Flugeldamengunin verður til staðar þrátt fyrir vind Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2019 15:15 Flugeldar yfir Kópavogi. Vísir/Vilhelm Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segist hvergi nærri hættur í baráttunni sinni fyrir minni flugeldanotkun. Hann segir mælingar á loftgæðum um áramótin sýna að flugeldaskotgleði landsmanna sé ekki saklaus leikur. Samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar var svifriksmengun á höfuðborgarsvæðinu um þrefalt minni nú um áramótin en um þau síðustu. Svifryksmengun mældist um 1.600 míkrógrömm á miðnætti en var um 4.600 um síðustu áramót. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar, sagði í fréttum RÚV í gær að skýringuna mætti finna í hægri suðaustanátt sem blés menguninni í burtu. Sagðist Þorsteinn hafa tilfinningu fyrir því að ekki hefði verið skotið upp minna í ár en áður. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að fyrstu tölur gefi til kynna að salan á flugeldum hjá björgunarsveitum hafi verið aðeins minni árið 2018 en árið 2017. Ekki sé samt að merkja óþekkta sveiflu sem valdi því, salan sé sveiflukennd eftir árum. Samkeppni geti haft áhrif á það sem og veðurfar.Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar.Vísir/BaldurSalan á rótarskotum fór fram úr björtustu vonum. Framleidd voru fimmtán þúsund umslög sem seldust upp fyrir áramótin og urðu meðal annars þess valdandi að fjöldi lét sjá sig á flugeldasölum sem hafði aldrei stigið þangað fæti. Sævar Helgi segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að mengun hafi mælst minni en áður þá megi ekki gleyma því að þó vindur blási hana í burtu þá sé hún alltaf til staðar í umhverfinu. Hún finni sér stað þar sem hún veldur skaða. Hún sest á göturnar sem bílar þyrla síðan upp og fari út á haf og valdi þar skaða á lífríkinu. Þetta sé því langt því frá saklaus leikur sem hafi mikil áhrif á líf fólks með öndunarfæri sjúkdóma og náttúruna. Sævar deildi tölum um loftgæði á Twitter á nýársdag þar sem hann velti fyrir sér hvað Kópavogsbúar væru að sprengja. Gildin í Dalsmára í Kópavogi voru langt fyrir ofan aðra staði. „Fólk lærir ekki fyrr en þetta verður tekið af því og bannað,“ ritaði Sævar.Hvað í veröldinni eru Kópvagosbúar eiginlega að sprengja? Fólk lærir ekkert fyrr en þetta verður tekið af því og bannað. Því fyrr, því betra. https://t.co/T7G00vDNX7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 1, 2019 Sævar segist ætla að halda baráttu sinni gegn flugeldum ótrauður áfram. Hann ætlar sér að gera það með fræðslu á skaðsemi þeirra og segist ekki kveinka sér undan því að taka umræðuna víða í samfélaginu. Flugeldar Tengdar fréttir „Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45 „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segist hvergi nærri hættur í baráttunni sinni fyrir minni flugeldanotkun. Hann segir mælingar á loftgæðum um áramótin sýna að flugeldaskotgleði landsmanna sé ekki saklaus leikur. Samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar var svifriksmengun á höfuðborgarsvæðinu um þrefalt minni nú um áramótin en um þau síðustu. Svifryksmengun mældist um 1.600 míkrógrömm á miðnætti en var um 4.600 um síðustu áramót. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar, sagði í fréttum RÚV í gær að skýringuna mætti finna í hægri suðaustanátt sem blés menguninni í burtu. Sagðist Þorsteinn hafa tilfinningu fyrir því að ekki hefði verið skotið upp minna í ár en áður. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að fyrstu tölur gefi til kynna að salan á flugeldum hjá björgunarsveitum hafi verið aðeins minni árið 2018 en árið 2017. Ekki sé samt að merkja óþekkta sveiflu sem valdi því, salan sé sveiflukennd eftir árum. Samkeppni geti haft áhrif á það sem og veðurfar.Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar.Vísir/BaldurSalan á rótarskotum fór fram úr björtustu vonum. Framleidd voru fimmtán þúsund umslög sem seldust upp fyrir áramótin og urðu meðal annars þess valdandi að fjöldi lét sjá sig á flugeldasölum sem hafði aldrei stigið þangað fæti. Sævar Helgi segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að mengun hafi mælst minni en áður þá megi ekki gleyma því að þó vindur blási hana í burtu þá sé hún alltaf til staðar í umhverfinu. Hún finni sér stað þar sem hún veldur skaða. Hún sest á göturnar sem bílar þyrla síðan upp og fari út á haf og valdi þar skaða á lífríkinu. Þetta sé því langt því frá saklaus leikur sem hafi mikil áhrif á líf fólks með öndunarfæri sjúkdóma og náttúruna. Sævar deildi tölum um loftgæði á Twitter á nýársdag þar sem hann velti fyrir sér hvað Kópavogsbúar væru að sprengja. Gildin í Dalsmára í Kópavogi voru langt fyrir ofan aðra staði. „Fólk lærir ekki fyrr en þetta verður tekið af því og bannað,“ ritaði Sævar.Hvað í veröldinni eru Kópvagosbúar eiginlega að sprengja? Fólk lærir ekkert fyrr en þetta verður tekið af því og bannað. Því fyrr, því betra. https://t.co/T7G00vDNX7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 1, 2019 Sævar segist ætla að halda baráttu sinni gegn flugeldum ótrauður áfram. Hann ætlar sér að gera það með fræðslu á skaðsemi þeirra og segist ekki kveinka sér undan því að taka umræðuna víða í samfélaginu.
Flugeldar Tengdar fréttir „Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45 „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45
„Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00