Bæjarstjórinn segir mjög gott hljóð í íbúum Árborgar vegna alþjóðaflugvallar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2019 21:00 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir mjög gott hljóð í íbúum sveitarfélagsins vegna hugmyndar um að byggja alþjóðaflugvöll á mýrinni við Stokkseyri, en málið hefur verið kynnt fyrir landeigendum. Völlurinn yrði með þriggja kílómetra braut, á tveggja og hálfs ferkílómetra svæði og gæti kostað um 150 milljarða króna. Það var þétt skipaður bekkurinn í Ráðhúsi Árborgar síðdegis í gær þar sem landeigendur voru boðaðir á fund þar sem hugmyndin um nýja alþjóðaflugvöllinn var kynnt. Það eru bræðurnir Andri Björgvin og Sigtryggur Arnþórssynir, báðir lögfræðingar og Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali sem eru forsvarsmenn verkefnisins. Þeir segja að það mikilvægasta í málinu núna sé að fá viljayfirlýsingu frá Árborg um að farið verði í að kanna með alla möguleika verkefnisins. „Það er í rauninni grundvöllurinn, við erum ekki að fara að bora þarna eða setja niður veðurathugunarstöðvar í vanþökk sveitarfélagsins“, segir Andri Björgvin. „Ég geri ráði fyrir að viðskiptaáætlun yrði mjög jákvæð og veðurfarsathuganir verði mjög jákvæðar. Það er svolítið flókið varðandi jarðveginn, það þarf að skipta þarna út gríðarlegum jarðvegi til þess að gera þetta og svo er það náttúrulega umhverfismatið og afstaða íbúanna, það eru óljósu þættirnir held ég“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.En hvernig er hljóðið í íbúum varðandi flugvöllinn?„Það er mjög gott hljóð í íbúum finnst mér, mikill áhugi á að þetta verði skoðað.“Fjölmenni sótti fundinn þar sem skipst var á skoðunum á kostum og göllum flugvallarins í Árborg.Magnús HlynurÁætlanir gera ráð fyrir einni þriggja kílómetra flugbraut og nefnt var á fundinum að kostnaður við flugvöllinn gæti verið um 150 milljarðar króna. Það er þó alveg ljóst að mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa um flugvöllinn, ekki síst hjá þeim sem búa á Stokkseyri og þar í kring. Guðnýju Rúnu Bjarkarsdóttir, íbúa á Stokkseyri, finnst hugmyndin um alþjóðaflugvöll í Stokkseyrarmýri galin. „Mér finnst hún frekar galin já, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga hlut að máli. Ég held að fólki lítist ekkert allt of vel á það að vera með þotuumferð yfir höfðinu á sér, flugvélar, sem eru að lenda og taka á loft, en ég tala að sjálfsögðu ekki fyrir aðra, en mér finnst að það eigi að bera málið undir okkur sem búum þarna“, segir Guðný. Páll Bjarnason, verkfræðingur hjá Eflu bendir hér á hugsanlega staðsetningu flugvallarins verði af byggingu hans í Stokkseyrarmýri.Ingimar Baldvinsson, sem rekur hestamiðstöðina Hólaborg rétt við Stokkseyri, er ánægður með hugmyndina að flugvellinum þó hann vilji ekki sjá hann í Stokkseyrarmýri, heldur frekar rétt hjá gatnamótum Eyrarbakka og Stokkseyrar þar sem er land í eigu Árborgar og ríkisins, sem afmarkast af Hraunsá í austri og hreppamarkaskurði í norður. „Mér finnst bara frábært að menn séu með svona hugmyndir og mjög gaman af því að fá stórar hugmyndir um nýjan flugvöll, það er sannarlega þörf á því,“ segir Ingimar.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg sem segir hljóðið mjög gott í íbúum sveitarfélagsins gagnvart hugmyndinni um bygginu alþjóðaflugvallar í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Árborg Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir mjög gott hljóð í íbúum sveitarfélagsins vegna hugmyndar um að byggja alþjóðaflugvöll á mýrinni við Stokkseyri, en málið hefur verið kynnt fyrir landeigendum. Völlurinn yrði með þriggja kílómetra braut, á tveggja og hálfs ferkílómetra svæði og gæti kostað um 150 milljarða króna. Það var þétt skipaður bekkurinn í Ráðhúsi Árborgar síðdegis í gær þar sem landeigendur voru boðaðir á fund þar sem hugmyndin um nýja alþjóðaflugvöllinn var kynnt. Það eru bræðurnir Andri Björgvin og Sigtryggur Arnþórssynir, báðir lögfræðingar og Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali sem eru forsvarsmenn verkefnisins. Þeir segja að það mikilvægasta í málinu núna sé að fá viljayfirlýsingu frá Árborg um að farið verði í að kanna með alla möguleika verkefnisins. „Það er í rauninni grundvöllurinn, við erum ekki að fara að bora þarna eða setja niður veðurathugunarstöðvar í vanþökk sveitarfélagsins“, segir Andri Björgvin. „Ég geri ráði fyrir að viðskiptaáætlun yrði mjög jákvæð og veðurfarsathuganir verði mjög jákvæðar. Það er svolítið flókið varðandi jarðveginn, það þarf að skipta þarna út gríðarlegum jarðvegi til þess að gera þetta og svo er það náttúrulega umhverfismatið og afstaða íbúanna, það eru óljósu þættirnir held ég“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.En hvernig er hljóðið í íbúum varðandi flugvöllinn?„Það er mjög gott hljóð í íbúum finnst mér, mikill áhugi á að þetta verði skoðað.“Fjölmenni sótti fundinn þar sem skipst var á skoðunum á kostum og göllum flugvallarins í Árborg.Magnús HlynurÁætlanir gera ráð fyrir einni þriggja kílómetra flugbraut og nefnt var á fundinum að kostnaður við flugvöllinn gæti verið um 150 milljarðar króna. Það er þó alveg ljóst að mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa um flugvöllinn, ekki síst hjá þeim sem búa á Stokkseyri og þar í kring. Guðnýju Rúnu Bjarkarsdóttir, íbúa á Stokkseyri, finnst hugmyndin um alþjóðaflugvöll í Stokkseyrarmýri galin. „Mér finnst hún frekar galin já, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga hlut að máli. Ég held að fólki lítist ekkert allt of vel á það að vera með þotuumferð yfir höfðinu á sér, flugvélar, sem eru að lenda og taka á loft, en ég tala að sjálfsögðu ekki fyrir aðra, en mér finnst að það eigi að bera málið undir okkur sem búum þarna“, segir Guðný. Páll Bjarnason, verkfræðingur hjá Eflu bendir hér á hugsanlega staðsetningu flugvallarins verði af byggingu hans í Stokkseyrarmýri.Ingimar Baldvinsson, sem rekur hestamiðstöðina Hólaborg rétt við Stokkseyri, er ánægður með hugmyndina að flugvellinum þó hann vilji ekki sjá hann í Stokkseyrarmýri, heldur frekar rétt hjá gatnamótum Eyrarbakka og Stokkseyrar þar sem er land í eigu Árborgar og ríkisins, sem afmarkast af Hraunsá í austri og hreppamarkaskurði í norður. „Mér finnst bara frábært að menn séu með svona hugmyndir og mjög gaman af því að fá stórar hugmyndir um nýjan flugvöll, það er sannarlega þörf á því,“ segir Ingimar.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg sem segir hljóðið mjög gott í íbúum sveitarfélagsins gagnvart hugmyndinni um bygginu alþjóðaflugvallar í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur
Árborg Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira