Rigning og rok á jólum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. desember 2018 07:30 Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur. Fréttablaðið/GVA „Eins og spárnar líta út núna verður örugglega betra veður á Tenerífe og Flórída en hér,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um jólaveðrið í ár. Birta lætur þess þó getið að hún hafi ekki kynnt sér spár syðra yfir hátíðirnar en þúsundir Íslendinga verja jólum í sól og blíðu á Tenerife, í Flórída og á Kanaríeyjum. „Suðlægar áttir, rigning um vestanvert landið og hiti á bilinu tvö til sjö stig. Þau gögn sem við erum með núna benda til þess að þetta verði jólaveðrið, en hversu mikla rigningu og mikinn vind við fáum er hins vegar óráðið á þessari stundu,“ segir Birta en tekur fram að spárnar séu frekar óstöðugar en bendi þó allar í áttina að suðlægum áttum og rigningu. Sjálf er Birta ekki með skreytingar úti við og hefur ekki áhyggjur af inniseríunum sínum að svo stöddu. „Það er of snemmt að spá um það núna hversu mikil rigningin verður og hversu hvasst en ef verstu spárnar rætast þá gæti ýmislegt farið að fjúka,“ segir Birta en telur þó alls ekki raunhæft að vara við slíku á þessari stundu vegna þess hve óstöðugar spárnar eru. „Ég myndi ekki fara að naglfesta seríurnar mínar innanhúss fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.“ Sé litið á björtu hliðarnar segir Birta að veðrið um helgina verði nokkuð fallegt gangi spár eftir og hiti um frostmark um mestallt land. Landsmenn ættu því ekki að þurfa að þola rok og rigningu á hápunkti jólastressins. Ekki fari að þykkna upp fyrr en á aðfangadag og búast megi við þungbúnu veðri bæði á aðfangadag og jóladag með rigningu sérstaklega um vestanvert landið. Helst sé von til þess að það haldist þurrt um austanvert landið en enginn jólasnjór er í kortunum sama í hvaða landshorn er litið. Birta hefur ekki kannað hversu langt menn þurfi að ferðast til þess að komast í besta jólaveðrið. „Það fer náttúrulega eftir því hvort þú vilt hita og blíðu eða kulda og jólasnjó. Ef þú vilt fá snjó og hægan vind, ég veit ekki, kannski Síbería? Það er oft hæðasvæði þar yfir á veturna og mjög kalt.“ Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
„Eins og spárnar líta út núna verður örugglega betra veður á Tenerífe og Flórída en hér,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um jólaveðrið í ár. Birta lætur þess þó getið að hún hafi ekki kynnt sér spár syðra yfir hátíðirnar en þúsundir Íslendinga verja jólum í sól og blíðu á Tenerife, í Flórída og á Kanaríeyjum. „Suðlægar áttir, rigning um vestanvert landið og hiti á bilinu tvö til sjö stig. Þau gögn sem við erum með núna benda til þess að þetta verði jólaveðrið, en hversu mikla rigningu og mikinn vind við fáum er hins vegar óráðið á þessari stundu,“ segir Birta en tekur fram að spárnar séu frekar óstöðugar en bendi þó allar í áttina að suðlægum áttum og rigningu. Sjálf er Birta ekki með skreytingar úti við og hefur ekki áhyggjur af inniseríunum sínum að svo stöddu. „Það er of snemmt að spá um það núna hversu mikil rigningin verður og hversu hvasst en ef verstu spárnar rætast þá gæti ýmislegt farið að fjúka,“ segir Birta en telur þó alls ekki raunhæft að vara við slíku á þessari stundu vegna þess hve óstöðugar spárnar eru. „Ég myndi ekki fara að naglfesta seríurnar mínar innanhúss fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.“ Sé litið á björtu hliðarnar segir Birta að veðrið um helgina verði nokkuð fallegt gangi spár eftir og hiti um frostmark um mestallt land. Landsmenn ættu því ekki að þurfa að þola rok og rigningu á hápunkti jólastressins. Ekki fari að þykkna upp fyrr en á aðfangadag og búast megi við þungbúnu veðri bæði á aðfangadag og jóladag með rigningu sérstaklega um vestanvert landið. Helst sé von til þess að það haldist þurrt um austanvert landið en enginn jólasnjór er í kortunum sama í hvaða landshorn er litið. Birta hefur ekki kannað hversu langt menn þurfi að ferðast til þess að komast í besta jólaveðrið. „Það fer náttúrulega eftir því hvort þú vilt hita og blíðu eða kulda og jólasnjó. Ef þú vilt fá snjó og hægan vind, ég veit ekki, kannski Síbería? Það er oft hæðasvæði þar yfir á veturna og mjög kalt.“
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira