Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 09:02 Hvarf Önnu-Elisabethar er fyrirferðamikið á forsíðum norsku miðlanna. Ekkert hefur spurst til Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, húsmóður og eiginkonu eins ríkasta manns Noregs, í tíu vikur. Lögregla óttast að henni hafi verið rænt en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú.Krefjast milljarðs í rafmynt Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá málinu í morgun. Í frétt blaðsins segir að Falkevik-Hagen hafi horfið af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi utan við Ósló þann 31. október síðastliðinn. Haft er eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn í húsið en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag. Þá hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Talið er að Falkevig-Hagen af verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi utan við Ósló fyrir tíu vikum síðan.Vísir/GettySamkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið rannsakað sem mannrán. Mannræningjarnir eru sagðir hafa haft samband við lögreglu í gegnum netið með kröfu um lausnargjald, níu milljónir evra í rafmynt sem jafngildir um milljarði íslenskra króna. Þá eru þeir sagðir hafa hótað Falkevig-Hagen grófum líkamsmeiðingum verði ekki orðið við kröfum þeirra.Ræningjarnir komust á sporið eftir umfjöllun um ríkidæmið Falkevik-Hagen er 68 ára gömul, gift norska milljarðamæringnum Tom Hagen og á með honum þrjú uppkomin börn. Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir 400 ríkustu einstaklinga Noregs. Í nýlegri umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv er greint frá því að Hagen hafi þénað milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Aftenposten heldur því fram að umfjöllunin hafi kveikt áhuga mannræningjanna á eiginkonu Hagens. Hann kveðst ekki vilja tjá sig um málið fyrr en síðar í dag.Blaðamannafundur um málið síðar í dag Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að alþjóðleg lögregluyfirvöld, Interpol og Europol, komi að rannsókn málsins. Þá er deild norsku lögreglunnar sem sérhæfir sig í mannránum og viðræðum við hryðjuverkamenn einnig viðriðin rannsóknina. Gengið er út frá því að Falkevig-Hagen hafi verið rænt af heimili sínu miðvikudaginn 31. október síðastliðinn. Þá byggir kenning lögreglu á því að ráðist hafi verið á hana inni á baðherbergi í húsinu. Samkvæmt frétt VG fundust skilaboð á vettvangi þar sem sagði að ef haft yrði samband við lögreglu yrði Falkevig-Hagen ráðinn bani. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er málið fyrsta sinnar tegundar í Noregi, þ.e. þar sem mannræningjar krefjast rafmyntar í lausnargjald. Norska lögreglan mun halda blaðamannafund vegna málsins klukkan ellefu í dag að norskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, húsmóður og eiginkonu eins ríkasta manns Noregs, í tíu vikur. Lögregla óttast að henni hafi verið rænt en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú.Krefjast milljarðs í rafmynt Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá málinu í morgun. Í frétt blaðsins segir að Falkevik-Hagen hafi horfið af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi utan við Ósló þann 31. október síðastliðinn. Haft er eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn í húsið en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag. Þá hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Talið er að Falkevig-Hagen af verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi utan við Ósló fyrir tíu vikum síðan.Vísir/GettySamkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið rannsakað sem mannrán. Mannræningjarnir eru sagðir hafa haft samband við lögreglu í gegnum netið með kröfu um lausnargjald, níu milljónir evra í rafmynt sem jafngildir um milljarði íslenskra króna. Þá eru þeir sagðir hafa hótað Falkevig-Hagen grófum líkamsmeiðingum verði ekki orðið við kröfum þeirra.Ræningjarnir komust á sporið eftir umfjöllun um ríkidæmið Falkevik-Hagen er 68 ára gömul, gift norska milljarðamæringnum Tom Hagen og á með honum þrjú uppkomin börn. Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir 400 ríkustu einstaklinga Noregs. Í nýlegri umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv er greint frá því að Hagen hafi þénað milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Aftenposten heldur því fram að umfjöllunin hafi kveikt áhuga mannræningjanna á eiginkonu Hagens. Hann kveðst ekki vilja tjá sig um málið fyrr en síðar í dag.Blaðamannafundur um málið síðar í dag Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að alþjóðleg lögregluyfirvöld, Interpol og Europol, komi að rannsókn málsins. Þá er deild norsku lögreglunnar sem sérhæfir sig í mannránum og viðræðum við hryðjuverkamenn einnig viðriðin rannsóknina. Gengið er út frá því að Falkevig-Hagen hafi verið rænt af heimili sínu miðvikudaginn 31. október síðastliðinn. Þá byggir kenning lögreglu á því að ráðist hafi verið á hana inni á baðherbergi í húsinu. Samkvæmt frétt VG fundust skilaboð á vettvangi þar sem sagði að ef haft yrði samband við lögreglu yrði Falkevig-Hagen ráðinn bani. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er málið fyrsta sinnar tegundar í Noregi, þ.e. þar sem mannræningjar krefjast rafmyntar í lausnargjald. Norska lögreglan mun halda blaðamannafund vegna málsins klukkan ellefu í dag að norskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11