Setja á bakvakt í stað næturviðveru sjúkraflutningamanna í Rangárþingi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 20:30 Sjúkraflutningum á Suðurlandi hefur fjölgað um rúm fimm prósent á einu ári en samt sem áður stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum um næstu mánaðamót. Þingmaður segir sjúkraflutninga í Rangárþingi að fullu fjármagnaða í fjárlögum þetta árið. Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um tæplega tvö hundruð á árinu 2018 frá árinu áður. En aukningin nemur rúmum 5%. Starfsstöðvar sjúkraflutningamanna eru fimm sem reknar eru frá Heilbrigðisstofnuninni Selfossi. Starfssvæðið er víðfeðmasta svæði landsins eða um 30.000 ferkílómetrar frá Hellisheiði í vestri og austur að Höfn í Hornafirði. Innan þess svæðis eru vinsælustu ferðamannastaðir landsins og á svæðinu er stærsta sumarhúsabyggð landsins. Starfssvæði sjúkraflutninga á SuðurlandiVísir/Stöð 2Á árinu 2018 fóru sjúkraflutningamenn í tæplega 4100 sjúkraflutninga, þar af 1714 forgangsútköll, þar sem lífi fólks var ógnað. Eins og fréttastofan greindi frá skömmu fyrir áramót stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum á svæðinu þrátt fyrir aukið álag og alvarlegri útköll. Á síðustu fimm árum hefur fjöldi sjúkraflutninga á svæðinu vaxið um 40% og á síðustu tveimur árum hefur kostnaðurinn aukist um á bilinu 120-150 milljónir. Aukning í sjúkraflutningum á SelfossiVísir/Stöð 2Breytingin verður hvað helst í Rangárþingi þar sem sólarhringsvakt hefur verið síðastliðið eitt og hálft ár vegna fjölgunar sjúkraflutninga „Breytingin er fólgin í því að 1. febrúar að þá ætlum við á nóttunni, frá klukkan sjö á kvöldin til klukkan sjö á morgnanna setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi,“ sagði Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands í viðtali sem tekið var við hana 30. desember síðastliðinn.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands fullyrðir að með þessum niðurskurði komi þjónustan ekki til með að skerðast en til þess að geta verið á bakvakt þurfa sjúkraflutningamenn að vera búsettir nærri starfstöð. Sjúkraflutningamenn í Rangárþingi hafa þurft að aðstoða samstarfsmenn sína allt austur til Kirkjubæjarklausturs vegna alvarlegra slysa og kollegar þeirra reiða sig á viðbragð starfstöðvarinnar sem er í miðju umdæminu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum fyrir áramótin en í pistli sínum sagði hann; „Sjúkraflutningar í Rangárþingi fengu fulla fjármögnun á fjárlögum 2018 og fá áfram til að vera með sólarhringsvakt á Hvolsvelli vegna aukinna verkefna. Því eru þessar ráðstafanir hjá HSU alveg óskiljanlegar.“ Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Sjúkraflutningum á Suðurlandi hefur fjölgað um rúm fimm prósent á einu ári en samt sem áður stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum um næstu mánaðamót. Þingmaður segir sjúkraflutninga í Rangárþingi að fullu fjármagnaða í fjárlögum þetta árið. Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um tæplega tvö hundruð á árinu 2018 frá árinu áður. En aukningin nemur rúmum 5%. Starfsstöðvar sjúkraflutningamanna eru fimm sem reknar eru frá Heilbrigðisstofnuninni Selfossi. Starfssvæðið er víðfeðmasta svæði landsins eða um 30.000 ferkílómetrar frá Hellisheiði í vestri og austur að Höfn í Hornafirði. Innan þess svæðis eru vinsælustu ferðamannastaðir landsins og á svæðinu er stærsta sumarhúsabyggð landsins. Starfssvæði sjúkraflutninga á SuðurlandiVísir/Stöð 2Á árinu 2018 fóru sjúkraflutningamenn í tæplega 4100 sjúkraflutninga, þar af 1714 forgangsútköll, þar sem lífi fólks var ógnað. Eins og fréttastofan greindi frá skömmu fyrir áramót stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum á svæðinu þrátt fyrir aukið álag og alvarlegri útköll. Á síðustu fimm árum hefur fjöldi sjúkraflutninga á svæðinu vaxið um 40% og á síðustu tveimur árum hefur kostnaðurinn aukist um á bilinu 120-150 milljónir. Aukning í sjúkraflutningum á SelfossiVísir/Stöð 2Breytingin verður hvað helst í Rangárþingi þar sem sólarhringsvakt hefur verið síðastliðið eitt og hálft ár vegna fjölgunar sjúkraflutninga „Breytingin er fólgin í því að 1. febrúar að þá ætlum við á nóttunni, frá klukkan sjö á kvöldin til klukkan sjö á morgnanna setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi,“ sagði Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands í viðtali sem tekið var við hana 30. desember síðastliðinn.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands fullyrðir að með þessum niðurskurði komi þjónustan ekki til með að skerðast en til þess að geta verið á bakvakt þurfa sjúkraflutningamenn að vera búsettir nærri starfstöð. Sjúkraflutningamenn í Rangárþingi hafa þurft að aðstoða samstarfsmenn sína allt austur til Kirkjubæjarklausturs vegna alvarlegra slysa og kollegar þeirra reiða sig á viðbragð starfstöðvarinnar sem er í miðju umdæminu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum fyrir áramótin en í pistli sínum sagði hann; „Sjúkraflutningar í Rangárþingi fengu fulla fjármögnun á fjárlögum 2018 og fá áfram til að vera með sólarhringsvakt á Hvolsvelli vegna aukinna verkefna. Því eru þessar ráðstafanir hjá HSU alveg óskiljanlegar.“
Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08
Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06