Álfurinn í Kópavogi hættur sölu á sígarettum Andri Eysteinsson skrifar 5. janúar 2019 22:06 Nikótínþurfandi Kópavogsbúar þurfa að leita annað en í Álfinn til að finna sér tóbak. Skjáskot/Facebook/Tómas Guðbjartsson Ísbúðin og söluturninn Álfurinn í Kópavogi hefur hætt sölu á sígarettum. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, segir að ákvörðunin hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarmiði. Lítil álagning á hvern sígarettupakka hafði það í för með sér að ekki eru lengur seldar sígarettur í þessari hverfissjoppu í Kópavogi. Álfurinn, sem stendur gagnstætt Sundlaug Kópavogs, á horni Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar, hætti sölu sígarettna fyrir um einum og hálfum mánuði. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, sagði í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi blundað í honum undanfarin ár. Hákon segir álagningu á hvern sígarettupakka vera það litla að salan skili sér lítið sem ekkert inn í reksturinn. Álagningin á hvern pakka er ekki nema 50-70kr á hvern pakka segir Hákon og bætir við að á meðan hafi Álfurinn setið uppi með lager af sígarettupökkum upp á hundruð þúsunda.Viðskiptavinir leita enn í ísinn og pylsurnar Hákon segir í samtali við fréttastofu að viðskiptavinir hafi upp til hópa tekið vel í ákvörðunina. Reykingafólk jafnt sem reyklausir hafi gefið sig á tal við hann og hrósað honum fyrir að hafa þorað að taka þessa ákvörðun. Fólk hafi jafnvel sagst ætla að hætta að reykja í ljósi þess að sígarettur séu ekki lengur fáanlegar í hverfissjoppunni. Nær ekkert vesen hefur fylgt ákvörðuninni en að sögn Hákonar hefur bara einn viðskiptavinur brugðist ókvæða við sígarettuleysi Álfsins. Hinn reiði viðskiptavinur fékk þó engar sígarettur þrátt fyrir viðbrögðin en var boðinn velkomin aftur hvenær sem er. Hákon segir að ákvörðunin hafi ekki haft neikvæð áhrif á reksturinn, sígarettuleysið fæli pylsu- og ísþyrsta viðskiptavini ekki frá. „Þetta er eins og með annað,“ segir Hákon, „ef fólk vill sígarettur já eða eitthvað heilsufæði, þá þarf það bara að leita annað“.Skora á fleiri sölustaði til að gera slíkt hið sama Hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson er einn þeirra sem hrósar Álfinum fyrir ákvörðunina og segir að fleiri ættu að taka sér hana til fyrirmyndar. Það gerir Hákon einnig og skorar á aðrar sjoppur að hætta sölu tóbaks. Heilbrigðismál Kópavogur Neytendur Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ísbúðin og söluturninn Álfurinn í Kópavogi hefur hætt sölu á sígarettum. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, segir að ákvörðunin hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarmiði. Lítil álagning á hvern sígarettupakka hafði það í för með sér að ekki eru lengur seldar sígarettur í þessari hverfissjoppu í Kópavogi. Álfurinn, sem stendur gagnstætt Sundlaug Kópavogs, á horni Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar, hætti sölu sígarettna fyrir um einum og hálfum mánuði. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, sagði í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi blundað í honum undanfarin ár. Hákon segir álagningu á hvern sígarettupakka vera það litla að salan skili sér lítið sem ekkert inn í reksturinn. Álagningin á hvern pakka er ekki nema 50-70kr á hvern pakka segir Hákon og bætir við að á meðan hafi Álfurinn setið uppi með lager af sígarettupökkum upp á hundruð þúsunda.Viðskiptavinir leita enn í ísinn og pylsurnar Hákon segir í samtali við fréttastofu að viðskiptavinir hafi upp til hópa tekið vel í ákvörðunina. Reykingafólk jafnt sem reyklausir hafi gefið sig á tal við hann og hrósað honum fyrir að hafa þorað að taka þessa ákvörðun. Fólk hafi jafnvel sagst ætla að hætta að reykja í ljósi þess að sígarettur séu ekki lengur fáanlegar í hverfissjoppunni. Nær ekkert vesen hefur fylgt ákvörðuninni en að sögn Hákonar hefur bara einn viðskiptavinur brugðist ókvæða við sígarettuleysi Álfsins. Hinn reiði viðskiptavinur fékk þó engar sígarettur þrátt fyrir viðbrögðin en var boðinn velkomin aftur hvenær sem er. Hákon segir að ákvörðunin hafi ekki haft neikvæð áhrif á reksturinn, sígarettuleysið fæli pylsu- og ísþyrsta viðskiptavini ekki frá. „Þetta er eins og með annað,“ segir Hákon, „ef fólk vill sígarettur já eða eitthvað heilsufæði, þá þarf það bara að leita annað“.Skora á fleiri sölustaði til að gera slíkt hið sama Hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson er einn þeirra sem hrósar Álfinum fyrir ákvörðunina og segir að fleiri ættu að taka sér hana til fyrirmyndar. Það gerir Hákon einnig og skorar á aðrar sjoppur að hætta sölu tóbaks.
Heilbrigðismál Kópavogur Neytendur Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira