Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2019 21:45 Paul Whelan með Klakkeyjar og Hrappsey í baksýn. Hann var handtekinn í Moskvu á föstudag, sakaður um njósnir. Vísir/EPA Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara, sem nú er í haldi Rússa, sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi, og það með tvær sögufrægar eyjar í bakgrunni. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndin hér að ofan birtist á CNN í gærkvöldi af Bandaríkjamanninum Paul Whelan, sem handtekinn var í Moskvu milli jóla og nýárs, en Rússar saka hann um njósnir. Ljósmyndin af Whelan sem þannig fór í dreifingu um alla heimspressuna virkaði þó eitthvað kunnugleg fyrir marga hér á landi, og sér í lagi fyrir íbúa Stykkishólms, sem töldu sig þekkja sama útsýnið og þeir hafa út um gluggana heima hjá sér. Horft út um glugga í Stykkishólmi. Klakkeyjar sjást fjær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hólmarar eru raunar ekkert í vafa um að hinn meinti bandaríski njósnari sé með Breiðafjörð í bakgrunni, enda eru Klakkeyjar eða Dímonarklakkar, hæstu eyjar Breiðafjarðar, auðþekkjanlegar á myndinni, með sínum tveimur klökkum, Stóraklakki og Litlaklakki. Einnig sést Hrappsey á myndinni. Eyjarnar eru rétt utan við mynni Hvammsfjarðar norðaustur af Stykkishólmi. Klakkeyjar eru í landnámssögunni frægar fyrir það að þar leyndi Eiríkur rauði skipi sínu áður en hann sigldi til Grænlands. Hrappsey er frægust fyrir prentsmiðjuna sem þar var stofnuð fyrir um 250 árum og gaf út fyrsta tímarit á Íslandi og eyjan er líka einstök í íslenskri jarðsögu með eitt sjaldgæfasta berg á jörðinni sem kallast anortósít og finnst helst á tunglinu.Séð yfir Stykkishólmshöfn. Klakkeyjar og Hrappsey sjást úti á Breiðafirði undan Súgandisey. Fjær sjást fjöllin á Fellsströnd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mattías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, telur að myndin sé tekin um borð í háu skipi rétt norðan við Stykkishólm og telur mjög líklegt að hinn meinti bandaríski njósnari hafi verið í eyjasiglingu um borð í Særúnu, skipi Sæferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Stykkishólmur Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara, sem nú er í haldi Rússa, sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi, og það með tvær sögufrægar eyjar í bakgrunni. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndin hér að ofan birtist á CNN í gærkvöldi af Bandaríkjamanninum Paul Whelan, sem handtekinn var í Moskvu milli jóla og nýárs, en Rússar saka hann um njósnir. Ljósmyndin af Whelan sem þannig fór í dreifingu um alla heimspressuna virkaði þó eitthvað kunnugleg fyrir marga hér á landi, og sér í lagi fyrir íbúa Stykkishólms, sem töldu sig þekkja sama útsýnið og þeir hafa út um gluggana heima hjá sér. Horft út um glugga í Stykkishólmi. Klakkeyjar sjást fjær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hólmarar eru raunar ekkert í vafa um að hinn meinti bandaríski njósnari sé með Breiðafjörð í bakgrunni, enda eru Klakkeyjar eða Dímonarklakkar, hæstu eyjar Breiðafjarðar, auðþekkjanlegar á myndinni, með sínum tveimur klökkum, Stóraklakki og Litlaklakki. Einnig sést Hrappsey á myndinni. Eyjarnar eru rétt utan við mynni Hvammsfjarðar norðaustur af Stykkishólmi. Klakkeyjar eru í landnámssögunni frægar fyrir það að þar leyndi Eiríkur rauði skipi sínu áður en hann sigldi til Grænlands. Hrappsey er frægust fyrir prentsmiðjuna sem þar var stofnuð fyrir um 250 árum og gaf út fyrsta tímarit á Íslandi og eyjan er líka einstök í íslenskri jarðsögu með eitt sjaldgæfasta berg á jörðinni sem kallast anortósít og finnst helst á tunglinu.Séð yfir Stykkishólmshöfn. Klakkeyjar og Hrappsey sjást úti á Breiðafirði undan Súgandisey. Fjær sjást fjöllin á Fellsströnd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mattías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, telur að myndin sé tekin um borð í háu skipi rétt norðan við Stykkishólm og telur mjög líklegt að hinn meinti bandaríski njósnari hafi verið í eyjasiglingu um borð í Særúnu, skipi Sæferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Stykkishólmur Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00