Þingmaður, og svarið er … Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. janúar 2019 07:30 I Öll þau sem ég hitti á förnum vegi fyrstu mánuðina eftir að ég var kosinn á þing söngluðu við mig glottandi: „Þingmaður, og svarið er …“ Öll: meira að segja kóngurinn sjálfur. Ég varð alltaf hálfkindarlegur – vissi ekki hverju ég átti að svara: já já eða nei nei – eða bara: tja, hvað finnst þér? Veit það varla enn.II Ríkistjórnin samþykkti valdar breytingartillögur Samfylkingarinnar við fjárlög og síðar fjáraukalög. En hún gerði það með sínum hætti. Hún lét lið sitt fella tillögurnar í þingsal með tali um yfirborðsmennsku og næg framlög en svo tók ráðherra þessar tillögur og gerði að sínum, rétt fyrir jól. Hér var um að ræða aukin fjárframlög til heilbrigðisstofnana víða um land og það var heilbrigðisráðherra sem þarna notaði ríkissjóð eins og sérstakan kreditkortareikning sinn. Það hefði verið óhugsandi að samþykkja breytingartillögur Samfylkingar við fjárlög, hversu réttmætar sem þær kynnu að vera. Samfylkingin er nefnilega í stjórnarandstöðu. Og samþykki maður breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokki sýnir það veikleika. Og það er sjálf dauðasyndin hér í pólitíkinni og alveg andstætt þeirri meginreglu íslenskra stjórnmála að sigurvegarinn eignist allt og ráði öllu. Og sigurvegarinn er sá sem kemst í ríkisstjórn hverju sinni – ekki endilega sá sem fær eindregnast umboð frá kjósendum. Þingmaður og svarið er: The Winner takes it all.III Á minni stuttu þingmannstíð hefur stjórnarandstaða þrívegis náð að fá ríkisstjórnina ofan af fyrirætlunum sínum. Fyrst því áformi að láta efniskostnað af iðnnámi lenda á nemendum; síðan að knýja fram veiðigjaldalækkun og loks nú fyrir jól, að koma á veggjöldum. Aðferðin við að fá ríkisstjórn ofan af vitleysunni hefur alltaf verið sú sama: ekki að telja henni hughvarf með góðum rökum heldur hinu að segja sem fæst í sem flestum orðum; draga umræður á langinn, tefja þingstörfin með umræðum um hvaðeina annað sem er á dagskrá – og jafnvel ekki á dagskrá. Það kom vel á vondan fyrir mig að taka þátt í slíku því að einu sinni skrifaði ég grein hér í blaðið um málþóf sem ég sagði vera „sjálfsofnæmi þingræðisins“. Nú hef ég komist að því að þetta er eina leiðin sem stjórnarandstaðan hefur til að ríkisstjórnarmeirihlutinn hverju sinni virði sjónarmið hennar. Maður þarf hreinlega að taka ræðustól Alþingis í gíslingu. Þingmaður, og svarið er: málþóf.IV Ríkisstjórninni tókst um síðir og með harðfylgi að hafa sitt fram og lækka gjöld útgerðarinnar til þjóðarinnar fyrir afnot af þeirri miklu auðlind sem hér syndir kringum landið. Ekki fór á milli mála þunginn í tali ráðherranna og mikilvægi málsins þegar það var til umræðu á þingi. Það snerist um grundvallaratriði. Þingmenn eru trúnaðarmenn fólksins og sækja umboð sitt til kjósenda sinna og kjósendahópa og hér taldi þríforkurinn sem myndar ríkisstjórnina sig greinilega vera að þjóna sínum mikilvægasta kjósendahópi: útgerðarfyrirtækjunum. Það var verið að styrkja rekstrargrundvöll þeirra fyrirækja sem starfa í sjávarútvegi, burtséð frá stöðu þeirra að öðru leyti og burtséð frá því grundvallaratriði, sem stjórnarandstaðan aðhyllist, að fá sem mest verðmæti út úr auðlindinni, þjóðinni allri til hagsbóta. Ríkisstjórnin var í þessu máli, að standa vörð um ríkjandi kerfi, rétt eins og hún gerir í landbúnaði og ferðaþjónustu og stóriðju. Þingmaður og svarið er: hagsmunir.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
I Öll þau sem ég hitti á förnum vegi fyrstu mánuðina eftir að ég var kosinn á þing söngluðu við mig glottandi: „Þingmaður, og svarið er …“ Öll: meira að segja kóngurinn sjálfur. Ég varð alltaf hálfkindarlegur – vissi ekki hverju ég átti að svara: já já eða nei nei – eða bara: tja, hvað finnst þér? Veit það varla enn.II Ríkistjórnin samþykkti valdar breytingartillögur Samfylkingarinnar við fjárlög og síðar fjáraukalög. En hún gerði það með sínum hætti. Hún lét lið sitt fella tillögurnar í þingsal með tali um yfirborðsmennsku og næg framlög en svo tók ráðherra þessar tillögur og gerði að sínum, rétt fyrir jól. Hér var um að ræða aukin fjárframlög til heilbrigðisstofnana víða um land og það var heilbrigðisráðherra sem þarna notaði ríkissjóð eins og sérstakan kreditkortareikning sinn. Það hefði verið óhugsandi að samþykkja breytingartillögur Samfylkingar við fjárlög, hversu réttmætar sem þær kynnu að vera. Samfylkingin er nefnilega í stjórnarandstöðu. Og samþykki maður breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokki sýnir það veikleika. Og það er sjálf dauðasyndin hér í pólitíkinni og alveg andstætt þeirri meginreglu íslenskra stjórnmála að sigurvegarinn eignist allt og ráði öllu. Og sigurvegarinn er sá sem kemst í ríkisstjórn hverju sinni – ekki endilega sá sem fær eindregnast umboð frá kjósendum. Þingmaður og svarið er: The Winner takes it all.III Á minni stuttu þingmannstíð hefur stjórnarandstaða þrívegis náð að fá ríkisstjórnina ofan af fyrirætlunum sínum. Fyrst því áformi að láta efniskostnað af iðnnámi lenda á nemendum; síðan að knýja fram veiðigjaldalækkun og loks nú fyrir jól, að koma á veggjöldum. Aðferðin við að fá ríkisstjórn ofan af vitleysunni hefur alltaf verið sú sama: ekki að telja henni hughvarf með góðum rökum heldur hinu að segja sem fæst í sem flestum orðum; draga umræður á langinn, tefja þingstörfin með umræðum um hvaðeina annað sem er á dagskrá – og jafnvel ekki á dagskrá. Það kom vel á vondan fyrir mig að taka þátt í slíku því að einu sinni skrifaði ég grein hér í blaðið um málþóf sem ég sagði vera „sjálfsofnæmi þingræðisins“. Nú hef ég komist að því að þetta er eina leiðin sem stjórnarandstaðan hefur til að ríkisstjórnarmeirihlutinn hverju sinni virði sjónarmið hennar. Maður þarf hreinlega að taka ræðustól Alþingis í gíslingu. Þingmaður, og svarið er: málþóf.IV Ríkisstjórninni tókst um síðir og með harðfylgi að hafa sitt fram og lækka gjöld útgerðarinnar til þjóðarinnar fyrir afnot af þeirri miklu auðlind sem hér syndir kringum landið. Ekki fór á milli mála þunginn í tali ráðherranna og mikilvægi málsins þegar það var til umræðu á þingi. Það snerist um grundvallaratriði. Þingmenn eru trúnaðarmenn fólksins og sækja umboð sitt til kjósenda sinna og kjósendahópa og hér taldi þríforkurinn sem myndar ríkisstjórnina sig greinilega vera að þjóna sínum mikilvægasta kjósendahópi: útgerðarfyrirtækjunum. Það var verið að styrkja rekstrargrundvöll þeirra fyrirækja sem starfa í sjávarútvegi, burtséð frá stöðu þeirra að öðru leyti og burtséð frá því grundvallaratriði, sem stjórnarandstaðan aðhyllist, að fá sem mest verðmæti út úr auðlindinni, þjóðinni allri til hagsbóta. Ríkisstjórnin var í þessu máli, að standa vörð um ríkjandi kerfi, rétt eins og hún gerir í landbúnaði og ferðaþjónustu og stóriðju. Þingmaður og svarið er: hagsmunir.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun