Ekkert eftirlit með hjálækningum Sveinn Arnarsson skrifar 5. janúar 2019 07:36 Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Vísir/Getty Barnshafandi kona var hætt komin vegna nálastungumeðferðar sem framkvæmd var utan heilbrigðiskerfisins. Lungu hennar féllu saman eftir að nálum var stungið í brjóstkassa hennar. Ekkert formlegt eftirlit er með skottulæknum og græðurum hvers konar sem telja sig geta læknað einstaklinga af meinum sínum.Ekkert eftirlit er með heilsutengdri starfsemi sem framkvæmd er utan heilbrigðiskerfisins. Þeir sem stunda hjálækningar geta því aðhafst næstum eins og þeim sýnist án eftirlits. Verðandi móðir komst í lífshættu þegar lungu hennar féllu saman þegar hún fór í nálastungumeðferð við meðgönguógleði, komin fimmtán vikur á leið.Sjúkratilfellið er rakið í nýjasta hefti Læknablaðsins en læknarnir Atli Steinn Valgarðsson og TómasGuðbjartsson skrifuðu greinina. Kona á fertugsaldri hafði glímt við ógleði og uppköst og því var reynd nálastungumeðferð utan spítala.Að sögn konunnar var fíngerðumn álum stungið í framanverðan brjóstkassa með þeim afleiðingum að lungun féllu saman. Leitaði hún til bráðamóttöku sjö klukkustundum eftir nálastungumeðferðina.„Nálastungur sem meðferð við ógleði er umdeilt í sjálfu sér,“ segir Atli Steinn sem starfar á skurðdeild Landspítala.„Niðurstöður rannsókna hafa ekki sýnt fram á yfirburði hennar yfir aðrar hefðbundnari lyfjameðferðir. Tvær rannsóknir hafa jafnframt sýnt að árangur nálastungumeðferðar og gervinálastungu sé svipaður. Að okkar mati er mikilvægt að sjúklingar viti af þessum mögulegu aukaverkunum.“Landlæknisembættið virðist ekki hafa neitt eftirlit með sjálfstæðum einstaklingum úti í bæ enda séu þeir ekki heilbrigðisstarfsmenn.Þetta kemur fram í svari Björns Geirs Leifssonar, yfirlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hafi eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum en ekki kuklurum, skottulæknum og öðrum sem stunda hjálækningar.Lög um græðara voru sett árið 2005 með það að markmiði að stuðla að gæðum heilsutengdrar þjónustu græðara og öryggi þeirra sem leita eftir slíkri þjónustu eða nýta sér hana. Í lögunum er kveðið á um að endurskoða ætti lögin innan fimm ára frá gildistöku þeirra því lögin voru í þróun og ekki vitað hvernig til tækist eða hvort markmiðum laganna væri náð.Lögin hafa enn ekki verið endurskoðuð og hefur Landlæknisembættið óskað eftir því að lögin verði endurskoðuð.Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á kvenna- og barnasviði Landspítala, segir nálastungumeðferð sem þessa ekki framkvæmda innan spítalans.„Okkar nálastungumeðferðir eru við verkjum og stingum við í fætur og hendur og mjaðmir. Við höfum ekki leyfi til aðstinga á þessa staði [brjóstkassa] og myndum aldrei beita nálastungumeðferð með þessum hætti,“ segir Ingibjörg. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Barnshafandi kona var hætt komin vegna nálastungumeðferðar sem framkvæmd var utan heilbrigðiskerfisins. Lungu hennar féllu saman eftir að nálum var stungið í brjóstkassa hennar. Ekkert formlegt eftirlit er með skottulæknum og græðurum hvers konar sem telja sig geta læknað einstaklinga af meinum sínum.Ekkert eftirlit er með heilsutengdri starfsemi sem framkvæmd er utan heilbrigðiskerfisins. Þeir sem stunda hjálækningar geta því aðhafst næstum eins og þeim sýnist án eftirlits. Verðandi móðir komst í lífshættu þegar lungu hennar féllu saman þegar hún fór í nálastungumeðferð við meðgönguógleði, komin fimmtán vikur á leið.Sjúkratilfellið er rakið í nýjasta hefti Læknablaðsins en læknarnir Atli Steinn Valgarðsson og TómasGuðbjartsson skrifuðu greinina. Kona á fertugsaldri hafði glímt við ógleði og uppköst og því var reynd nálastungumeðferð utan spítala.Að sögn konunnar var fíngerðumn álum stungið í framanverðan brjóstkassa með þeim afleiðingum að lungun féllu saman. Leitaði hún til bráðamóttöku sjö klukkustundum eftir nálastungumeðferðina.„Nálastungur sem meðferð við ógleði er umdeilt í sjálfu sér,“ segir Atli Steinn sem starfar á skurðdeild Landspítala.„Niðurstöður rannsókna hafa ekki sýnt fram á yfirburði hennar yfir aðrar hefðbundnari lyfjameðferðir. Tvær rannsóknir hafa jafnframt sýnt að árangur nálastungumeðferðar og gervinálastungu sé svipaður. Að okkar mati er mikilvægt að sjúklingar viti af þessum mögulegu aukaverkunum.“Landlæknisembættið virðist ekki hafa neitt eftirlit með sjálfstæðum einstaklingum úti í bæ enda séu þeir ekki heilbrigðisstarfsmenn.Þetta kemur fram í svari Björns Geirs Leifssonar, yfirlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hafi eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum en ekki kuklurum, skottulæknum og öðrum sem stunda hjálækningar.Lög um græðara voru sett árið 2005 með það að markmiði að stuðla að gæðum heilsutengdrar þjónustu græðara og öryggi þeirra sem leita eftir slíkri þjónustu eða nýta sér hana. Í lögunum er kveðið á um að endurskoða ætti lögin innan fimm ára frá gildistöku þeirra því lögin voru í þróun og ekki vitað hvernig til tækist eða hvort markmiðum laganna væri náð.Lögin hafa enn ekki verið endurskoðuð og hefur Landlæknisembættið óskað eftir því að lögin verði endurskoðuð.Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á kvenna- og barnasviði Landspítala, segir nálastungumeðferð sem þessa ekki framkvæmda innan spítalans.„Okkar nálastungumeðferðir eru við verkjum og stingum við í fætur og hendur og mjaðmir. Við höfum ekki leyfi til aðstinga á þessa staði [brjóstkassa] og myndum aldrei beita nálastungumeðferð með þessum hætti,“ segir Ingibjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira