Mikið um að vera í geimnum á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2019 13:00 SpaceX verður fyrirferðarmikið á árinu, eins og síðustu ár. Vísir/SPACEX Árið 2018 þótti merkilegt fyrir geimferðir og var mikið um að vera. Þó árið 2019 sé einungis ný byrjað hefur mannkynið þó náð tveimur áföngum í geimnum. Bandaríska geimfarið New Horizons hefur flogið fram hjá Ultima Thule, fjarlægasta fyrirbæri sem geimfar hefur kannað. Þá lentu Kínverjar fari á fjarhlið tunglsins og er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert.Stefnt er að því að ná þó nokkrum áföngum á árinu en hér að neðan verður stiklað á stóru yfir það merkilegasta. Þá er vert að taka fram að dagsetningar geta auðveldlega breyst enda er geimskotum og tilraunum frestað reglulega.SpaceX prófar Drekann – 17. janúar Fyrirtækið SpaceX hefur náð miklum árangri í því að skjóta gervihnöttum og birgðum til geimstöðvarinnar á loft með eldflaugum sem hannaðar eru til að lenda aftur á jörðinni. Þannig er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik með tiltölulega litlum kostnaði, samanborið við önnur fyrirtæki sem byggja nýjar eldflaugar fyrir hvert geimskot. Þann 17 janúar ætlar fyrirtækið að skjóta geimfarinu Crew Dragon til geimstöðvarinnar. Geimfar þetta er sérhannað til að bera farþega út í geim. Drekinn er hannaður til að bera allt að sjö geimfara til geimstöðvarinnar og aftur til jarðar.Að þessu sinni verður geimfarið tómt og stendur til að senda það til geimstöðvarinnar, tengja það við stöðina og senda það aftur til jarðarinnar. Geimfarið verður látið lenda í Atlantshafinu. Heppnist þessi tilraun er áætlað að framkvæma mannað tilraunaskot seinna á árinu.Geimförum hefur ekki verið skotið á loft frá Bandaríkjunum frá 2011 og hefur NASA þess í stað treyst á Rússa til að koma geimförum til geimstöðvarinnar.Annað geimfar Indverja til tunglsins Geimvísindastofnun Indlands ætlar að senda annað geimfar til tunglsins og að þessu sinni stendur til að lenda fari á yfirborði tunglsins. Fari þessu er ætlað að lenda á suðurpól tunglsins og gera þar jarðfræðirannsóknir. Síðasta geimfar sem Indverjar sendu til tunglsins fann ummerki um vatn á yfirborðinu. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu á loft í fyrra. Svo var geimskotið fært til 3. janúar en því var frestað aftur. Ekki liggur fyrir hvenær geimskotið verður framkvæmt.Ísraelar reyna að verða fyrri til Ísraelska fyrirtækið SpaceIL ætlar sér einnig að senda geimfar til tunglsins og lenda þar fari. Þetta verður fyrsta geimfar þjóðarinnar sem sent verður til tunglsins og eru vonir til þess að þeir verði þeir fjórðu til að lenda fari á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Til þess þurfa þeir þó að vera á undan Indverjum.Fyrirtækið var stofnað með Google Lunar XPRIZE keppnina í huga, sem sneri að því að lenda fari á tunglinu, ferðast minnst 500 metra á, yfir eða undir yfirborði tunglsins og senda myndband og myndir í háskerpu til jarðarinnar. Verðlaunin voru 20 milljónir dala en keppnin endaði í mars í fyrra og án sigurvegara. Geimfari SpaceIL verður skotið til tunglsins með eldflaug SpaceX.Boeing prófar einnig geimfar fyrir menn SpaceX er ekki eina fyrirtækið sem mun prófa geimfar sem hannað er fyrir menn á árinu. Boeing ætlar einnig að gera það og gæti tilraunin farið fram í byrjun mars. Fyrirtækið hefur unnið að þróun geimfarsins CST-100 Starliner.Eðlilega verður engin áhöfn um borð í geimfarinu í fyrsta skotinu og heppnist það stendur til að skjóta mönnum á loft seinna á árinu.Kínverjar eru ekki langt undan Geimvísindastofnun Kína hefur einnig unnið að þróun nýrrar kynslóðar geimfara fyrir menn. Í fyrra bárust fregnir af því að prófanir á slíku geimfari færu fram nú í ár. Geimfarið hefur ekki fengið nafn en ákveðin leynd hvílir yfir geimvísindastofnun Kína og verkefnum stofnunarinnar.China Daily sagði þó frá því að geimfarinu yrði ætlað að senda menn til tunglsins, geimstöðvar Kína og jafnvel lengra út í sólkerfið. Þá á geimfarið einnig að vera endurnýtanlegt og búa yfir háþróaðri tækni.Vilja sýni frá tunglinu Þó Kínverjum hafi tekist að lenda geimfari á fjarhlið tunglsins ætla þeir sér þó ekki að taka því rólega. Næsta verkefni þeirra er að lenda öðru fari á fjarhlið tunglsins. Því fari er ætlað að safna sýnum og flytja þau til jarðarinnar. Mögulegt er að verkefni þetta hefjist á árinu en heppnist það, yrði það í fyrsta sinn frá 1976 sem sýni yrðu flutt frá tunglinu til jarðarinnar.Sýni frá smástirni Geimfarið Hayabusa2 komst í fyrra á leiðarenda á smástirninu Rygu og lenti fari þar. Geimfarið sendi merkilegt myndefni til jarðarinnar en þar með var verkefni þess ekki lokið enn. Lendingarfarið á að safna jarðvegssýnum frá smástirninu og koma þeim aftur til jarðarinnar. Með þessu verkefni vonast vísindamenn til að varpa ljósi á uppruna vatns á jörðinni og fá betri mynd af því hvernig plánetur urðu til. Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Árið 2018 þótti merkilegt fyrir geimferðir og var mikið um að vera. Þó árið 2019 sé einungis ný byrjað hefur mannkynið þó náð tveimur áföngum í geimnum. Bandaríska geimfarið New Horizons hefur flogið fram hjá Ultima Thule, fjarlægasta fyrirbæri sem geimfar hefur kannað. Þá lentu Kínverjar fari á fjarhlið tunglsins og er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert.Stefnt er að því að ná þó nokkrum áföngum á árinu en hér að neðan verður stiklað á stóru yfir það merkilegasta. Þá er vert að taka fram að dagsetningar geta auðveldlega breyst enda er geimskotum og tilraunum frestað reglulega.SpaceX prófar Drekann – 17. janúar Fyrirtækið SpaceX hefur náð miklum árangri í því að skjóta gervihnöttum og birgðum til geimstöðvarinnar á loft með eldflaugum sem hannaðar eru til að lenda aftur á jörðinni. Þannig er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik með tiltölulega litlum kostnaði, samanborið við önnur fyrirtæki sem byggja nýjar eldflaugar fyrir hvert geimskot. Þann 17 janúar ætlar fyrirtækið að skjóta geimfarinu Crew Dragon til geimstöðvarinnar. Geimfar þetta er sérhannað til að bera farþega út í geim. Drekinn er hannaður til að bera allt að sjö geimfara til geimstöðvarinnar og aftur til jarðar.Að þessu sinni verður geimfarið tómt og stendur til að senda það til geimstöðvarinnar, tengja það við stöðina og senda það aftur til jarðarinnar. Geimfarið verður látið lenda í Atlantshafinu. Heppnist þessi tilraun er áætlað að framkvæma mannað tilraunaskot seinna á árinu.Geimförum hefur ekki verið skotið á loft frá Bandaríkjunum frá 2011 og hefur NASA þess í stað treyst á Rússa til að koma geimförum til geimstöðvarinnar.Annað geimfar Indverja til tunglsins Geimvísindastofnun Indlands ætlar að senda annað geimfar til tunglsins og að þessu sinni stendur til að lenda fari á yfirborði tunglsins. Fari þessu er ætlað að lenda á suðurpól tunglsins og gera þar jarðfræðirannsóknir. Síðasta geimfar sem Indverjar sendu til tunglsins fann ummerki um vatn á yfirborðinu. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu á loft í fyrra. Svo var geimskotið fært til 3. janúar en því var frestað aftur. Ekki liggur fyrir hvenær geimskotið verður framkvæmt.Ísraelar reyna að verða fyrri til Ísraelska fyrirtækið SpaceIL ætlar sér einnig að senda geimfar til tunglsins og lenda þar fari. Þetta verður fyrsta geimfar þjóðarinnar sem sent verður til tunglsins og eru vonir til þess að þeir verði þeir fjórðu til að lenda fari á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Til þess þurfa þeir þó að vera á undan Indverjum.Fyrirtækið var stofnað með Google Lunar XPRIZE keppnina í huga, sem sneri að því að lenda fari á tunglinu, ferðast minnst 500 metra á, yfir eða undir yfirborði tunglsins og senda myndband og myndir í háskerpu til jarðarinnar. Verðlaunin voru 20 milljónir dala en keppnin endaði í mars í fyrra og án sigurvegara. Geimfari SpaceIL verður skotið til tunglsins með eldflaug SpaceX.Boeing prófar einnig geimfar fyrir menn SpaceX er ekki eina fyrirtækið sem mun prófa geimfar sem hannað er fyrir menn á árinu. Boeing ætlar einnig að gera það og gæti tilraunin farið fram í byrjun mars. Fyrirtækið hefur unnið að þróun geimfarsins CST-100 Starliner.Eðlilega verður engin áhöfn um borð í geimfarinu í fyrsta skotinu og heppnist það stendur til að skjóta mönnum á loft seinna á árinu.Kínverjar eru ekki langt undan Geimvísindastofnun Kína hefur einnig unnið að þróun nýrrar kynslóðar geimfara fyrir menn. Í fyrra bárust fregnir af því að prófanir á slíku geimfari færu fram nú í ár. Geimfarið hefur ekki fengið nafn en ákveðin leynd hvílir yfir geimvísindastofnun Kína og verkefnum stofnunarinnar.China Daily sagði þó frá því að geimfarinu yrði ætlað að senda menn til tunglsins, geimstöðvar Kína og jafnvel lengra út í sólkerfið. Þá á geimfarið einnig að vera endurnýtanlegt og búa yfir háþróaðri tækni.Vilja sýni frá tunglinu Þó Kínverjum hafi tekist að lenda geimfari á fjarhlið tunglsins ætla þeir sér þó ekki að taka því rólega. Næsta verkefni þeirra er að lenda öðru fari á fjarhlið tunglsins. Því fari er ætlað að safna sýnum og flytja þau til jarðarinnar. Mögulegt er að verkefni þetta hefjist á árinu en heppnist það, yrði það í fyrsta sinn frá 1976 sem sýni yrðu flutt frá tunglinu til jarðarinnar.Sýni frá smástirni Geimfarið Hayabusa2 komst í fyrra á leiðarenda á smástirninu Rygu og lenti fari þar. Geimfarið sendi merkilegt myndefni til jarðarinnar en þar með var verkefni þess ekki lokið enn. Lendingarfarið á að safna jarðvegssýnum frá smástirninu og koma þeim aftur til jarðarinnar. Með þessu verkefni vonast vísindamenn til að varpa ljósi á uppruna vatns á jörðinni og fá betri mynd af því hvernig plánetur urðu til.
Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira