Ekkert banaslys á sjó tvö ár í röð er árangur á heimsmælikvarða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2019 21:00 Valmundur Valmundarsson formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Egill Helmingi færri banaslys urðu á sjó hér á landi síðustu tíu ár samanborið við áratuginn á undan. Þá varð enginn mannskaði á sjó síðustu tvö ár sem er í fyrsta skipti sem það gerist hér á landi. Þessi árangur er á heimsmælikvarða að sögn sérfræðinga. Mannskæð sjóslys voru algeng hér á árum áður og í hverjum mánuði, stundum vikulega, mátti sjá og heyra umfjallanir um slík slys í fjölmiðlum. En á árunum 1979 til 1988 voru hundrað fjörutíu og tvö banaslys á sjó. Áratug síðar helmingi færri slík slys og á árunum 1999 til 2008 voru þau tuttugu og þrjú. Síðasta áratug voru þau aftur helmingi færri en áratuginn á undan eða ellefu talsins. Árin 2017 og 2018 hefur ekkert banaslys orðið á sjó. Valmundur Valmundarsson formaður Sjómannasambands Íslands segir algjöra umbyltingu hafa átt sér stað. „Þetta er frábær árangur og mig langar að nefna eitt dæmi. Það muna allir þegar það gaus í heimaey árið 1973 en færri vita að það ár fórust 34 sjómenn á Íslandsmiðum. Miðað við mannfjöldann í dag þá væri þetta eins og að 60 manns hefðu farist,“ segir Valmundur.Þórhildur Elín Elínarsdóttir, kynningarstjóri Samgöngustofu.Vísir/EgillÞá hafi orðið mikil hugarfarsbreyting hjá þjóðinni á þessum tíma. Fyrir 40 árum þótti ekkert tiltökumál þó tugir sjómanna færust á hverju ári. „Þá var manntjónið talinn ákveðinn svona fórnarkostnaður í þessu starfi. En nú fá menn fræðslu og læra að forðast hættuna og vinna með hana í stað þess að taka áhættu þegar eitthvað alvarlegt gerist,“ segir hann. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir ekki sjálfsagt hjá fiskveiðiþjóð að ná slíkum árangri. „Eftir því sem við best vitum hefur þetta ekki gerst áður frá upphafi Íslandsbyggðar. Þessi árangur er farinn að vekja athygli á alþjóðavísu. Þetta er ekki árangur sem önnur fiskveiðiþjóð í heiminum getur státað af í sama mæli þannig að við erum alveg gríðarlega ánægð með þetta,“ segir Þórhildur. Sjávarútvegur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Helmingi færri banaslys urðu á sjó hér á landi síðustu tíu ár samanborið við áratuginn á undan. Þá varð enginn mannskaði á sjó síðustu tvö ár sem er í fyrsta skipti sem það gerist hér á landi. Þessi árangur er á heimsmælikvarða að sögn sérfræðinga. Mannskæð sjóslys voru algeng hér á árum áður og í hverjum mánuði, stundum vikulega, mátti sjá og heyra umfjallanir um slík slys í fjölmiðlum. En á árunum 1979 til 1988 voru hundrað fjörutíu og tvö banaslys á sjó. Áratug síðar helmingi færri slík slys og á árunum 1999 til 2008 voru þau tuttugu og þrjú. Síðasta áratug voru þau aftur helmingi færri en áratuginn á undan eða ellefu talsins. Árin 2017 og 2018 hefur ekkert banaslys orðið á sjó. Valmundur Valmundarsson formaður Sjómannasambands Íslands segir algjöra umbyltingu hafa átt sér stað. „Þetta er frábær árangur og mig langar að nefna eitt dæmi. Það muna allir þegar það gaus í heimaey árið 1973 en færri vita að það ár fórust 34 sjómenn á Íslandsmiðum. Miðað við mannfjöldann í dag þá væri þetta eins og að 60 manns hefðu farist,“ segir Valmundur.Þórhildur Elín Elínarsdóttir, kynningarstjóri Samgöngustofu.Vísir/EgillÞá hafi orðið mikil hugarfarsbreyting hjá þjóðinni á þessum tíma. Fyrir 40 árum þótti ekkert tiltökumál þó tugir sjómanna færust á hverju ári. „Þá var manntjónið talinn ákveðinn svona fórnarkostnaður í þessu starfi. En nú fá menn fræðslu og læra að forðast hættuna og vinna með hana í stað þess að taka áhættu þegar eitthvað alvarlegt gerist,“ segir hann. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir ekki sjálfsagt hjá fiskveiðiþjóð að ná slíkum árangri. „Eftir því sem við best vitum hefur þetta ekki gerst áður frá upphafi Íslandsbyggðar. Þessi árangur er farinn að vekja athygli á alþjóðavísu. Þetta er ekki árangur sem önnur fiskveiðiþjóð í heiminum getur státað af í sama mæli þannig að við erum alveg gríðarlega ánægð með þetta,“ segir Þórhildur.
Sjávarútvegur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira