Einhliða umræða um umhverfismál ekki af hinu góða segir orkumálastjóri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 13:01 Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Einhliða umræða um umhverfismál er aldrei af hinu góða að mati orkumálastjóra en hann hefur sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um málflutning aðgerðasinna í umhverfismálum. Sjálfur kveðst hann vera umhverfissinni og hann standi við orð sín.Jólaerindi Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra vakti mikla athygli fyrir jól en þar skrifaði hann meðal annars um „fólkið sem hatar rafmagn,“ fór stórum orðum um kvikmyndina Kona fer í stríð og sagði ákveðnar friðlýsingar geta hindrað hagvaxtarmöguleika. Greinin vakti hörð viðbrögð en sjálfur segist orkumálastjóri fagna umræðunni. „Ég er bara að benda á það að sjálfbærni, samkvæmt þeirri skilgreiningu sem hefur verið notuð um það fyrirbæri, segir að við eigum að taka tillit til náttúrufars og umhverfisáhrifa en um leið samfélags- og hagvaxtaráhrifa,” segir Guðni. Sjá einnig: Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra„Þetta er spurning um það að við erum að byggja upp mannlegt samfélag og sem við höfum gert hér síðastliðin þúsund ár hér á Íslandi það hefur auðvitað haft í för með sér ýmsar breytingar á umhverfi okkar og náttúru eins og þekkt er orðið og við eigum auðvitað að lágmarka það. En við þurfum líka að komast af.“ Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ummæli orkumálastjóra er rithöfundurinn og umhverfisverndarsinninn Andri Snær Magnason sem hefur sagt orkumálastjóra fara með rangfærslur í málflutningi sínum. Því vísar Guðni á bug. „Einhliða skoðun á svona málum hún er aldrei til góðs. Hún getur auðvitað verið réttlætanleg hjá samtökum sem að hafa mjög sterka dagskrá, til dæmis á sviði umhverfismála en hún er ekki fullnægjandi fyrir samfélagslega umræðu,” segir Guðni. Aðspurður segist hann sjálfur vera umhverfissinni. “Já ég er mikill umhverfissinni og hef gaman af því að njóta fagurs umhverfis og vitja náttúrunnar á góðum dögum þannig að það er ekkert spurning um það,” segir Guðni. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30 Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra Segir ofbeldið í Kona fer í stríð vera úrelt og segist eiga erfitt með að hlusta á mótsagnir umhverfisverndarsinna. 18. desember 2018 15:46 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Einhliða umræða um umhverfismál er aldrei af hinu góða að mati orkumálastjóra en hann hefur sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um málflutning aðgerðasinna í umhverfismálum. Sjálfur kveðst hann vera umhverfissinni og hann standi við orð sín.Jólaerindi Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra vakti mikla athygli fyrir jól en þar skrifaði hann meðal annars um „fólkið sem hatar rafmagn,“ fór stórum orðum um kvikmyndina Kona fer í stríð og sagði ákveðnar friðlýsingar geta hindrað hagvaxtarmöguleika. Greinin vakti hörð viðbrögð en sjálfur segist orkumálastjóri fagna umræðunni. „Ég er bara að benda á það að sjálfbærni, samkvæmt þeirri skilgreiningu sem hefur verið notuð um það fyrirbæri, segir að við eigum að taka tillit til náttúrufars og umhverfisáhrifa en um leið samfélags- og hagvaxtaráhrifa,” segir Guðni. Sjá einnig: Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra„Þetta er spurning um það að við erum að byggja upp mannlegt samfélag og sem við höfum gert hér síðastliðin þúsund ár hér á Íslandi það hefur auðvitað haft í för með sér ýmsar breytingar á umhverfi okkar og náttúru eins og þekkt er orðið og við eigum auðvitað að lágmarka það. En við þurfum líka að komast af.“ Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ummæli orkumálastjóra er rithöfundurinn og umhverfisverndarsinninn Andri Snær Magnason sem hefur sagt orkumálastjóra fara með rangfærslur í málflutningi sínum. Því vísar Guðni á bug. „Einhliða skoðun á svona málum hún er aldrei til góðs. Hún getur auðvitað verið réttlætanleg hjá samtökum sem að hafa mjög sterka dagskrá, til dæmis á sviði umhverfismála en hún er ekki fullnægjandi fyrir samfélagslega umræðu,” segir Guðni. Aðspurður segist hann sjálfur vera umhverfissinni. “Já ég er mikill umhverfissinni og hef gaman af því að njóta fagurs umhverfis og vitja náttúrunnar á góðum dögum þannig að það er ekkert spurning um það,” segir Guðni.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30 Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra Segir ofbeldið í Kona fer í stríð vera úrelt og segist eiga erfitt með að hlusta á mótsagnir umhverfisverndarsinna. 18. desember 2018 15:46 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30
Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra Segir ofbeldið í Kona fer í stríð vera úrelt og segist eiga erfitt með að hlusta á mótsagnir umhverfisverndarsinna. 18. desember 2018 15:46