Reka spillingarrannsakendur SÞ úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2019 08:36 Spillingarrannsóknin hefur í auknum mæli beinst að Morales forseta og fjölskyldu hans. Vísir/EPA Stjórnvöld í Gvatemala hafa gefið fulltrúum nefndar Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar spillingu sólahring til að yfirgefa landið. Utanríkisráðherra landsins segir að „misskiliningur“ hafi átt sér stað í rannsókn nefndarinnar á Jimmy Morales forseta. Saksóknarar í Gvatemala hafa sakað Morales um að hafa fjármagnað lögbrot í kosningabaráttu hans árið 2015. Alþjóðleg nefnd gegn refsileysi í Gvatemala (CICIG), sem komið var á fót til að styrkja réttarríkið í landinu árið 2006, hefur reynt að ákæra Morales, að sögn breska ríkisútvarpsins. Upphaflega studdi Morales, sem tók við völdum árið 2016, störf alþjóðlegu nefndarinnar sem hefur tekið þátt í að sækja tugi háttsettra embættismanna og forstjóra til saka. Þegar böndin tóku að berast að honum sjálfum sagðist forsetinn ætla að endurskoða umboð nefndarinnar. Sandra Jovel, utanríkisráðherra Gvatemala, sagði í gær að Morales héldi áfram að berjast gegn spillingu en að „misskilnings“ gætti um rannsókn á málefnum hans. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hitti Jovel í gær. Í yfirlýsingu eftir fundinn sagði Guterres mótmæla harðlega ákvörðun ríkisstjórnar Gvatemala og sagði hana verða að halda sig við alþjóðlega samninga. Gvatemala Mið-Ameríka Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Stjórnvöld í Gvatemala hafa gefið fulltrúum nefndar Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar spillingu sólahring til að yfirgefa landið. Utanríkisráðherra landsins segir að „misskiliningur“ hafi átt sér stað í rannsókn nefndarinnar á Jimmy Morales forseta. Saksóknarar í Gvatemala hafa sakað Morales um að hafa fjármagnað lögbrot í kosningabaráttu hans árið 2015. Alþjóðleg nefnd gegn refsileysi í Gvatemala (CICIG), sem komið var á fót til að styrkja réttarríkið í landinu árið 2006, hefur reynt að ákæra Morales, að sögn breska ríkisútvarpsins. Upphaflega studdi Morales, sem tók við völdum árið 2016, störf alþjóðlegu nefndarinnar sem hefur tekið þátt í að sækja tugi háttsettra embættismanna og forstjóra til saka. Þegar böndin tóku að berast að honum sjálfum sagðist forsetinn ætla að endurskoða umboð nefndarinnar. Sandra Jovel, utanríkisráðherra Gvatemala, sagði í gær að Morales héldi áfram að berjast gegn spillingu en að „misskilnings“ gætti um rannsókn á málefnum hans. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hitti Jovel í gær. Í yfirlýsingu eftir fundinn sagði Guterres mótmæla harðlega ákvörðun ríkisstjórnar Gvatemala og sagði hana verða að halda sig við alþjóðlega samninga.
Gvatemala Mið-Ameríka Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira