Einhliða umræða um umhverfismál ekki af hinu góða segir orkumálastjóri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 13:01 Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Einhliða umræða um umhverfismál er aldrei af hinu góða að mati orkumálastjóra en hann hefur sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um málflutning aðgerðasinna í umhverfismálum. Sjálfur kveðst hann vera umhverfissinni og hann standi við orð sín.Jólaerindi Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra vakti mikla athygli fyrir jól en þar skrifaði hann meðal annars um „fólkið sem hatar rafmagn,“ fór stórum orðum um kvikmyndina Kona fer í stríð og sagði ákveðnar friðlýsingar geta hindrað hagvaxtarmöguleika. Greinin vakti hörð viðbrögð en sjálfur segist orkumálastjóri fagna umræðunni. „Ég er bara að benda á það að sjálfbærni, samkvæmt þeirri skilgreiningu sem hefur verið notuð um það fyrirbæri, segir að við eigum að taka tillit til náttúrufars og umhverfisáhrifa en um leið samfélags- og hagvaxtaráhrifa,” segir Guðni. Sjá einnig: Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra„Þetta er spurning um það að við erum að byggja upp mannlegt samfélag og sem við höfum gert hér síðastliðin þúsund ár hér á Íslandi það hefur auðvitað haft í för með sér ýmsar breytingar á umhverfi okkar og náttúru eins og þekkt er orðið og við eigum auðvitað að lágmarka það. En við þurfum líka að komast af.“ Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ummæli orkumálastjóra er rithöfundurinn og umhverfisverndarsinninn Andri Snær Magnason sem hefur sagt orkumálastjóra fara með rangfærslur í málflutningi sínum. Því vísar Guðni á bug. „Einhliða skoðun á svona málum hún er aldrei til góðs. Hún getur auðvitað verið réttlætanleg hjá samtökum sem að hafa mjög sterka dagskrá, til dæmis á sviði umhverfismála en hún er ekki fullnægjandi fyrir samfélagslega umræðu,” segir Guðni. Aðspurður segist hann sjálfur vera umhverfissinni. “Já ég er mikill umhverfissinni og hef gaman af því að njóta fagurs umhverfis og vitja náttúrunnar á góðum dögum þannig að það er ekkert spurning um það,” segir Guðni. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30 Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra Segir ofbeldið í Kona fer í stríð vera úrelt og segist eiga erfitt með að hlusta á mótsagnir umhverfisverndarsinna. 18. desember 2018 15:46 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Einhliða umræða um umhverfismál er aldrei af hinu góða að mati orkumálastjóra en hann hefur sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um málflutning aðgerðasinna í umhverfismálum. Sjálfur kveðst hann vera umhverfissinni og hann standi við orð sín.Jólaerindi Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra vakti mikla athygli fyrir jól en þar skrifaði hann meðal annars um „fólkið sem hatar rafmagn,“ fór stórum orðum um kvikmyndina Kona fer í stríð og sagði ákveðnar friðlýsingar geta hindrað hagvaxtarmöguleika. Greinin vakti hörð viðbrögð en sjálfur segist orkumálastjóri fagna umræðunni. „Ég er bara að benda á það að sjálfbærni, samkvæmt þeirri skilgreiningu sem hefur verið notuð um það fyrirbæri, segir að við eigum að taka tillit til náttúrufars og umhverfisáhrifa en um leið samfélags- og hagvaxtaráhrifa,” segir Guðni. Sjá einnig: Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra„Þetta er spurning um það að við erum að byggja upp mannlegt samfélag og sem við höfum gert hér síðastliðin þúsund ár hér á Íslandi það hefur auðvitað haft í för með sér ýmsar breytingar á umhverfi okkar og náttúru eins og þekkt er orðið og við eigum auðvitað að lágmarka það. En við þurfum líka að komast af.“ Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ummæli orkumálastjóra er rithöfundurinn og umhverfisverndarsinninn Andri Snær Magnason sem hefur sagt orkumálastjóra fara með rangfærslur í málflutningi sínum. Því vísar Guðni á bug. „Einhliða skoðun á svona málum hún er aldrei til góðs. Hún getur auðvitað verið réttlætanleg hjá samtökum sem að hafa mjög sterka dagskrá, til dæmis á sviði umhverfismála en hún er ekki fullnægjandi fyrir samfélagslega umræðu,” segir Guðni. Aðspurður segist hann sjálfur vera umhverfissinni. “Já ég er mikill umhverfissinni og hef gaman af því að njóta fagurs umhverfis og vitja náttúrunnar á góðum dögum þannig að það er ekkert spurning um það,” segir Guðni.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30 Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra Segir ofbeldið í Kona fer í stríð vera úrelt og segist eiga erfitt með að hlusta á mótsagnir umhverfisverndarsinna. 18. desember 2018 15:46 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30
Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra Segir ofbeldið í Kona fer í stríð vera úrelt og segist eiga erfitt með að hlusta á mótsagnir umhverfisverndarsinna. 18. desember 2018 15:46