Bára Halldórsdóttir maður ársins: „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott“ Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa 31. desember 2018 11:30 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Kristófer Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti er maður ársins 2018 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Bára öðlaðist landsfrægð þegar hún steig fram og upplýsti að hún hefði tekið upp samtal þingmanna á Klaustur bar. Bára kom upptöku af samtalinu í hendur fjölmiðla sem fluttu fréttir af því. Samtalið gekk fram af fólki en konur, hinsegin fólk og kollegar á Alþingi fengu holskeflu svívirðinga yfir sig. Tveir þingmenn Miðflokksins stigu tímabundið til hliðar í kjölfar þess og tveimur þingmönnum Flokks fólksins var vikið úr flokknum. Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa dregið Báru, sem er fötluð hinsegin kona, fyrir dómstóla vegna upptökunnar og er málið til meðferðar hjá Landsrétti.Sjá einnig: Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Tæplega sjö þúsund tilnefningar bárust og kusu lesendur svo á milli tíu einstaklinga. Kosningin var afar spennandi en Bára hlaut um 3800 atkvæði eða 21% af þeim rúmlega 18.500 atkvæðum sem greidd voru. Næst á eftir Báru komu Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn með 19% atkvæða og Bára Tómasdóttir, sem stóð fyrir herferðinni Ég á bara eitt líf, með 14% atkvæða.Þeir sem voru einnig tilnefndir: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Benedikt Erlingsson, leikstjóri Kona fer í stríð, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningamálaráðherra, Einar Hansberg Árnason, sem reri 500 kílómetra innan 50 klukkustunda til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur, Elísabet Margeirsdóttir, langhlaupakona, og Guðrún Björt Yngvadóttir.Fréttastofa Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis velur sömuleiðis mann ársins en tilkynnt verður hver hreppir hnossið í Kryddsíldinni í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 14. Bára mætti í Reykjavík Árdegis klukkan hálf tólf í dag og tók við viðurkenningunni. Þar sagðist henni finnast hún hafa gert eitthvað gott og sagðist ekki hafa orðið fyrir áreiti vegna upptökunnar. Þess í stað hefðu viðbrögðin verið jákvæð í nánast alla staði. „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott og greinilega einhverjum öðrum líka,“ sagði Bára. Hún sagði fólk hafa stoppað hana út á götu og þakkað henni fyrir. Sagði hún frá því að hún hefði átt erfitt með að komast í gegnum IKEA vegna fólks sem stoppaði hana og færði henni jákvæð skilaboð. Það hefði verið alveg yndislegt. Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45 Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti er maður ársins 2018 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Bára öðlaðist landsfrægð þegar hún steig fram og upplýsti að hún hefði tekið upp samtal þingmanna á Klaustur bar. Bára kom upptöku af samtalinu í hendur fjölmiðla sem fluttu fréttir af því. Samtalið gekk fram af fólki en konur, hinsegin fólk og kollegar á Alþingi fengu holskeflu svívirðinga yfir sig. Tveir þingmenn Miðflokksins stigu tímabundið til hliðar í kjölfar þess og tveimur þingmönnum Flokks fólksins var vikið úr flokknum. Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa dregið Báru, sem er fötluð hinsegin kona, fyrir dómstóla vegna upptökunnar og er málið til meðferðar hjá Landsrétti.Sjá einnig: Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Tæplega sjö þúsund tilnefningar bárust og kusu lesendur svo á milli tíu einstaklinga. Kosningin var afar spennandi en Bára hlaut um 3800 atkvæði eða 21% af þeim rúmlega 18.500 atkvæðum sem greidd voru. Næst á eftir Báru komu Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn með 19% atkvæða og Bára Tómasdóttir, sem stóð fyrir herferðinni Ég á bara eitt líf, með 14% atkvæða.Þeir sem voru einnig tilnefndir: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Benedikt Erlingsson, leikstjóri Kona fer í stríð, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningamálaráðherra, Einar Hansberg Árnason, sem reri 500 kílómetra innan 50 klukkustunda til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur, Elísabet Margeirsdóttir, langhlaupakona, og Guðrún Björt Yngvadóttir.Fréttastofa Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis velur sömuleiðis mann ársins en tilkynnt verður hver hreppir hnossið í Kryddsíldinni í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 14. Bára mætti í Reykjavík Árdegis klukkan hálf tólf í dag og tók við viðurkenningunni. Þar sagðist henni finnast hún hafa gert eitthvað gott og sagðist ekki hafa orðið fyrir áreiti vegna upptökunnar. Þess í stað hefðu viðbrögðin verið jákvæð í nánast alla staði. „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott og greinilega einhverjum öðrum líka,“ sagði Bára. Hún sagði fólk hafa stoppað hana út á götu og þakkað henni fyrir. Sagði hún frá því að hún hefði átt erfitt með að komast í gegnum IKEA vegna fólks sem stoppaði hana og færði henni jákvæð skilaboð. Það hefði verið alveg yndislegt.
Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45 Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45
Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45