Braggi allra bragga fyrir og eftir breytingar Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2019 14:53 Myndir Rúnar eru teknar með tíu ára millibili, fyrir og eftir breytingar. Hér getur að líta einstakar myndir eftir Rúnar Gunnarsson ljósmyndara, af bragga allra bragga, þessum sem er í Nauthólsvík og var gerður upp með slíkum myndarbrag að kostnaðurinn rauk uppúr öllu valdi og fram úr öllum áætlunum. Minnihlutinn í borginni vill sjá höfuð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fati vegna málsins og krefst afsagnar. En, það er önnur saga.Eins og sjá má hefur byggingin tekið gríðarlegum breytingum. Hvort þær eru þess virði, það er svo spurningin sem brennur á ýmsum borgarbúanum.rúnar gunnarsson„Ég hef sérstakan áhuga á flugvallarsvæðinu og stríðsminjum. Þá er ég þjakaður af fortíðarþrá og ljósmynda mikið fegurð hins gamla og snjáða. Ekki mikið meira um þetta að segja,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar, sem er fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og reyndar saxófónleikari einnig, hóf sinn feril sem ljósmyndari. Hann var með slæma ljósmyndadellu ungur og réðst til starfa á Alþýðublaðinu sem ljósmyndari árið 1963. Hann dregur oft uppúr pússi sínum gamlar myndir og birtir vinum sínum á Facebook til mikillar ánægju. Sem og nýjar myndir.Rúnar Gunnarsson hefur lengi verið með myndavélina um hálsinn og hann fann í fórum sínum afar athyglisverðar myndir sem hann tók fyrir tíu árum.Lárus ÝmirÍ dag birti hann einstakar myndir sem hann tók af bragganum umdeilda í Nauthólsvík, annars vegar myndir sem Rúnar tók af honum árið 2008 og svo á árinu sem var að líða, 2018 eftir hinar umdeildu endurbætur. Myndirnar eru einstök heimild og þar skiptast menn á skoðunum. Meðal þeirra sem tekur til máls á þeim vettvangi er Friðrik Þór Friðriksson sem kemur fram með athyglisverðan punkt, en Friðrik gerði einmitt stórmyndina Djöflaeyjan, sem gerðist í braggahverfi: „Við buðum Reykjavíkurborg 12 bragga gefins 1996 sem voru listalega ryðmálaðir af Steingrími Þorvaldssyni. En þá þegar var uppi áætlun um að varðveita þessa umtöluðu bragga. Því fór sem fór,“ segir Friðrik. Hér neðar má sjá braggann í gegnum linsuop Rúnars, fyrir rúmum tíu árum.Bragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarsson Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira
Hér getur að líta einstakar myndir eftir Rúnar Gunnarsson ljósmyndara, af bragga allra bragga, þessum sem er í Nauthólsvík og var gerður upp með slíkum myndarbrag að kostnaðurinn rauk uppúr öllu valdi og fram úr öllum áætlunum. Minnihlutinn í borginni vill sjá höfuð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fati vegna málsins og krefst afsagnar. En, það er önnur saga.Eins og sjá má hefur byggingin tekið gríðarlegum breytingum. Hvort þær eru þess virði, það er svo spurningin sem brennur á ýmsum borgarbúanum.rúnar gunnarsson„Ég hef sérstakan áhuga á flugvallarsvæðinu og stríðsminjum. Þá er ég þjakaður af fortíðarþrá og ljósmynda mikið fegurð hins gamla og snjáða. Ekki mikið meira um þetta að segja,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar, sem er fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og reyndar saxófónleikari einnig, hóf sinn feril sem ljósmyndari. Hann var með slæma ljósmyndadellu ungur og réðst til starfa á Alþýðublaðinu sem ljósmyndari árið 1963. Hann dregur oft uppúr pússi sínum gamlar myndir og birtir vinum sínum á Facebook til mikillar ánægju. Sem og nýjar myndir.Rúnar Gunnarsson hefur lengi verið með myndavélina um hálsinn og hann fann í fórum sínum afar athyglisverðar myndir sem hann tók fyrir tíu árum.Lárus ÝmirÍ dag birti hann einstakar myndir sem hann tók af bragganum umdeilda í Nauthólsvík, annars vegar myndir sem Rúnar tók af honum árið 2008 og svo á árinu sem var að líða, 2018 eftir hinar umdeildu endurbætur. Myndirnar eru einstök heimild og þar skiptast menn á skoðunum. Meðal þeirra sem tekur til máls á þeim vettvangi er Friðrik Þór Friðriksson sem kemur fram með athyglisverðan punkt, en Friðrik gerði einmitt stórmyndina Djöflaeyjan, sem gerðist í braggahverfi: „Við buðum Reykjavíkurborg 12 bragga gefins 1996 sem voru listalega ryðmálaðir af Steingrími Þorvaldssyni. En þá þegar var uppi áætlun um að varðveita þessa umtöluðu bragga. Því fór sem fór,“ segir Friðrik. Hér neðar má sjá braggann í gegnum linsuop Rúnars, fyrir rúmum tíu árum.Bragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarsson
Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira
Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33