Segir fulla ástæðu til að taka tillit til sumra ábendinganna Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. janúar 2019 06:30 Heilbrigðisráðherra vonast til að heilbrigðisstefnan verði lögð fyrir Alþingi ekki síðar en í mars. Fréttablaðið/Eyþór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fulla ástæðu til að taka mark á sumum af ábendingum Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Unnið sé að því í ráðuneytinu að fara yfir tæplega þrjátíu umsagnir sem bárust. Ráðherrann vonast til að leggja málið fyrir Alþingi í mars. „Ábendingar Læknafélagsins snúa að hluta til að því sem félagið saknar í umfjölluninni. En eins og alltaf verður einhvers staðar að takmarka sig en það er full ástæða til að taka tillit til sumra af þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um athugasemdir Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Hún segir það verkefni heilbrigðisyfirvalda að halda jafnvægi í svona texta. Einblína þurfi á það að kerfið eigi fyrst og fremst að þjóna sjúklingum. Drögin voru sett inn í samráðsgátt stjórnvalda og rann umsagnarfrestur út skömmu fyrir jól. Alls bárust 27 umsagnir um drögin og segir Svandís að vinnan undanfarna daga hafi gengið út á að fara yfir þessar umsagnir og taka tillit til þeirra eftir því sem við á. Þar sé að finna margar gagnlegar ábendingar og málið sé í miðju ferli. „Næsta skref er svo að útbúa þingsályktunartillögu til Alþingis sem er þá í rauninni heilbrigðisstefna til ársins 2030. Þá fer málið í hendur þingsins og þá opnast umsagnarferli að nýju um það skjal. Við vonumst til að þingsályktunartillagan líti dagsins ljós ekki síðar en í mars eins og kemur fram í þingmálaskrá,“ segir Svandís. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær þar sem hann fer yfir athugasemdir félagsins. Þar segir að þótt margt jákvætt komi fram í stefnunni þurfi málið frekari umfjöllunar við. Meðal þeirra þátta sem Læknafélag Íslands nefnir í umsögn sinni er að samráð við hagsmunaaðila hefði mátt vera viðameira og ítarlegra. Svandís bendir á að fundir hafi verið haldnir með ýmsum aðilum eins og heilbrigðisstofnunum, Læknafélagi Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur, Félagi hjúkrunarfræðinga og BHM. „Svo var auðvitað fjallað um stefnuna á heilbrigðisþingi þar sem allir gátu skráð sig og Læknafélag Íslands gerði. Það má því segja að Læknafélagið hafi komið alloft að umfjölluninni nú þegar,“ segir Svandís. Reynir nefnir einnig í grein sinni að í stefnuna vanti ákvæði þess efnis að öll þjónusta innan kerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Þá leggur Læknafélagið til að sett verði inn markmið um stofnun heildarsjúklingasamtaka sem hafi tryggan, faglegan og rekstrarlegan grunn en skortur á ákvæðum um réttindi sjúklinga er gagnrýndur. „Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúklingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök,“ segir í grein Reynis. Þá bendir Félag íslenskra heimilislækna í sinni umsögn á nauðsyn þess að fjölga heimilislæknum en áherslu á mikilvægi uppbyggingar heilsugæslu er fagnað. Sóttvarnalæknir segir drögin metnaðarfullt skjal en hins vegar vanti að mestu nokkur mikilvæg atriði sem snúa að vörnum og viðbrögðum við alvarlegum smitsjúkdómum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fulla ástæðu til að taka mark á sumum af ábendingum Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Unnið sé að því í ráðuneytinu að fara yfir tæplega þrjátíu umsagnir sem bárust. Ráðherrann vonast til að leggja málið fyrir Alþingi í mars. „Ábendingar Læknafélagsins snúa að hluta til að því sem félagið saknar í umfjölluninni. En eins og alltaf verður einhvers staðar að takmarka sig en það er full ástæða til að taka tillit til sumra af þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um athugasemdir Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Hún segir það verkefni heilbrigðisyfirvalda að halda jafnvægi í svona texta. Einblína þurfi á það að kerfið eigi fyrst og fremst að þjóna sjúklingum. Drögin voru sett inn í samráðsgátt stjórnvalda og rann umsagnarfrestur út skömmu fyrir jól. Alls bárust 27 umsagnir um drögin og segir Svandís að vinnan undanfarna daga hafi gengið út á að fara yfir þessar umsagnir og taka tillit til þeirra eftir því sem við á. Þar sé að finna margar gagnlegar ábendingar og málið sé í miðju ferli. „Næsta skref er svo að útbúa þingsályktunartillögu til Alþingis sem er þá í rauninni heilbrigðisstefna til ársins 2030. Þá fer málið í hendur þingsins og þá opnast umsagnarferli að nýju um það skjal. Við vonumst til að þingsályktunartillagan líti dagsins ljós ekki síðar en í mars eins og kemur fram í þingmálaskrá,“ segir Svandís. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær þar sem hann fer yfir athugasemdir félagsins. Þar segir að þótt margt jákvætt komi fram í stefnunni þurfi málið frekari umfjöllunar við. Meðal þeirra þátta sem Læknafélag Íslands nefnir í umsögn sinni er að samráð við hagsmunaaðila hefði mátt vera viðameira og ítarlegra. Svandís bendir á að fundir hafi verið haldnir með ýmsum aðilum eins og heilbrigðisstofnunum, Læknafélagi Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur, Félagi hjúkrunarfræðinga og BHM. „Svo var auðvitað fjallað um stefnuna á heilbrigðisþingi þar sem allir gátu skráð sig og Læknafélag Íslands gerði. Það má því segja að Læknafélagið hafi komið alloft að umfjölluninni nú þegar,“ segir Svandís. Reynir nefnir einnig í grein sinni að í stefnuna vanti ákvæði þess efnis að öll þjónusta innan kerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Þá leggur Læknafélagið til að sett verði inn markmið um stofnun heildarsjúklingasamtaka sem hafi tryggan, faglegan og rekstrarlegan grunn en skortur á ákvæðum um réttindi sjúklinga er gagnrýndur. „Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúklingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök,“ segir í grein Reynis. Þá bendir Félag íslenskra heimilislækna í sinni umsögn á nauðsyn þess að fjölga heimilislæknum en áherslu á mikilvægi uppbyggingar heilsugæslu er fagnað. Sóttvarnalæknir segir drögin metnaðarfullt skjal en hins vegar vanti að mestu nokkur mikilvæg atriði sem snúa að vörnum og viðbrögðum við alvarlegum smitsjúkdómum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent