og þeir ætli að ákveða næstu skref bráðlega. Gagnrýndu þeir nefndina fyrir að taka ekki nægilegt tillit til andmæla þeirra. Í andsvörum sínum til nefndarinnar færðu þeir meðal annars rök fyrir því að áhorfendur sínir fengju að heyra rússnesk sjónarmið „ósíuð af bresku útvarpi“ þegar kæmi að málum sem tengdust ágreiningi á milli breskra og rússneskra stjórnvalda.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá einn af þáttunum sem Ofcom taldi að hefði brotið gegn reglum um hlutleysi.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira