Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 14:07 Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd. Vísir/Getty Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Fyrir breytinguna var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og hún sögð hafa slæm áhrif á þá sem þurfa að fara í margar meðferðir sem er meirihluti þeirra sem hyggjast fara í tæknifrjóvgun. Fólk hefur nú þegar hætt við að fara í meðferð vegna þessa óvænta aukins kostnaðar. Snorri Einarsson, ófrjósemislæknir og yfirlæknir á Livio, segir að það hafi lengi verið þannig að niðurgreiðslur séu talsvert lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. „Grunnreglan er sú að fólk fær aðstoð við að eignast fyrsta barn og fær að fullu niðurgreiddar fyrstu þrjár meðferðirnar og þar að auki allar uppsetningar á frystum fósturvísum. Það er gríðarlegur munur og þetta er fyrir þá sem þurfa að fara í margar meðferðir áður en langþráð barn fæðist, þetta hleypur á mörg hundruð þúsund og alveg upp í milljón.“ Snorri segir að það virðist vanta upp á skilning yfirvalda á sjúkdómnum ófrjósemi. „Líka að til verða fleiri börn sem verða hraustir og virkir þátttakendur í samfélaginu og þetta held ég að fólk sé búið að sjá og er til í að horfa nógu langt fram á veginn á hinum Norðurlöndunum til þess að leyfa sér að styðja við þessa tegund,“ segir Snorri. Aðspurð um það hvers vegna ekki sé horft til nágrannaþjóðanna segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra að þetta snúist um forgangsröðin. „Við erum auðvitað bara að horfa á hvernig við viljum ráðstafa því fé sem við erum að leggja til varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga og mín markmið hafa fyrst og fremst snúið um almenna heilbrigðisþjónustu. Núna um síðustu áramót erum við að falla frá gjaldtöku í heilsugæslunni fyrir öryrkja og aldraða og það er auðvitað ákvörðun sem varðar mjög marga,“ segir Svandís. Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Fyrir breytinguna var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og hún sögð hafa slæm áhrif á þá sem þurfa að fara í margar meðferðir sem er meirihluti þeirra sem hyggjast fara í tæknifrjóvgun. Fólk hefur nú þegar hætt við að fara í meðferð vegna þessa óvænta aukins kostnaðar. Snorri Einarsson, ófrjósemislæknir og yfirlæknir á Livio, segir að það hafi lengi verið þannig að niðurgreiðslur séu talsvert lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. „Grunnreglan er sú að fólk fær aðstoð við að eignast fyrsta barn og fær að fullu niðurgreiddar fyrstu þrjár meðferðirnar og þar að auki allar uppsetningar á frystum fósturvísum. Það er gríðarlegur munur og þetta er fyrir þá sem þurfa að fara í margar meðferðir áður en langþráð barn fæðist, þetta hleypur á mörg hundruð þúsund og alveg upp í milljón.“ Snorri segir að það virðist vanta upp á skilning yfirvalda á sjúkdómnum ófrjósemi. „Líka að til verða fleiri börn sem verða hraustir og virkir þátttakendur í samfélaginu og þetta held ég að fólk sé búið að sjá og er til í að horfa nógu langt fram á veginn á hinum Norðurlöndunum til þess að leyfa sér að styðja við þessa tegund,“ segir Snorri. Aðspurð um það hvers vegna ekki sé horft til nágrannaþjóðanna segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra að þetta snúist um forgangsröðin. „Við erum auðvitað bara að horfa á hvernig við viljum ráðstafa því fé sem við erum að leggja til varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga og mín markmið hafa fyrst og fremst snúið um almenna heilbrigðisþjónustu. Núna um síðustu áramót erum við að falla frá gjaldtöku í heilsugæslunni fyrir öryrkja og aldraða og það er auðvitað ákvörðun sem varðar mjög marga,“ segir Svandís.
Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45