Nútíminn með augum Sjóns árið 1989 Benedikt Bóas skrifar 5. janúar 2019 11:00 Úr DV árið 1989. „Þarna var leiklistardraumurinn að byrja,“ segir Hilmir Snær Guðnason sem lék aðalhlutverkið í verkinu Tóm ást fyrir 30 árum sem Herranótt, leikfélag MR, setti upp. Verkið gerist í fjarlægri framtíð, í Reykjavík árið 2019. Þá lendir ungur geimprins hér í borg og leitar að ástinni. Til að gera langa sögu stutta finnur hann sína heittelskuðu á japönskum veitingastað, svokölluðum sushi-stað. Leikurinn berst síðan frá sólkerfi til sólkerfis, vetrarbraut til vetrarbrautar en fer þó aldrei lengra en í 23. víddina. Þetta var fyrsta leikritið sem Sjón skrifaði. Síðan hefur töluvert vatn runnið til sjávar og mörg verðlaun fallið í hans skaut. Leikstjóri var Kolbrún Halldórsdóttir og Hilmir Snær í aðalhlutverki. Kári Schram kvikmyndagerðarmaður sá um tæknilega hlutann og búningarnir og gervin sem Dominique Poulain sá um vöktu sérstaka athygli. Tónlistina gerði Þór Eldon. „Ég man að þetta var skemmtilegt verk og gekk töluvert lengi. Ég man að það komu krakkar úr öðrum skólum til að kíkja á okkur. Þetta sló alveg í gegn,“ segir Hilmir. „Prinsinn gekk um með hjartsláttarmæli til að finna ástina. Það væri gaman að sjá þetta aftur,“ segir Hilmir en hann gegndi formannsembættinu hjá leikfélaginu það árið. Leikhús Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þarna var leiklistardraumurinn að byrja,“ segir Hilmir Snær Guðnason sem lék aðalhlutverkið í verkinu Tóm ást fyrir 30 árum sem Herranótt, leikfélag MR, setti upp. Verkið gerist í fjarlægri framtíð, í Reykjavík árið 2019. Þá lendir ungur geimprins hér í borg og leitar að ástinni. Til að gera langa sögu stutta finnur hann sína heittelskuðu á japönskum veitingastað, svokölluðum sushi-stað. Leikurinn berst síðan frá sólkerfi til sólkerfis, vetrarbraut til vetrarbrautar en fer þó aldrei lengra en í 23. víddina. Þetta var fyrsta leikritið sem Sjón skrifaði. Síðan hefur töluvert vatn runnið til sjávar og mörg verðlaun fallið í hans skaut. Leikstjóri var Kolbrún Halldórsdóttir og Hilmir Snær í aðalhlutverki. Kári Schram kvikmyndagerðarmaður sá um tæknilega hlutann og búningarnir og gervin sem Dominique Poulain sá um vöktu sérstaka athygli. Tónlistina gerði Þór Eldon. „Ég man að þetta var skemmtilegt verk og gekk töluvert lengi. Ég man að það komu krakkar úr öðrum skólum til að kíkja á okkur. Þetta sló alveg í gegn,“ segir Hilmir. „Prinsinn gekk um með hjartsláttarmæli til að finna ástina. Það væri gaman að sjá þetta aftur,“ segir Hilmir en hann gegndi formannsembættinu hjá leikfélaginu það árið.
Leikhús Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira