Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch. Vísir/Bára Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. Stjórn KKÍ ákvað að vísa Twitter-færslu Clinch til Aga- og úrskurðanefndar sambandsins og verður málið líklega tekið fyrir í byrjun næstu viku. Grindvíkingar fengu að vita af þessu í gær og fá að sjálfsögðu sinn andmælarétt í málinu. Málið er óvenjulegt enda er þarna leikmaður að tjá sig um leik sem hann tók ekki þátt í sjálfur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi að stjórn KKÍ hafði ákveðið að nýta sér þennan rétt. „Stjórn KKÍ finnst þarna vera að vega að starfsheiðri dómara, “ sagði Hannes. Hann segir að stjórnin hafi ekki viljað nýta sér þessa heimild sína í gegnum tíðina en að þessu sinni hafi ekki verið hjá því komist. Farið er eftir 14. grein í reglugerð um aga- og úrskurðamál sem sjá má hér fyrir neðan.14. ÓSÆMILEGA FRAMKOMAStjórn og framkvæmdastjóra KKÍ skal vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þegar talað er um opinberlega er átt við alla tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Lewis Clinch spilar með Grindavík og þekkir vel til hér á landi eftir að hafa spilað hér í nokkur tímabil. Hann hafði sterkar skoðanir á stórleik tólftu umferðar Domino´s deildarinnar. Lewis Clinch tjáði sig um dómarana í Reykjanesbæjarslag Keflavíkur og Njarðvíkur á mánudagskvöldið þar sem Njarðvíkingar höfðu betur í hörkuleik. Færstu Lewis Clinch má sjá hér fyrir neðan en þar skrifaði hann: „The refs in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win“ sem er á íslensku:The ref's in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win. — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019„Íslensku dómararnir héldu með Njarðvík í leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Það leit út fyrir að þeir vildu að Njarðvík myndi vinna leikinn.“ Clinch var ekki alveg hættur heldur bætti því við að honum væri í raun alveg saman hver myndi vinna því að hann hataði bæði félögin.Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even. https://t.co/zombFSjGK6 — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019 Lewis Clinch er með 17,8 stig, 4,5 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í 10 leikjum með Grindavík í Domino´s deild karla í vetur. Hann var með 21 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í sigri á Breiðablik á síðasta leik. Hann spilaði líka með Grindavík tímabilið 2013-14 og 2016-17. „Við reynum að sýna því skilning sem sagt er í hita leiksins eða strax eftir leik en þarna er maður að tjá sig sem kemur ekki nálægt leiknum. Það var ekki hægt annað en að senda þetta til Aga- og úrskurðanefndar,“ sagði Hannes. Aga- og úrskurðanefnd tekur væntanlega málið fyrir í byrjun næstu viku. Dominos-deild karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. Stjórn KKÍ ákvað að vísa Twitter-færslu Clinch til Aga- og úrskurðanefndar sambandsins og verður málið líklega tekið fyrir í byrjun næstu viku. Grindvíkingar fengu að vita af þessu í gær og fá að sjálfsögðu sinn andmælarétt í málinu. Málið er óvenjulegt enda er þarna leikmaður að tjá sig um leik sem hann tók ekki þátt í sjálfur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi að stjórn KKÍ hafði ákveðið að nýta sér þennan rétt. „Stjórn KKÍ finnst þarna vera að vega að starfsheiðri dómara, “ sagði Hannes. Hann segir að stjórnin hafi ekki viljað nýta sér þessa heimild sína í gegnum tíðina en að þessu sinni hafi ekki verið hjá því komist. Farið er eftir 14. grein í reglugerð um aga- og úrskurðamál sem sjá má hér fyrir neðan.14. ÓSÆMILEGA FRAMKOMAStjórn og framkvæmdastjóra KKÍ skal vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þegar talað er um opinberlega er átt við alla tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Lewis Clinch spilar með Grindavík og þekkir vel til hér á landi eftir að hafa spilað hér í nokkur tímabil. Hann hafði sterkar skoðanir á stórleik tólftu umferðar Domino´s deildarinnar. Lewis Clinch tjáði sig um dómarana í Reykjanesbæjarslag Keflavíkur og Njarðvíkur á mánudagskvöldið þar sem Njarðvíkingar höfðu betur í hörkuleik. Færstu Lewis Clinch má sjá hér fyrir neðan en þar skrifaði hann: „The refs in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win“ sem er á íslensku:The ref's in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win. — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019„Íslensku dómararnir héldu með Njarðvík í leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Það leit út fyrir að þeir vildu að Njarðvík myndi vinna leikinn.“ Clinch var ekki alveg hættur heldur bætti því við að honum væri í raun alveg saman hver myndi vinna því að hann hataði bæði félögin.Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even. https://t.co/zombFSjGK6 — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019 Lewis Clinch er með 17,8 stig, 4,5 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í 10 leikjum með Grindavík í Domino´s deild karla í vetur. Hann var með 21 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í sigri á Breiðablik á síðasta leik. Hann spilaði líka með Grindavík tímabilið 2013-14 og 2016-17. „Við reynum að sýna því skilning sem sagt er í hita leiksins eða strax eftir leik en þarna er maður að tjá sig sem kemur ekki nálægt leiknum. Það var ekki hægt annað en að senda þetta til Aga- og úrskurðanefndar,“ sagði Hannes. Aga- og úrskurðanefnd tekur væntanlega málið fyrir í byrjun næstu viku.
Dominos-deild karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira